Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Spæjarastofa Lalla og Maju Kappreiðaráðgátan

Allir krakkar þekkja Ráðgátubækurnar! Sjálfstæðar sögur sem henta vel fyrir spæjara sem vilja æfa lesturinn því að letrið er stórt, setningarnar eru stuttar og það eru skemmtilegar litmyndir á hverri síðu. Einn af öðrum detta hestarnir á kappreiðavelli Víkurbæjar úr leik og Lalli og Maja átta sig fljótt á að það er maðkur í mysunni.

Þín eigin saga Veiðiferðin

Þrumuguðinn Þór og jötunninn Hymir eru á leið í lífshættulega bátsferð. Þeir ætla að róa út á haf til að veiða sjálfan Miðgarðsorminn og ÞÚ ræður hvað gerist! Bækur Ævars Þórs þar sem lesandinn ræður ferðinni njóta mikilla vinsælda. Hér er komin stutt og litrík saga sem byggist á bókinni Þín eigin goðsaga og hentar byrjendum í lestri.