Abstraktmálverkið
Helgimynd íslenskrar menningar á 20. öld?
Í bókinni er gerð óvenjuleg tilraun til að flétta saman guðfræðilegar og listfræðilegar greiningaraðferðir og beita þeim í listsögulegu samhengi.
Síða 1 af 5
Helgimynd íslenskrar menningar á 20. öld?
Í bókinni er gerð óvenjuleg tilraun til að flétta saman guðfræðilegar og listfræðilegar greiningaraðferðir og beita þeim í listsögulegu samhengi.
Faraldur kenndur við Akureyri geisaði þar og víðar 1948-1949 og á Vestfjörðum og í Þistilfirði 1955-1956. Hér eru birtar átakanlegar lífsreynslusögur og vitnað í heimildir sem varpa nýju ljósi á mál sem lengi lá í þagnargildi. Áhugi vísindafólks beinist nú að Akureyrarveikinni því mikil líkindi eru með henni, ME-sjúkdómnum og eftirköstum COVID-19.
Saga múslima á Íberíuskaga
Sagan nær yfir níu alda viðveru múslima á Spáni og í Portúgal, frá 711 til 1614. Rakinn er uppgangur veldis þeirra, allt frá orrustum við Vestgota, til blómaskeiðs samfélags múslima á Spáni í borgunum Cordoba og Granada, og brottreksturs þeirra frá Spáni á árunum 1609–1614.
Ástin er í meðförum bell hooks ekki aðeins óræð tilfinning sem kviknar og leikur lausum hala innra með okkur heldur uppspretta gilda sem ráða mannlegum samskiptum. Ástin er persónuleg en hún er líka stórpólitísk. Hún birtist í umhyggju, virðingu, heilindum og helgun og er óhugsandi án virkrar þátttöku og fullrar ábyrgðar.
Í almanaki 2026 er grein um uppruna frumefnanna. Í annarri grein er fjallað um flökkureikistjörnur, en það eru reikistjörnur sem ekki ganga um neina sólstjörnu. Þá er stuttur pistill um dvergreikistjörnur í okkar sólkerfi, en þær eru nú níu talsins. Pistill um almyrkva á sólu 12. ágúst sem mun sjást um allt landið vestanvert.
150. árgangur
Aðalgrein Andvara 2025 er æviágrip Barða Guðmundssonar, þjóðskjalavarðar og alþingismanns, eftir Skafta Ingimarsson. Andvari hefur um áratugaskeið birt rækilegar greinar um látna merkismenn, einkum ef ævisaga viðkomandi hefur ekki verið rituð. Í grein sinni ræðir Skafti bæði störf Barða og fræðirit, m.a. rit hans um Herúla og u...
Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld. Leiðarvísir um indversku lífsvísindin.
Ayurveda lífsvísindin búa yfir mikilli speki um heilsu, lífsstíl og samhljóm alls. Í bókinni er útskýrt hvernig hægt er að læra á tungumál líkamans. Læra hvernig á að bregðast við þegar einkenni gera vart við sig áður en saklaus veikindi þróast yfir í erfiða sjúkdóma. Þessi bók setur þig í bílstjórasætið í eigin heilsu og kennir þér að keyra.
Undirstöður ástarfræða
Ástin hefur lengi verið á jaðrinum í akademíunni, líka þegar Anna Guðrún Jónasdóttir setti fram hugtakið ástarkraftur í doktorsritgerð sinni árið 1991. Hér fjalla 17 fræðimenn úr mennta-, hug- og félagsvísindum um ást sem mannlega þörf og iðju sem hefur ekki einungis áhrif á stöðu einstaklinga heldur einnig á samfélagsgerð, velferð og jafnrétti.
Frásögn úr grasrótinni
Nærri álveri í Hvalfirði mælast fjórföld flúorgildi í beinum hrossa miðað við hross af ómenguðum svæðum. Hér bjuggu foreldrar höfundar í hálfa öld með heilbrigðan bústofn. Eftir mengunarslys í álverinu sumarið 2006 tóku hross höfundar að veikjast og veikindin urðu viðvarandi. Eftirlitsstofnanir komu hrossunum ekki til hjálpar.
Hér er fjallað um einn lífshættulegasta smitsjúkdóm sem gengið hefur á Íslandi og nær sagan fram til ársins 1950. Þá fór bæði að draga úr smitum og dauðsföllum af völdum veikinnar. Berklaveiki var mikið mein í íslensku samfélagi í byrjun tuttugustu aldar og var dánartala berklasjúklinga á Íslandi ein sú hæsta í Evrópu.
Málari, rithöfundur, gagnrýnandi, baráttukona
Drífa Viðar (1920-1971) var myndlistarmaður, rithöfundur og gagnrýnandi og tók þátt í stjórnmálaumræðu síns tíma. Eftir hana liggja fjölmörg verk af ýmsum toga. Í bókinni eru greinar sem gefa innsýn í ævistarf hennar, um 100 myndverk sem sum hafa aldrei komið fyrir augu almennings áður, brot úr bréfum og ýmiss fróðleikur um ævi Drífu og störf.
How to curse, swear and talk trash in Icelandic
Frasabók með blótsyrðum fyrir fólk af erlendum uppruna sem vill læra að tala kjarnyrta íslensku. Þessi handbók er uppfull af dónalegum blótsyrðum, fyndnum klúryrðum, töff slangri, minna töff slangri, helling af óþarfa upplýsingum og heilmörgum hljóðdæmum.
Í bókinni er varpað ljósi á þróun þéttbýlis á Eyrarbakka á tímabilinu 1878–1960 en ætla má að um 300 hús hafi staðið um lengri eða skemmri tíma á Bakkanum á því árabili en aðeins um 120 þeirra standa enn.
Í janúar 2012 berst Eiríkur Jóhannsson klukkustundum saman fyrir lífi sínu einn í hamfarasjó í Noregshafinu. Hér er einnig greint frá því sem aldrei hefur komið fram áður að áhafnir tveggja björgunarþyrlna lenda í aðstæðum sem eiga sér enga hliðstæðu - litlu munar að þær komist ekki aftur heim til Noregs.
Saga Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1975–2025
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti markaði tímamót í íslenskri skóla- og menntasögu, upphaf hans einkenndist af stórum draumum og fögrum fyrirheitum en líka erfiðleikum og átökum. Sjónum er beint að námi, kennslu og starfsfólki en ekki síst litríkum og afar fjölbreyttum nemendahópi sem hefur alla tíð sett mark sitt á skólabraginn í 50 ára sögu FB.
Blómplöntur á Íslandi
Hér er fjallað um íslenskar blómplöntur í máli og myndum, að undanskildum grasleitum plöntum, sem hafa óveruleg blóm. Lýst er um 300 tegundum, sem hér hafa vaxið frá alda öðli, og rakin saga þeirra, þ.e. nýting, nöfn o.fl. Auk þess er getið um 240 tegunda, sem hafa numið hér land á síðustu einni og hálfri öld, eða hafa verið hér lengi í ræktun.
Gleði og sorgir í Hornbjargsvita
Harmþrungnar, glaðbeittar og sumpart ævintýralega fjarstæðukenndar frásagnir af fólki sem átti það sameiginlegt að velja sér búsetu á einum afskekktasta og harðbýlasta stað landsins. Fólkið í vitanum er samfelld saga vitavarða og fjölskyldna þeirra í Hornbjargsvita í 65 ár. Brjóstamjólk út í kaffið. Kýrin sem þjáðist af heimþrá oig músa...
Í árbók FÍ 2025 er ítarleg umfjöllun um nærri 100 fuglaskoðunarstaði víðsvegar á landinu. Einnig er sagt frá fuglaskoðun sem áhugamáli, fuglaljósmyndun og sögu hennar, þátttöku almennings í fuglavísindum og fuglaskoðun eftir árstíðum. Í bókinni eru yfir 400 ljósmyndir af fuglum og fuglastöðum.