Fræðirit, frásagnir og handbækur

Horfin athygli

Hvers vegna er svona erfitt að einbeita sér - og hvað er til ráða?

Það er staðreynd að börn og fullorðnir eiga æ erfiðara með einbeitingu: að lesa, læra og fást við flókin verkefni. En hver er ástæðan og hvað er til ráða? Hér er rýnt í þá ótal ólíku þætti í umhverfinu sem ræna okkur getu til djúprar og sjálfstæðrar hugsunar, með uggvekjandi afleiðingum. Einstaklega áhugaverð og læsileg metsölubók um brýnt málefni.

Í sama strauminn

Stríð Pútíns gegn konum

Í þessari beittu ritgerð fjallar Oksanen um kynferðisofbeldi sem helsta vopn rússneskrar heimsvaldastefnu undir stjórn Pútíns. Hún vísar í sína eigin fjölskyldusögu þegar hún greinir frá og fordæmir það kerfisbundna ofbeldi sem rússneski herinn hefur áratugum saman beitt andstæðinga sína og nágrannaþjóðir. Ekki vera skeytingarlaus, ekki líta undan.

Trúðu mér

Sönn saga af játningamorðingjanum Henry Lee Lucas

Sönn saga af játningamorðingjanum Henry Lee Lucas. Trúðu mér er áhrifamikil frásögn af einu undarlegasta og hryllilegasta glæpamáli í sögu Bandaríkjanna. Sumarið 1983 var Henry Lee Lucas handtekinn fyrir óleyfilega byssueign. Lögreglan grunaði hann um aðild að hvarfi tveggja kvenna og notaði tækifærið til að þjarma að honum.