Barnabækur - Fræði- og handbækur

Árstíðir

Vinnubók

Verkefnabók ætluð þeim sem tileinka sér íslensku sem annað mál. Bókin styður við lestur og kennslu örsagnasafnsins Árstíðir sem notið hefur mikilla vinsælda og verið kennd á ýmsum skólastigum á Íslandi og erlendis. Efnið var unnið í samráði við nemendur og kennara í faginu og nýtist í sjálfsnámi jafnt sem grunn-, tungumála-, framhalds- og háskóla.

Ég þori! Ég get! Ég vil!

Þegar íslenskar konur höfðu svo hátt að allur heimurinn heyrði í þeim

Gullfalleg myndabók eftir verðlaunahöfundinn Lindu Ólafsdóttur um kvennafrídaginn 1975, þegar íslenskar konur tóku sér frí, gengu út af heimilum sínum, skólum og vinnustöðum og kröfðust jafnréttis og breytinga. Bókin hefur þegar komið út í Bandaríkjunum og hlotið afar jákvæðar viðtökur.

Fótboltastjörnur - Mbappé er frábær!

Lestu sögu frá uppvexti til atvinnumennsku. Þessi franski og frábæri framherji, sem fæddist í Bondy, úthverfi Parísar, hefur unnið hvern bikarinn af öðrum og hefur sannað sig sem ofurstjarna í fótboltanum hjá PSG og landsliðinu. Leyfðu vinum þínum að heyra lykiltölfræði Mbappé svo að þeir sjái af hverju... Mbappé er frábær!

Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina

Hér er sagt frá nokkrum brautryðjendum sem lögðu grunn að íslenskri listasögu. Lögð er áhersla á að kynna það fólk sem stundaði fyrst myndlist á Íslandi og lærði erlendis og eru hér aðeins fáir nefndir af þeim sem ruddu brautina. Margrét Tryggvadóttir, höfundur bókarinnar, hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar.

Langelstur á bókasafninu

Ætli draugar þurfi að tannbursta sig? hugsar Eyja en hristir svo höfuðið. Rögnvaldur er ekki draugur. Hann er bara með henni í anda, svona vinur sem hún getur hitt í huganum, hvenær sem hún saknar hans. Langelstur á bókasafninu er allt í senn lestrardagbók, þrautabók, litabók og bráðfyndin skáldsaga.

Marcus Rashford

Markaskorarinn með gullhjartað

Marcus Rashford er knattspyrnumaður á heimsmælikvarða og miklu meira en það. Hann skorar ekki aðeins mörk í öllum regnbogans litum heldur hefur hann einnig barist í þágu þeirra sem minna mega sín vegna fátæktar og sömuleiðis gegn kynþáttafordómum. Í þessari bók er saga Rashford rakin, innan vallar og utan.

Skemmtilegu dýrin

sem eru ægileg en líka hlægileg, fyndin og furðuleg, skondin og skrítileg en fyrst og fremst forvitnileg

Mennirnir eru skemmtilegir en dýrin eru ennþá skemmtilegri! Það er að minnsta kosti skoðun þeirra feðgina Veru og Illuga sem skín í gegn í þessari forvitnilegu bók um fjölbreytilegan hóp dýra sem eru alls staðar í kringum okkur. Þetta er bók fyrir dýravini á öllum aldri, stútfull af myndum, fróðleik og skemmtilegum sögum af dýrunum.