Niðurstöður

  • Fræðibækur

Af ein­skærri Sumar­gleði

Sögur frá litríkum skemmtanaferli

Hér segir Ómar á bráðsmellinn hátt frá árunum með Sumargleðinni, sem hann stofnaði með Ragnari Bjarnasyni söngvara. Þeir ferðuðust um landið sumrin 1971–1985 og héldu uppi söng, gríni og gleði. Einnig rekur Ómar upphaf ferils síns og segir frá skemmt­ana­lífinu á Íslandi áður fyrr; revíunum, héraðs­mót­unum og ekki síst samferðafólki sínu.

Agent Fox in Iceland

136 things to know before coming to the island

Í þessari teiknimyndabók sinni, lætur hin pólska Weronika Lis, refinn sinn, Agent Fox, kanna ýmsar staðreyndir um Ísland. Refurinn er fullur af húmor og jákvæðu hugarfari. Í bókinni, sem er skrifuð á ensku, gerir Agent Fox grein fyrir því hve ófyrirsjáanlegt Ísland getur verið. Tilvalin gjöf fyrir erlenda vini eða ættingja, hérlendis og erlendis.

Allt í blóma

Stofublómarækt við íslenskar aðstæður

Falleg pottablóm eru dásamleg. Þau gera heimilin okkar hlýlegri, veita gleði og fegra umhverfið. Í Allt í blóma fræðir fremsti garðyrkjumaður okkar, Hafsteinn Hafliðason, blómaunnendur um hvaðeina sem skiptir máli af sínu alkunna listfengi. Hafsteinn hefur lengi glatt fylgjendur Facebook-grúppunnar Stofublóm, inniblóm, pottablóm og gerir það svo sannarl...

Almanak Háskóla Íslands 2022

Auk dagatals flytur almanakmið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, átta-vitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir helstu tímabelti heimsins. Einnig er Yfirlit um hnetti himin- geimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálf-stæðra ríkja o.fl. Af nýju efni má ne...

Almanak HÍÞ ásamt árbók

Auk dagatals flytur almanakmið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, átta-vitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir helstu tímabelti heimsins. Einnig er Yfirlit um hnetti himin- geimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálf-stæðra ríkja o.fl. Af nýju efni má ne...

Andardráttur

Forn list endurvakin

Öndun er mikilvægasti þáttur heilsu okkar en þó höfum við tapað hæfileikanum að anda rétt. Blaðamaðurinn James Nestor sýnir okkur að smávægilegar breytingar á öndun geta lengt lífið, eflt þrek og þol, endurnært líffærin og komið í veg fyrir hrotur, astma og ýmsa sjúkdóma. Metsölubók New York Times og Sunday Times. Bók ársins hjá Washington Post.

Andlit á glugga

Úrval íslenskra þjóðsagna með skýringum

Safn íslenskra þjóðsagna og ævintýra með nútímastafsetningu og ítarlegum orðskýringum. Í bókinni eru um 60 sögur þar sem lýst er ástum og grimmum örlögum, heimsku og útsjónarsemi, hugrekki og hryllingi.

Andvari 2021

Aðalgrein Andvara 2021 er æviágrip Hermanns Pálssonar, prófessors í Edinborg, eftir Torfa H. Tulinius. Einnig er minnst þess að Hið íslenska þjóðvinafélag er nú 150 ára. Arnór Gunnar Gunnarsson sagnfræðingur ritar grein um síðustu 50 árin í sögu félagsins. Aðrar greinar í heftinu eru eftir Guðrúnu Nordal, Birnu Bjarnadóttur, Hauk Ingvarsson, Þórdísi Eddu Jóhannesdóttur, Kristín...

Arfur aldanna I

Handan Hindarfjalls

Hér er fyrsta bindi af fjórum í ritröðinni Arfur aldanna en ritröðin fjallar um fornaldarsögur, uppruna þeirra, útbreiðslu og einkenni. Í þessi bindi er dregin upp heildarmynd af efnivið sagnanna í evrópsku samhengi utan Norðurlanda fram að ritunartíma þeirra á Íslandi á 13. og 14. öld. Einkum og sér í lagi er sótt í annála og aðrar fornar sagnfræðiheimildir en einnig söguljóð ...

Arfur aldanna II

Norðvegur

Norðvegur er annað bindi af fjórum í ritröðinni Arfur aldanna sem fjallar um fornaldarsögur, uppruna þeirra, útbreiðslu og einkenni. Í þessu bindi er dregin upp heildarmynd af efnivið sagnanna í norrænu samhengi fram að ritunartíma þeirra á Íslandi á 13. og 14. öld. Einkum er stuðst við fornminjar á borð við myndsteina, rúnasteina, útskurð í tré og vefnað en við sögu k...

Áfangastaðir – í stuttu máli

Ritröð í félagsvísindum

Hér er sjónum beint að áfangastöðum ferðamanna og hvernig þeir mótast. Viðfangsefnið er tekið til gagnrýninnar skoðunar og rýnt í kvikt samband menningar og náttúru við tilurð ferðamannastaða. Bókin á erindi við alla sem sinna ferðaþjónustu og skipulagi ferðamála og sýnir hvernig hægt er að hugsa um samband ferðaþjónustu og samfélaga með nýjum hætti.

Á fjarlægum ströndum – tengsl Spánar og Íslands í tímans rás

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Safn greina eftir 14 höfunda um samskipti Spánar og Íslands í tímans rás. Sagt er frá ferðum um Jakobs-veginn fyrr og nú, hvalveiðum Spánverja við Íslandsstrendur, gömlum orðasöfnum, saltfisksölu, íslenskum sjálfboðaliðum í spænsku borgarastyrjöldinni, íslenskum gítarnemum, sólarlandaferðum, spænskukennslu á Íslandi, þýðingum bókmenntaverka o.fl. Einnig eru minningabrot Spánver...

Á réttri leið

Uppbygging og þróun í málefnum fatlaðra á Norðurlandi eystra 1959 – 1996

Raktar eru hugmyndir um þjónustu við fólk með þroskahömlun á 20 öld og breytingar á þeim við aldarlok. Í forgrunni er Vistheimilið Sólborg á Akureyri og starfsemi þess. Heimilið var lagt niður þegar barátta fyrir réttarbótum til handa fötluðum hafði skilað sér í auknum réttindum þeirra og sjálfstæði. Tími hinna stóru altæku stofnana var að líða undir lok.

Ástusögur: Líf og list Ástu Sigurðardóttur

Eftir rithöfundinn og myndlistarkonuna Ástu Sigurðardóttur liggur fjöldi smásagna, ljóða og myndverka. Með verkum sínum braut hún blað í íslenskri bókmenntasögu. Hún var með fyrstu íslensku módernísku höfundunum og skrifaði um ýmis málefni sem tengjast reynsluheimi kvenna og sem legið höfðu; og liggja jafnvel enn; í þagnarhjúpi, til dæmis nauðganir, ofbeldi, fátækt, fordóma og ...

Á sviðsbrúninni

Hugleiðingar um leikhúspólitík

Í þessum hugleiðingum um leikhúspólitík rifjar Sveinn Einarsson upp starf sitt í leikhúsum, óperuhúsum og sjónvarpi undanfarna áratugi. Hann veltir fyrir sér aðferðafræði og vinnubrögðum leikstjórans og samvinnunni við leikskáld, tónskáld, leikara, söngvara, höfunda leikmynda, búninga og ljósa ásamt öðrum sem koma að því að skapa sviðslistaverk.

Banvæn mistök í íslenska heilbrigðis­kerfinu

Hvernig lifir móðir slíkan missi?

Bók Auðbjargar byggir á sjúkraskrám og dagbókum en í henni er rætt um fagleg og ófagleg viðbrögð við alvarlegum mistökum í meðferð sjúklinga, en einnig hvernig móðir getur lifað af missi og mætt viðbrögðum kerfisins. Saga Jóels Gauts (1999–2001) á erindi við alla þá sem tengjast heilbrigðiskerfinu, starfsfólk þess, sjúklinga og aðstandendur.

Bestu gamanvísurnar

Ragnar Ingi Aðalsteinsson hefur undanfarin ár safnað saman úrvalsvísum af ýmsum toga sem eiga það sameiginlegt að vera fyndnar, frumlegar, furðulegar eða allt þetta. Sumar vísurnar leika á hvers manns vörum, aðrar eru alveg nýjar og óbirtar. Í upphafi bókarinnar er stórskemmtilegt ágrip um helstu gamanvísnahöfunda þjóðarinnar. Stórskemmtileg bók.

Birgir Andrésson

Í íslenskum litum

Birgir Andrésson (1955–2007) var í senn þjóðlegastur og alþjóðlegastur íslenskra listamanna. Úr uppdráttum af torfbæjum, hestalýsingum, flökkurum og neftóbaksfræðum bjó hann til verk sem segja öllum íbúum heimsins sannleikann um sig sjálfa. Árum saman skráði Þröstur Helgason hnyttni hans og heimspeki, uppvaxtarsögur af Blindraheimilinu og frásagnir af vopnabræðrum í listinni. Þ...