Barnabækur - Fræði- og handbækur 0-18 ára

Bakað með Láru og Ljónsa

Lára og Ljónsi elska að hjálpa til í eldhúsinu og skemmtilegast af öllu er auðvitað að prófa sig áfram við bakstur. Hér eru fjölmargar ljúffengar uppskriftir eftir Sylvíu Haukdal bakara sem henta krökkum á öllum aldri, bæði fyrir hátíðleg tækifæri og hversdaginn. Bókina prýða fallegar ljósmyndir auk fjölmargra litríkra teikninga af Láru og Ljónsa.

Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum

Hér er sagt á lifandi og skemmtilegan hátt frá listamanninum Einari Jónssyni, Önnu konu hans, listaverkunum sem allt þeirra líf snerist um og safninu sem var eitt sinn bannað börnum. Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir bækur sínar sem henta bæði fyrir unga lesendur og eldri.

Hugmyndasmiðir: Frábær hugmynd!

Vilt þú vera hugmyndasmiður? Í þessari bók kynnist þú aðferðum við að hugsa skapandi, fá hugmyndir og láta þær verða að veruleika. Bókin fjallar líka um það hvers vegna hugmyndasmiðir eru mikilvægir fyrir framtíðina. Í gegnum verkefnið læra krakkar um nýsköpun, sem eflir frumkvöðlafærni þeirra og hvetur þau til að skapa lausnir fyrir framtíðina.

Vísindalæsi 5 Kúkur, piss og prump

Allt í náttúrunni er hluti af hringrás. Þú líka! Meltingin þín leikur nefnilega algjört lykilhlutverk þar. Heimurinn verður svo fallegur og forvitnilegur þegar við uppgötvum hvernig allt er tengt. Meira að segja kúkur, piss og prump verður bara … spennandi! Mögnuð bók úr hinum vinsæla Vísindalæsisflokki með litmyndum á hverri opnu.

Sigrún í safninu

Hér segir einn ástsælasti barnabókahöfundur þjóðarinnar, Sigrún Eldjárn, frá uppvexti sínum í Þjóðminjasafninu þegar faðir hennar, Kristján Eldjárn, var þjóðminjavörður. Hvernig er að alast upp í safni? Að eiga gæslukonur og beinagrindur að vinkonum og fá konunga í heimsókn? Söguna prýða einstakar myndir sem bera öll höfundareinkenni Sigrúnar.