Fræðirit, frásagnir og handbækur

Árangursríki stjórnandinn

Í Árangursríka stjórnandanum segir að stjórnendum sé fyrst og fremst ætlað að koma réttu hlutunum í verk. Það þýðir einfaldlega að ætlast er til þess að þeir séu árangursríkir í starfi. Árangursríkir stjórnendur hafa jafn mikinn tíma og aðrir en þeir nýta tímann betur og kunna að forgangsraða. Bókin gagnast öllum sem bera ábyrgð í starfi.

Betri líðan á breytingaskeiði

Heilnæmt mataræði og girnilegar uppskriftir

Konur geta hamið einkenni breytingaskeiðs og aukið lífsgæði sín með því að huga vel að daglegu mataræði. Hér er að finna ráðgjöf um næringu og venjur sem koma jafnvægi á hormón, styrkja bein og vöðva og hafa jákvæð áhrif á geðheilsu. Lífsstíls- og næringarráðgjöf með yfir áttatíu ljúffengum uppskriftum sem auka orku og vellíðan á breytingaskeiði.

Blóðsykursbyltingin

Komdu jafnvægi á blóðsykurinn og breyttu lífi þínu

Með því að ná stjórn á blóðsykrinum má bæta andlega og líkamlega heilsu sína umtalsvert, því sykursveiflur hafa mikil áhrif á líkamann og geta ráðið úrslitum um þróun alvarlegra sjúkdóma. Hér gefur „glúkósagyðjan“ Jessie Inchauspé tíu einföld og aðgengileg hollráð til þess að jafna blóðsykurinn ‒ án þess að hætta að borða það sem manni þykir best!

Ekki staður fyrir aumingja

Sönn saga um afbrigðilegheit, pyntingar og samfélagshreinsun

Vorið 1999 var lögreglan kölluð að gömlum og yfirgefnum banka í bænum Snowtown i Ástralíu í tengslum við rannsókn á dularfullum mannshvörfum. Í hvelfingu bankans reyndust vera sex tunnur fylltar sýru með líkamsleifum átta einstaklinga.Fýlan í hvelfingunni var svo megn að lögreglumennirnir þurftu öndunarbúnað til að athafna sig.

Rangárþing - Safn til sögu Landnám í Rangárþingi

Fjallað er um það þegar 43 landnemar settust að í Rangárþingi fyrir um 1100 árum. Umfjöllunarefnin eru: hvernig land sýslunnar mótaðist jarðsögulega, gróður á landnámsöld, hellar í sýslunni, skip landnema og hvað var flutt, hvernig fólkið kom sér fyrir, lífsafkomu þess, búfénað, trúariðkanir og mótun stjórnsýslu og valdakerfis.

Líkaminn geymir allt

Hugur, heili, líkami og batinn eftir áföll

Áföll geta haft gríðarleg áhrif á andlega líðan, tilfinningar, skynjun og félagsfærni, fjölskyldur þolenda og jafnvel næstu kynslóðir, en um leið víðtækar afleiðingar fyrir heilsuna. Í þessari heimsþekktu bók eru raktar sláandi staðreyndir um eftirköst áfalla og kynntar leiðir til bata sem reynst hafa skilvirkar til að lækna huga, heila og líkama.

Lítil bók um stóra hluti

Hugleiðingar

Hér tekst höfundur á við stórar spurningar á sinn hátt. Stundum með stríðnislegu glotti eða blíðu brosi, stundum með ögrandi og nýstárlegum hugmyndum og stundum með alvöruþunga og skarpri sýn. Þórunn er fundvís á óvæntar tengingar, hispurslaus og fyndin, angurvær og ljóðræn, margbrotin og einlæg, hún sjálf, engri lík.

Mold ert þú

Jarðvegur og íslensk náttúra

Moldin fæðir og klæðir jarðarbúa og hún miðlar jafnframt ferskvatni um vistkerfi. Skilningur á náttúrunni og hvernig hún bregst við álagi vegna athafna mannsins á jörðinni krefst þekkingar á jarðvegi. Jarðvegur á Íslandi er einstakur á heimsvísu, frjór en viðkvæmur, því aðstæður fyrir þróun hans hérlendis eru afar sérstakar.