Náttúra, dýralíf og landshættir

Fagrakort Fagra ferðamanna­kortið af Íslandi

The Beautiful Tourist Map of Iceland

Smári teiknaði þetta kort með eigin hendi. Á því eru flestir áfangastaðir ferðafólks sýndir. En líka landið á milli þeirra. Allt Ísland er fallegt, ekki bara frægu ferðamannastaðirnir. Sérstakar myndir af öllum bæjum og þorpum landsins eru á kortinu. Fyrir börn og fullorðna. Stærð korts: 84 x 119 sentimetrar. Fáanlegt bæði upprúllað og samanbrotið.

Foldarskart

Blómplöntur á Íslandi

Hér er fjallað um íslenskar blómplöntur í máli og myndum, að undanskildum grasleitum plöntum, sem hafa óveruleg blóm. Lýst er um 300 tegundum, sem hér hafa vaxið frá alda öðli, og rakin saga þeirra, þ.e. nýting, nöfn o.fl. Auk þess er getið um 240 tegunda, sem hafa numið hér land á síðustu einni og hálfri öld, eða hafa verið hér lengi í ræktun.

Laxá

Lífríki og saga mannlífs og veiða. Veiðistaðalýsingar í Mývatnssveit og Laxárdal

Veiðistaðalýsing fyrir Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal ásamt þáttum um lífríki, sögu og mannlíf við þessa merku silungsveiðiá. Frásagnir af merku fólki og náttúrufari árinnar sem nýtur alþjóðlegrar friðunar.