Fræðirit, frásagnir og handbækur

Alþýðuskáldin á Íslandi

Saga um átök

Í þessu metnaðarfulla fræðiriti er rakin baráttusaga alþýðuskáldanna á Íslandi frá því að skörp skil voru sett milli þeirra leiku og hinna lærðu sem töldu sig hafa öðlast betri smekk á ljóðlist. Lengi geisuðu mikil og oft heiftúðug átök um rímur en hjöðnuðu þegar mörg lærð skáld og menntamenn gerðu sér grein fyrir gildi þessarar skáldskapargreinar.

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Andkristur

Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche er og verður óþekktarormur evrópskrar heimspeki. Andkristur er eitt síðustu verka hans og sameinar marga helstu kosti hans (og galla) í eldskarpri greiningu sem kallast á við niðursallandi yfirlýsingar. Ritið gefur þó fyrst og fremst einstaka innsýn í gagnrýni hans á kristindóminn og evrópska siðmenningu.

Andlit til sýnis

Á safni á Kanaríeyjum finnast brjóstafsteypur frá 19. öld af fólki frá ólíkum heimshornum. Þær endurspegla kynþáttahyggju og rányrkju nýlenduvelda fyrri tíma og áhuga Evrópubúa að stilla upp líkömum til fróðleiks og skemmtunar. Þ.á m. eru brjóstmyndir sjö Íslendinga. Ríkulega myndskreytt frásögn af Íslendingunum og nokkrum öðrum einstaklingum.

Auto museums of Iceland

Íslensk bílasaga er einstök. Í þessari nýju bók er sögu bílanna á þremur helstu fornbílasöfnum landsins gerð ítarleg skil í máli og myndum. Rakinn er ferill bílanna hér á landi og gerð grein fyrir eigendum þeirra. Bókina, sem gefin er út á ensku, prýðir ógrynni vandaðra ljósmynda – Þetta er ómissandi bók fyrir alla bílaáhugamenn.

Ayurveda

Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld. Leiðarvísir um indversku lífsvísindin.

Ayurveda, lífsvísindin búa yfir mikilli speki um heilsu, lífsstíl og samhljóm alls. Í bókinni er útskýrt hvernig hægt er að læra á tungumál líkamans. Læra hvernig á að bregðast við þegar einkenni gera vart við sig áður en saklaus veikindi þróast yfir í erfiða sjúkdóma. Þessi bók setur þig í bílstjórasætið í eigin heilsu og kennir þér að keyra.

Á elleftu stundu

I den ellevte time

Í yfir þúsund ár voru torfhús helstu híbýli Íslendinga. Á 8. áratug síðustu aldar ferðuðust danskir arkitektanemar um landið og mældu upp og teiknuðu einstakan byggingarstíl íslenskra torfhúsa og annarra bygginga sem hætt var við að féllu í gleymskunnar dá. Ríkulega myndskreytt bók sem veitir innsýn í fjölbreytta íslenska byggingararfleifð.

Árangursrík stjórnun

Gæði - Viðhald - Heilbrigði og öryggi á vinnustað

Tímabær bók um árangursríka stjórnun. Í henni er leitast við að kynna fyrir lesandanum margvísleg viðfangsefni á sviði stjórnunar sem skipta máli í nútíð og framtíð, ekki síst hvað varðar málm- og véltækni. Allmörg verkefni fylgja bókinni sem er bæði ætluð fyrir nemendur á framhaldsskólastigi og almenna lesendur.

Betri líðan á breytingaskeiði

Heilnæmt mataræði og girnilegar uppskriftir

Konur geta hamið einkenni breytingaskeiðs og aukið lífsgæði sín með því að huga vel að daglegu mataræði. Hér er að finna ráðgjöf um næringu og venjur sem koma jafnvægi á hormón, styrkja bein og vöðva og hafa jákvæð áhrif á geðheilsu. Lífsstíls- og næringarráðgjöf með yfir áttatíu ljúffengum uppskriftum sem auka orku og vellíðan á breytingaskeiði.

Blóðsykursbyltingin

Komdu jafnvægi á blóðsykurinn og breyttu lífi þínu

Með því að ná stjórn á blóðsykrinum má bæta andlega og líkamlega heilsu sína umtalsvert, því sykursveiflur hafa mikil áhrif á líkamann og geta ráðið úrslitum um þróun alvarlegra sjúkdóma. Hér gefur „glúkósagyðjan“ Jessie Inchauspé tíu einföld og aðgengileg hollráð til þess að jafna blóðsykurinn – án þess að hætta að borða það sem manni þykir best!