Um Bókatíðindi

Bókatíðindi komu fyrst út árið 1890 undir nafninu Bókaskrá Bóksalafélagsins. Eldri rit eru nú aðgengileg á timrit.is, sjá hér: https://timarit.is/page/7916135

Ritið hét svo ýmist Bókaskrá Bóksalafélags Íslands eða bara Bækur allt fram til ársins 1986 þegar það kom út undir nafninu Íslensk bókatíðindi. Það var svo ekki fyrr en með útgáfu ársins 1995 að látið var nægja að nefna blaðið Bókatíðindi, líkt og það hefur verið kallað allar götur síðan ásamt ártali útáfuárs.

Þeir sem vilja skrá nýja titla inn á vefinn eru beðnir um að koma upplýsingum um nafn útgáfu eða útgefanda, kennitölu og símanúmer á netfangið fibut@fibut.is.