Niðurstöður
- Barnabækur - Skáldverk
Ljósaserían
Algjör steliþjófur
Hver var þessi undarlegi hlutur sem krakkarnir fundu í kartöflugarðinum? Hvers vegna tók flugmaðurinn hann af þeim og lét þau fá lakkrískonfekt í staðinn? Hvernig eiga þau að endurheimta hlutinn? Spennandi, fyndin, vonandi dálítið fróðleg en samt aðallega ævintýralega hversdagsleg saga!
Spæjarastofa Lalla og Maju
Dýraráðgátan
Ráðgátubækurnar henta vel fyrir krakka sem vilja æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. Það ríkir neyðarástand í gæludýrabúð Víkurbæjar. Dýrin eru óútskýranlega slöpp en spæjararnir og dýravinirnir Lalli og Maja trúa því varla að einhver sé að eitra fyrir þeim. Hér þarf að spæja undir hverjum steini! Ríkulega myndskreytt metsölubók.
Hanni Granni dansari
Hanni granni dansari er sjötta bókin í sagnaflokknum vinsæla um Stellu og fjölskyldu hennar: mömmu klikk, pabba prófessor, ömmu best og ömmu Köben, bræðurna Sigga og Palla, og nýfæddu tvíburana, auk vinanna og Þórs, sem stundum er kærasti Stellu og stundum ekki. Nú fær Hanni granni loksins sína sögu og óhætt er að segja að níski nágranninn, sem er alveg að verða hluti ...
Bekkurinn minn
Hjólahetjan
Hjólahetjan fjallar um Jón Ingva sem lendir í vandræðum með hjólalásinn sinn þegar hann fer með pabba í vinnuna. Feðgarnir þurfa að redda málunum og lenda í óvæntri eftirför á leiðinni heim. Bekkurinn minn er bókaflokkur ætlaður byrjendum í lestri. Hver saga er sögð frá sjónarhorni eins nemanda en allar aðalpersónurnar eru saman í bekk í íslenskum grunnskóla. Lesandi fær því...
Sæskrímsli
Þér er boðið um borð í kafbát en hvert viltu sigla og hvað langar þig að rannsaka? Í þessari bók ræður þú hvað gerist, en mundu bara að ef sagan endar illa má alltaf reyna aftur því það eru mörg mismunandi sögulok. Bækur Ævars Þórs þar sem lesandinn ræður ferðinni njóta mikilla vinsælda. Hér er komin stutt og litrík saga sem byggist á bókinni Þín eigin undirdjúp og hen...