Barnabækur - Fræði- og handbækur

Ég þori, ég get, ég vil

Þegar íslenskar konur höfðu svo hátt að allur heimurinn heyrði í þeim

Gullfalleg myndabók eftir verðlaunahöfundinn Lindu Ólafsdóttur um kvennafrídaginn 1975, þegar íslenskar konur tóku sér frí, gengu út af heimilum sínum, skólum og vinnustöðum og kröfðust jafnréttis og breytinga. Bókin hefur þegar komið út í Bandaríkjunum og hlotið afar jákvæðar viðtökur.

Hetjur fyrri alda - Fjórar gleymdar fornsögur

Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík, handrita- og textfræðingur, hefur unnið til prentunar fjórar áður óaðgengilegar fornsögur, sem einungis eru til í handritum. Sögusviðið er fjölbreytt og sögurnar skemmtilegar. Rætur sumra þeirra ná langt aftur í aldir. Það er fengur í þessari bók fyrir alla sem unna fornsögum okkar Íslendinga.

Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina

Hér er sagt frá nokkrum brautryðjendum sem lögðu grunn að íslenskri listasögu. Lögð er áhersla á að kynna það fólk stundaði fyrst myndlist á Íslandi og lærði erlendis og eru hér aðeins fáir nefndir af þeim sem ruddu brautina. Margrét Tryggvadóttir, höfundur bókarinnar, hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar.

ÚPS! Mistök sem breyttu heiminum

Öll gerum við mistök. En í stað þess að svekkja okkur á því ættum við frekar að opna þessa bók og lesa okkur til um alls konar fólk sem gerði mistök sem leiddu til stórkostlegra hluta. Björguðu jafnvel mannslífum. Eða færðu okkur popp. Þriðja léttlestrarbókin í Vísindalæsisflokknum – með frábærum litmyndum Elíasar Rúna á hverri opnu.