Fræðirit, frásagnir og handbækur

Síða 1 af 5

Smárit stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur Al-Andalus

Saga múslima á Íberíuskaga

Sagan nær yfir níu alda viðveru múslima á Spáni og í Portúgal, frá 711 til 1614. Rakinn er uppgangur veldis þeirra, allt frá orrustum við Vestgota, til blómaskeiðs samfélags múslima á Spáni í borgunum Cordoba og Granada, og brottreksturs þeirra frá Spáni á árunum 1609–1614.

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Allt um ástina

Ástin er í meðförum bell hooks ekki aðeins óræð tilfinning sem kviknar og leikur lausum hala innra með okkur heldur uppspretta gilda sem ráða mannlegum samskiptum. Ástin er persónuleg en hún er líka stórpólitísk. Hún birtist í umhyggju, virðingu, heilindum og helgun og er óhugsandi án virkrar þátttöku og fullrar ábyrgðar.

Andvari 2025

150. árgangur

Aðalgrein Andvara 2025 er æviágrip Barða Guðmundssonar, þjóðskjalavarðar og alþingismanns, eftir Skafta Ingimarsson. Andvari hefur um áratugaskeið birt rækilegar greinar um látna merkismenn, einkum ef ævisaga viðkomandi hefur ekki verið rituð. Í grein sinni ræðir Skafti bæði störf Barða og fræðirit, m.a. rit hans um Herúla og u...

Önnur prentun 2025 Ayurveda

Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld. Leiðarvísir um indversku lífsvísindin.

Ayurveda lífsvísindin búa yfir mikilli speki um heilsu, lífsstíl og samhljóm alls. Í bókinni er útskýrt hvernig hægt er að læra á tungumál líkamans. Læra hvernig á að bregðast við þegar einkenni gera vart við sig áður en saklaus veikindi þróast yfir í erfiða sjúkdóma. Þessi bók setur þig í bílstjórasætið í eigin heilsu og kennir þér að keyra.

Barist fyrir veik hross

Frásögn úr grasrótinni

Nærri álveri í Hvalfirði mælast fjórföld flúorgildi í beinum hrossa miðað við hross af ómenguðum svæðum. Hér bjuggu foreldrar höfundar í hálfa öld með heilbrigðan bústofn. Eftir mengunarslys í álverinu sumarið 2006 tóku hross höfundar að veikjast og veikindin urðu viðvarandi. Eftirlitsstofnanir komu hrossunum ekki til hjálpar.

Drífa Viðar

Málari, rithöfundur, gagnrýnandi, baráttukona

Drífa Viðar (1920-1971) var myndlistarmaður, rithöfundur og gagnrýnandi og tók þátt í stjórnmálaumræðu síns tíma. Eftir hana liggja fjölmörg verk af ýmsum toga. Í bókinni eru greinar sem gefa innsýn í ævistarf hennar, um 100 myndverk sem sum hafa aldrei komið fyrir augu almennings áður, brot úr bréfum og ýmiss fróðleikur um ævi Drífu og störf.

Fjölbraut í 50 ár

Saga Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1975–2025

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti markaði tímamót í íslenskri skóla- og menntasögu, upphaf hans einkenndist af stórum draumum og fögrum fyrirheitum en líka erfiðleikum og átökum. Sjónum er beint að námi, kennslu og starfsfólki en ekki síst litríkum og afar fjölbreyttum nemendahópi sem hefur alla tíð sett mark sitt á skólabraginn í 50 ára sögu FB.

Foldarskart

Blómplöntur á Íslandi

Hér er fjallað um íslenskar blómplöntur í máli og myndum, að undanskildum grasleitum plöntum, sem hafa óveruleg blóm. Lýst er um 300 tegundum, sem hér hafa vaxið frá alda öðli, og rakin saga þeirra, þ.e. nýting, nöfn o.fl. Auk þess er getið um 240 tegunda, sem hafa numið hér land á síðustu einni og hálfri öld, eða hafa verið hér lengi í ræktun.

Fólkið í vitanum

Gleði og sorgir í Hornbjargsvita

Harmþrungnar, glaðbeittar og sumpart ævintýralega fjarstæðukenndar frásagnir af fólki sem átti það sameiginlegt að velja sér búsetu á einum afskekktasta og harðbýlasta stað landsins. Fólkið í vitanum er samfelld saga vitavarða og fjölskyldna þeirra í Hornbjargsvita í 65 ár. Brjóstamjólk út í kaffið. Kýrin sem þjáðist af heimþrá oig músa...