Niðurstöður

  • Barnabækur - Skáldverk

Af hverju skín sólin ekki á mig?

Þessi fagurlega myndskreytta saga höfðar til barna og foreldra. Tóti litli á töfratúkall og einn daginn óskar hann sér að sólin skíni á hann því það er rigning í garðinum hans og við það nemur sólin staðar á himinhvolfinu. En það er aðeins ein sól og mennirnir á jörðinni verða að skipta henni á milli sín. Tilvalin bók til að lesa fyrir börnin og ræða á eftir.

Afinn sem æfir fimleika

Afinn sem æfir fimleika er æsispennandi saga fyrir hressa krakka. Hún fjallar um Tómas sem fylgir afa sínum eftir á fimleikamót og lendir í æsispennandi og stórhættulegum ævintýrum. Smári Hannesson skrifaði þessa sögu þegar hann var 11 ára gamall og fær hugarheimur barnsins að njóta sín í máli og myndum.

Artúr og álfa­prinsessurnar

minjagripur vandræða

Í konungshöll Paradísar býr Aldís drottning ásamt átján dætrum og einum syni. Frá því að prins Artúr man eftir sér hefur hann alltaf þráð að ganga á vit ævintýranna og þegar tvíburasysturnar Elddís og Ísdís þurfa að passa upp á litla bróður sinn, fara þær með hann í óvænt ferðalag að Heimsopinu. Þar gengur allt á afturfótunum en Artúr fær ósk sína uppfyllta.

Álfheimar

Bróðirinn

Pétur er nýfluttur heim frá París til að hefja nám í menntaskóla. Hann eignast strax vini í skólanum, þau Konál og Soffíu, og kynnist hinni fögru Dagnýju en litli bróðir hennar hvarf sporlaust tíu árum áður. Fljótlega áttar Pétur sig á að einhver fylgist með hverju skrefi hans. Og af hverju er Sæunn frænka alltaf að tala um álfasteina … álfar eru bara til í sögum – ekki satt? F...

Alexander Daníel Hermann Dawidsson

Bannað að eyðileggja

Alexander er með ADHD og það er allt í lagi – nema þegar lífið tekur upp á því að fara á hvolf. Bannað að eyðileggja er spennandi saga um Alexander og Sóleyju bekkjarsystur hans, litríku fjölskyldurnar þeirra, mömmuna sem er farin og bandbrjálaðan kennara. Áhrifamikil og skemmtileg saga eftir einn ástsælasta höfund landsins.

Bál tímans

Örlagasaga Möðruvalla­bókar í sjö hundruð ár

Ofan í læstri hvelfingu í Reykjavík eru varðveitt ómetanleg skinnhandrit sem voru skrifuð fyrir mörg hundruð árum. Eitt þeirra er Möðruvallabók. Hér segir hún sögu sína þar sem við sögu koma hetjur og skúrkar Íslandssögunnar og hvernig hún slapp aftur og aftur naumlega frá báli tímans. Bók sem öll fjölskyldan getur notið saman.

Björgum býflugunum

Binna er snjöll og sjálfstæð stelpa sem veit hvað hún vill. Hún og besti vinur hennar, hann Jónsi, eru uppátækjasamir krakkar. Í þessari bók langar Binnu að taka þátt í að bjarga plánetunni og fær frábæra hugmynd. En hvers vegna er Jónsi ekki sáttur? Bækurnar um Binnu eru góðar lestrarbækur fyrir 5 ára + með stóru letri og góðu línubili.

Blikur á lofti

Hvað á maður eiginlega að gera þegar maður er nýkominn frá lækni og búinn að fá verstu fréttir í heimi? Jú, það veit Henrik. Hann ætlar að bjarga heiminum! Henrik hefur í nógu að snúast og setur í gang mestu og trylltustu björgunaraðgerðir sem um getur! Bókin var tilnefnd í til Brageprisen og ARKs Barnabókaverðlaunanna 2018.

Boðskortið

Jónsi er hlédrægur strákur sem þarf að takast á við alls konar áskoranir, stundum með hjálp besta vinar síns, hennar Binnu B. Í þessari bók er Jónsa er ekki boðið í afmæli hjá Rebekku! Eru þau ekki vinir lengur? Bækurnar um Jónsa eru góðar lestrarbækur fyrir 5 ára + með stóru letri og góðu línubili.

Bold-fjölskyld­an í klípu

Bold-fjölskyldan býr í ósköp venjulegu húsi í ósköp venjulegu úthverfi – en hún er fjarri því að vera venjuleg fjölskylda ... Í hverfinu ríkir ró og friður þar til ótrúlega slægur refur fer að verða þar til mikilla vandræða. Fjórða bókin um Bold-fjölskylduna eftir breska grínistann Julian Clary – með frábærum teikningum á hverri síðu. Fyndnasta bók ársins!

Dagbók Kidda klaufa 14

Brot og braml

Kiddi klaufi er vinsælasti bókaflokkur heims, enda er Kiddi langskemmtilegastur og fær alla til að lesa, líka þá sem nenna því ekki. Foreldrar Kidda erfa mikla peninga og velta vöngum yfir því hvað þau eigi að gera við þá. Mamma Kidda vill endurinnrétta húsið en Kiddi er ekki sannfærður. Enda kemur margt skrítið í ljós þegar framkvæmdir við húsið hefjast.

Dagbók Kidda klaufa 15

Á bólakafi

Fjölskylda Kidda leggur upp í langt ferðalag á húsbíl. Eins og oft gerist hjá fjölskyldunni gengur allt á afturfótunum. Má líka segja að mikið vatnsveður einkenni þetta ferðalag enda allt á bólakafi! Bækurnar um Kidda klaufa eru metsölubækur um allan heim. Helgi Jónsson er margverðlaunaður fyrir þýðingar sínar á Kidda.

Dinna

Dinna í blíðu og stríðu

Þriðja og fjórða bókin í sænska bókaflokknum um Dinnu - sem er alltaf svo hamingjusöm! Bæði höfundur og myndskreytir hafa hlótið einróma lof og bækurnar verið þýddar á mörg tungumál. Myndir og texta lýsa á einfaldan og hlýjan hátt ævi og ævintýrum Dinnu, tilfinningum barns og mikilvægi vináttu.

Dreki í múmíndal

Hugljúf og falleg saga um síðasta drekann í veröldinni, sem múmínsnáðinn finnur í gruggugri tjörn. Drekinn glitrar sem gull, lifir á flugum og er ákaflega þrjóskur. Múmínsnáðinn þráir ekkert meira en að eiga dreka en drekinn kýs miklu frekar félagsskap Snúðs! Litríkar teikningar varpa töfraljóma á lífið í múmíndal.

Drengurinn sem dó úr leiðindum

Þegar foreldrar Kára Hrafns taka frá honum öll snjalltæki og afhenda honum í staðinn skærgulan farsíma sem hæfir bara risaeðlum, gerist það óumflýjanlega – hann hreinlega deyr úr leiðindum! Höfundur hlaut frábæra dóma fyrir fyrstu bók sína Sólskin með vanillubragði og þessi er ekki síðri.

Dýrasinfónían

Tónlist og textar í bundnu máli um dýr og hljóðfæri eftir hinn heimsþekkta metsöluhöfund og fyrrum tónlistarkennara Dan Brown, höfund Da Vinci-lykilsins.

Dinna

Eg var svo hamingjusöm ...

Þriðja og fjórða bókin í sænska bókaflokknum um Dinnu - sem er alltaf svo hamingjusöm! Bæði höfundur og myndskreytir hafa hlótið einróma lof og bækurnar verið þýddar á mörg tungumál. Myndir og texta lýsa á einfaldan og hlýjan hátt ævi og ævintýrum Dinnu, tilfinningum barns og mikilvægi vináttu.

Ekki opna þessa bók - ALDREI

Ekki opna þessa bók! Aldrei! Þessar frábæru bækur hafa slegið í gegn hjá börnum. Þær hvetja þau til að lesa áfram með öfugri sálfræði og gamansömum uppákomum. Bókaflokkurinn hefur verið tilnefndur af börnum tvö ár í röð sem bestu þýddu barnabækurnar.