Náttúra, dýralíf og landshættir

Hjarta Íslands – Frá Hrísey til Fagradalsfjalls

Hjarta Íslands – Frá Hrísey til Fagradalsfjalls er þriðji og síðasti hluti stórvirkis Gunnsteins Ólafssonar og Páls Stefánssonar um Ísland. Gunnsteinn fléttar hér saman náttúrulýsingum, sögu, þjóðtrú og bókmenntum og Páll Stefánsson ljósmyndari sýnir allar sínar bestu hliðar, bæði á jörðu niðri og úr lofti.

In the Realm of Vatnajökull

A Companion on the Southern Ring Road

Ríki Vatnajökuls er einn fjölbreytilegasti hluti landsins. Í bókinni er vísað á ýmsa áhugaverða staði á leiðinni frá Kúðafljóti í vestri að Höfn í austri, bent á spennandi hjáleiðir og stungið upp á stuttum gönguferðum út frá þjóðveginum. Ítarlega er fjallað um jöklafræði landshlutans, jarðfræði, sögu og líffræði svæðisins. Á ensku.

Stiklur um undur Íslands

Við fylgjum eldhuganum Ómari Ragnarssyni, helsta baráttumanni okkar fyrir íslenskri náttúru, um perlur og stórbrotna staði þessa undralands sem Ísland er. Fetum í fótspor hans og ljósmyndarans Friðþjófs Helgasonar um fáfarnar slóðir, leynistaði sem þeir hafa heimsótt og svæði sem Ómar hefur sérstakt dálæti á. Ómar og Friðþjófur – stiklarar í 50 ár.