Niðurstöður

  • Fræðibækur og rit almenns efnis

Aðstæðubundið sjálfræði

Líf og aðstæður fólks með þroskahömlun

Hverju vill fólk með þroskahömlun ráða í eigin lífi? Á það að stunda nám í háskóla? Hvernig má stuðla að bættu kynheilbrigði meðal þess? Hvernig má hindra nauðung og þvinganir á heimilum fólks með þroskahömlun?

Lærdómdsrit Bókmenntafélagsins

Af sifjafræði siðferðisins

Af sifjafræði siðferðisins er eitt þeirra rita Nietzsches þar sem hugsun hans er skýrust og beittust. Ritið er skrifað um sama leyti og Handan góðs og ills, sem komið hefur út í röð Lærdómsrita, og hverfist að mörgu leyti um sömu spurningar en tekur á þeim á beinskeyttari hátt.

Alls konar íslenska

Hundrað þættir um íslenskt mál á 21. öld

Í Alls konar íslensku eru umfjöllunarefnin allt frá eldheitum málvillum yfir í áskoranir 21. aldarinnar um viðmið í málrækt, samfélags- og tæknibreytingar og kynjamál og kynhlutleysi í máli. Meginþræðirnir felast þó í gildi tungumálsins í menningunni og að umræða um málfar og tungumálið einkennist af jákvæðni og umburðarlyndi.

Allt í blóma

Pottablómarækt við íslenskar aðstæður

Falleg stofublóm gera heimilin okkar bæði vistlegri og hlýlegri. Þau veita einstaka vellíðan og gleði, bæta andann og fegra umhverfið. Sífellt stækkandi hópur blómaunnenda getur nú fagnað því að hér sé loks komin hin eina sanna biblía áhugafólks um pottaplöntur – og það frá okkar mesta ástríðumanni í blómarækt.

Allt sem þú vilt vita um Biblíuna

Víðar lendur Biblíunnar eru hér allar undir; hugljúfar ástarlýsingar Ljóðaljóðanna, grimmileg þjóðarmorð Gamla testamentisins, kærleiksboðskapurinn og erfðasyndin. En skrímslin eru heldur ekki látin óáreitt. Kvenfyrirlitning, hommafóbía og gyðingahatur kirkjunnar fá vægðarlausa umfjöllun, sem og hin aldagamla spurning um sannleiksgildi Biblíunnar.

Almanak Háskóla Íslands 2023

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir helstu tímabelti heimsins. Yfirlit um hnetti, mælieiningar, veðurfar o.fl. Af nýju efni má nefna grein um segulstirni.

Almanak HÍÞ 2023

Ásamt árbók 2021

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir helstu tímabelti heimsins. Yfirlit um hnetti, mælieiningar, veðurfar o.fl. Af nýju efni má nefna grein um segulstirni. Ásamt árbók 2021.

Ameríska goðsögnin

Saga Harley-Davidson-mótorhjóla á Íslandi

Saga hinna goðsagnakenndu Harley-Davidson-mótorhjóla í máli og myndum, frá því að þau fyrstu birtust á Íslandi árið 1917. Þá upphófst sannkölluð gullöld þeirra, en eftir stríð tók lögreglan þau í þjónustu sína. Einnig er fjallað um nokkrar aðrar gerðir amerískra mótorhjóla sem bárust til landsins. Ómissandi bók fyrir áhugafólk um vélknúin ökutæki.

Andvari 2022

Aðalgrein Andvara 2022 er æviágrip Svövu Jakobsdóttur rithöfundar og alþingismanns. Höfundar ritsins 2022 eru Birna Bjarnadóttir, Guðrún Kvaran, Gunnar Stefánsson, Lára Magnúsardóttir, Hjalti Hugason, Arngrímur Vídalín, Ólafur Kvaran, Þórir Óskarsson, Kjartan Már Ómarsson, Sigurjón Árna Eyjólfsson, Gunnar Skarphéðinsson og Jón Sigurðsson.

Á heimaslóð

Alfreð Washington Þórðarson var einn þeirra sem settu sterkan svip á listalíf Vestmannaeyja á fyrri hluta og fram yfir miðja síðustu öld. Hann samdi mörg falleg og grípandi lög sem urðu vinsæl en önnur hafa smám saman gleymst. Með þessari útgáfu á 14 lögum Alfreðs við ljóð þekktra Eyjamanna leita lög hans heim til Eyja að nýju.

Á slóðum Akurnesinga

Þættir um mannlíf og sögu

Ásmundur Ólafsson kemur víða við á slóðum Akurnesinga í þessu greinasafni, allt frá landnámi til nútímans. Hann fjallar sem fyrr um sögu og fjölskrúðugt mannlífið á Skipaskaga af innsæi líkt og í fyrri bók sinni „Á Akranesi“ sem kom út árið 2016.

Á sporbaug

Nýyrði Jónasar Hallgrímssonar

Jónas Hallgrímsson, listaskáldið góða, var okkar helsti orðasmiður. Svo vel voru orðin hönnuð og vandlega hugað að lögun þeirra, hljómi, útliti og notagildi að þau festu rætur í málinu. Hér eru dásamlegu nýyrðin hans samankomin í skemmtilegri bók. Anna Sigríður Þráinsdóttir skrifar um orðin og Elín Elísabet Einarsdóttir segir sögu Jónasar í myndum.

Á sögustöðum

Hugmyndir okkar um sögustaði landsins mótuðust yfirleitt af þjóðernisrómantík á 19. og 20. öld. Hér er fjallað um sex fræga og óumdeilda sögustaði í nýju ljósi: Bessastaði, Hóla, Odda, Reykholt, Skálholt og Þingvelli. Sagan er rakin og leitað svara við spurningunni: Hvað er eiginlega svona merkilegt við sögustaði? Stórfróðleg og áhugaverð bók!

Baráttan um bjargirnar

Stjórnmál og stéttabarátta í mótun íslensks samfélags

Þessi bók varpar nýju ljósi á þróun íslensks samfélags og lífskjara almennings. Hún sýnir hvernig vald og hagsmunir ólíkra stétta og átök þeirra um áhrif réðu för. Vinstri stjórnmálaöfl urðu ekki jafn áhrifamikil hér og á hinum Norðurlöndunum, en íslensk verkalýðshreyfing bætti það upp að hluta. Þetta er grænbók um hvað má betur fara í samfélaginu.

Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar

Bíbí í Berlín

Sjálfsævisaga Bjargeyjar Kristjánsdóttur

Bíbí hét fullu nafni Bjargey Kristjánsdóttir (1927-1999). Hún var kennd við kotbæ foreldra sinna, Berlín. Hún var stimpluð „fáviti“ frá því í bernsku. Þegar Bíbí var þrítug lést móðir hennar og var hún í kjölfarið flutt á elliheimili á Blönduósi. Um síðir flutti hún í sjálfstæða búsetu. Sjálfsævisagan ber vott um góða greind, kímnigáfu og innsæi.

Boðaföll

Nýjar nálganir í sjálfsvígsvörnum

Sjálfsvíg og sjálfsskaði eru málefni sem snerta okkur öll. Boðaföll er fyrsta íslenska bókin sem fjallar um þetta út frá persónulegri reynslu höfunda af öngstræti. Bókin miðlar raunverulegri von um bata fyrir öll sem hafa þjáðst á þennan hátt. Bókin gagnast fólki í vanlíðan, ástvinum þeirra, fagfólki og samfélaginu öllu.

Búðu þig undir breytingaskeiðið og tíðahvörf

Þrátt fyrir að það sé eitthvað sem nánast allar konur ganga í gegnum eru rangar greiningar, misvísandi upplýsingar og skömm ótrúlega algeng.

Byggðafesta og búferlaflutningar á Íslandi

Í þessu riti er veitt yfirlit um svæðisbundna mannfjöldaþróun á Íslandi og búferlaflutninga innanlands og utan. Fjallað er um tengsl búferlaflutninga við menntun, atvinnu, samgöngur, húsnæði, þjónustu, búsetuánægju, staðartengsl, fjölskyldu og vini, jafnrétti kynjanna og slúður. Loks er lagt mat á framtíðarhorfur í búferlaflutningum og byggðaþróun.