Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

Ég og Milla Allt í köku

Milla og Milla eru bestu vinkonur sem heita ekki aðeins sama nafni heldur eru jafn góðar í að finna upp á einhverju sniðugu. Þess vegna fjallar þessi bók um allt í senn undarlegar kökur, óperur, gerviaugu, Línu kennara, Bassa hund, Jónas stóra bróður, og heimsins fullkomnasta prump! Bráðskemmtileg og lifandi saga með stóru letri og hressum myndum.

Þín eigin saga Nýi nemandinn

Dag einn, þegar þú ert á leiðinni í skólann, rekstu á snareðlu sem felur sig í runna. Ætlar þú að flýja eða taka hana með þér í kennslustund? ÞÚ ræður hvað gerist! Þetta er tíunda bókin í þessum vinsæla bókaflokki þar sem lesandinn ræður ferðinni. Hér spinnur Ævar Þór þráð úr bók sinni Þitt eigið tímaferðalag.