Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Ljósaserían Algjör steli­þjóf­ur

Hver var þessi undarlegi hlutur sem krakkarnir fundu í kartöflugarðinum? Hvers vegna tók flugmaðurinn hann af þeim og lét þau fá lakkrískonfekt í staðinn? Hvernig eiga þau að endurheimta hlutinn? Spennandi, fyndin, vonandi dálítið fróðleg en samt aðallega ævintýralega hversdagsleg saga! Myndir eftir Þórarin Má Baldursson.

Allt er svart í myrkr­inu

Tinna er veðurteppt á sjúkrahúsi í litlum bæ úti á landi þar sem hún kynnist Dóru, dóttur yfirlæknisins. Drungalegir atburðir gerast þegar þær hætta sér inn á lokaða deild á sjúkrahúsinu. Fúllyndur hjúkrunarfræðingur eltir þær á röndum og áður en þær vita af eru þær flæktar inn í atburðarás sem reynist þeim lífshættuleg.

Bold-fjölskyldan verður villt

Fimmta bókin í hinni frábæru seríu um Bold-fjölskylduna. – Amma Ímamú kemur í heimsókn alla leið frá Afríku og er ekki skemmt þegar hún sér að Bold-fjölskyldan er farin að apa allt eftir mannfólkinu. Hún ákveður að breyta þessu og fá barnabörnin sín til að haga sér eins og alvöru híenur – jafnvel í skólanum. Og þá fyrst byrjar nú ballið ...

Orri óstöðvandi Draumur Möggu Messi

Loksins færðu að vita hvað Magga var valin í. Ekki nóg með það heldur ætlar Magga sjálf að segja þér frá því. Eða alveg þangað til hún lendir í sjúklega hræðilegum umboðsmönnum og ég þarf að bjarga málunum. Ég get alls ekki sagt þér meira án þessa að spilla fyrir lestrinum. En ef þér fannst MÖGGU MESSI BÓKIN skemmtileg þá áttu eftir að elska þessa.

Spæjarastofa Lalla og Maju Dýraráðgátan

Ráðgátubækurnar henta vel fyrir krakka sem vilja æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. Það ríkir neyðarástand í gæludýrabúð Víkurbæjar. Dýrin eru óútskýranlega slöpp en spæjararnir og dýravinirnir Lalli og Maja trúa því varla að einhver sé að eitra fyrir þeim! Ríkulega myndskreytt metsölubók.

Eldgos

Þegar lúsafaraldur brýst út í skólanum hans Kaktuss bregður leiðsögumaðurinn mamma hans á það ráð að taka hann með sér í vinnuna. Kaktusi þykir íslensk náttúra ekki jafn svakalega spennandi og hinum rútufarþegunum en hann skiptir snögglega um skoðun þegar hann rekur augun í eitthvað rauðglóandi í fjarska ...

Spæjarastofa Lalla og Maju Fótboltaráðgátan

Hörkuspennandi fótboltaleikur Víkurbæjar og Sólbakka stendur sem hæst þegar verðlaunabikarinn hverfur skyndilega. Lögreglustjórinn er sveittur í markinu og á erfitt með að leysa gátuna. Það kemur því í hlut spæjaranna Lalla og Maju að leggja lævísar gildrur fyrir þau grunuðu! Skemmtileg saga með bráðfyndnum litmyndum á hverri opnu.