Náttúra, dýralíf og landshættir

Náttúruvá

Ógnir, varnir og viðbrögð

Margvísleg náttúruvá hefur fylgt landsmönnum frá upphafi en undanfarið hefur atburðum heldur fjölgað, meðal annars samfara áhrifum loftslagsbreytinga og auknum ágangi á landið. Bókin geymir ítarlegan fróðleik um hættur sem stafa af náttúrunni, fjallað er um forvarnir, ásamt skipulagi og uppbyggingu náttúruvarna. Hún varðar alla sem landið byggja.