Náttúra, dýralíf og landshættir

Forystufé og fólkið í landinu

Íslenskar sauðkindur eru fagrar og harðgerðar. En málið er ekki alveg svo einfalt. Þær geta verið tvenns konar: forystufé og annað fé. Forystufé hefur fylgt íslensku þjóðinni allt frá landnámi og hafa bændur í gegnum aldirnar notfært sér einstaka hæfileika þess. Hér er að finna aðgengilegan fróðleik og fjölda sagna um þessar sérstöku kindur.

Mold ert þú

Jarðvegur og íslensk náttúra

Moldin fæðir og klæðir jarðarbúa og hún miðlar jafnframt ferskvatni um vistkerfi. Skilningur á náttúrunni og hvernig hún bregst við álagi vegna athafna mannsins á jörðinni krefst þekkingar á jarðvegi. Jarðvegur á Íslandi er einstakur á heimsvísu, frjór en viðkvæmur, því aðstæður fyrir þróun hans hérlendis eru afar sérstakar.