Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Síða 1 af 5

Janís og Kappi Af hverju dagurinn

Bækurnar fjalla um ævintýralegt hversdagslíf tveggja óvenjulegra vina. Janís er uppátækjasamur strákur sem elskar grímur og búninga. Vinur hans, Kappi, er ruslakarl sem hefur verið tjaslað saman. Janís bjó hann sjálfur til úr ýmsu dóti sem hann fann inni í herberginu sínu. Það þarf bara örlítið ímyndunarafl - þá gerast undraverðir hlutir!

Spæjarastofa Lalla og Maju Afmælisráðgátan

Í afmælisveislu Múhameðs Karat fer rafmagnið skyndilega af matsalnum og í niðamyrkrinu hverfur demantshálsfesti Barböru konu hans! Sem betur fer eru spæjararnir Lalli og Maja í veislunni – en hér er á ferð skúrkur sem svífst einskis. Spennandi ráðgáta með litmyndum á hverri opnu. Frábær bók fyrir þau sem vilja byrja að lesa sjálf.

Birtingur og símabannið mikla

Foreldrar Birtings eru í uppeldisátaki og ætla að taka af honum símann í sumar. Svo segja þau bara glottandi að hann geti keypt sér síma sjálfur ef þetta er svona hræðilegt (sem það er)! Birtingur safnar dósum, selur dót og lýgur smá … og platar smá … en svo er hann nappaður! Af bekkjarsystrum sínum, Aldísi og Birtu … og þá fyrst fer allt í rugl!

Brandarabíllinn

Lífið gengur sinn vanagang í Bjarkarey í Norðanhafi. Matti er í pössun hjá Hagbarði vitaverði og allt er með kyrrum kjörum þar til að uppfinningakonan Katarína Kristrós kemur í heimsókn á undarlegum bíl sem gengur ekki fyrir eldsneyti, heldur bröndurum. Brandarabíllinn er fyrsta bókin í sprenghlægilegum bókaflokki eftir Sváfni Sigurðarson.

Ævintýri Freyju og Frikka Drottningin af Galapagos

Hér segir frá ævintýraferð systkinanna Freyju og Frikka til Galapagoseyja með pöbbum sínum. Þar dvelja þau um borð í bátnum Drottningunni af Galapagos ásamt ferðalöngum frá öllum heimshornum. Brátt fara undarlegir atburðir að gerast og ljóst er að eitthvað gruggugt á sér stað um borð, eitthvað sem tengist sérstöku dýralífi eyjanna.

Ekki fá þér hamstur

Hræðilega skemmtileg saga fyrir krakka á öllum aldri. Hamstrar eru mjög sætir! Og alls ekki hættulegir! Tja, allir nema einn. Edda er nýflutt upp í sveit þegar hún eignast sætasta hamstur heims. En hann er frekar leiðinlegur. Og heldur fyrir henni vöku á nóttunni. Svo Edda gerir nokkuð mjög slæmt. Hún skilur búrið eftir opið svo hamsturinn týnist.

Fellihýsageymslan

Eru krakkar skyldugir til að biðja fullorðna um aðstoð við allt sem er spennandi, skemmtilegt eða krefjandi? 6. bekkingarnir og frændsystkinin Þórunn og Santiago lenda í óvæntum aðstæðum og taka málin í sínar hendur. Við tekur skrautlegt tímabil þar sem eini fasti punkturinn í tilverunni er sjónvarpsfréttaáhorf heima hjá ömmu og afa.

Fíasól og litla ljónaránið

Einu sinni var Fíasól á flandri og um það var skrifuð bók. En auðvitað var það ekki sagan öll. Mikilvægum staðreyndum var leynt. Ekkert var sagt frá fáránlegum leiðangri í skemmtigarð þar sem skuggalegt fólk og framandi dýr komu við sögu. Fíasól og fjölskyldan ætluðu að þegja yfir ævintýrinu en nú er kominn tími til að leysa frá skjóðunni.

Flóttinn á norðurhjarann

Það ríkir hungursneyð á Íslandi. Solla er nýorðin tólf ára þegar mamma hennar segir henni að til að lifa af þurfi þær að yfirgefa kotið sitt. Solla getur ekki ímyndað sér hvert þær geti flúið. Þær eiga engan að nema hvor aðra. Hvern ætlar mamma að biðja um hjálp? Og hvaða leyndarmál geymir hún sem Solla má ekki vita? Áhrifarík verðlaunabók.