Niðurstöður

  • Barnabækur - Fræðibækur og handbækur

100 myndskreytt­ir brandarar

Fimm brandarabækur og allar hafa þær slegið í gegn. En þessi er stærri og flottari, og nú í fyrsta skipti eru allir brandararnir myndskreyttir og í lit! Þetta eru jafn stór tíðindi og þegar litasjónvarpið kom fyrst til landsins! Þessi bók er happafengur fyrir káta krakka sem elska að hlægja.

Af hverju gjósa fjöll?

Þessi fróðlega bók, sem hér kemur út í nýrri útgáfu, geymir 40 spurningar og svör af Vísindavefnum um eldgos og eldvirkni. Öllum svörum fylgja skemmtilegar og skýrandi myndir og kort sýna helstu eldfjöll jarðar, flekaskil og íslenskar eldstöðvar, þar á meðal þá nýjustu: í Geldingadölum.

A World in Frag­ments:

Studies on the Encyclo­pedic Manuscript GKS 1812 4to

Bókin fjallar um íslenska alfræðihandritið GKS 1812 4to frá sjónarhornum ólíkra fræðigreina, þ. á m. handritafræði, stærðfræði og stjörnufræði.

Brandarar, gátur og þrautir

Brandararnir í þessari bráðsmellnu bók eru sprenghlægilegir, gáturnar leyna á sér og þrautirnar eru bæði laufléttar og þrælþungar. Þessi bók hittir því víða í mark!

5 mínútur

Draumaheimur

Sex myndskreytt sígild ævintýri og kvöldsögur. Hér kynnist þú sígildum persónum og ævintýrum þeirra. Einnig bíða þín hugljúf ævintýri, allt frá drekum sem ekki vildu fara að sofa til tígrisdýrsins sem gat ekki öskrað. Sögurnar eru fimm mínútna langar.

Glóandi límmiðar

Dýrin

Uppgötvaðu stórkostlegar staðreyndir um hin undraverðu dýr jarðarinnar og skoðum úr hverju við erum gerð! Hvernig starfar líkaminn? Glóandi límmiðar og fjöldi heillandi staðreynda um mannslíkamann og dýraríkið!

Fagurt galaði fuglinn sá

Dásamleg fuglabók með hljóðum sem á sér engan líka. Fuglar heimsins eru falleg og forvitnileg dýr. Þeir fljúga frjálsir um loftin blá og hver og einn syngur með sínu nefi. Í þessari bók kynnist þú fuglum af ýmsum tegundum og meira að segja hvers konar hljóð þeir gefa frá sér. Þú smellir á takkann, hlustar á hið fagra fuglagal og kvakar með.

Ferðalagið

Ferðalagið er uppbyggileg, fallega myndskreytt og skemmtileg styrkleikabók fyrir börn sem hafa áhuga á að kynnast sjálfum sér og styrkleikum sínum betur. Bókin er gagnvirk en það þýðir að á meðan að barnið les þá svarar það spurningum, gerir áhugaverð verkefni og safnar styrkleikakortum. Bókinni fylgja 63 styrkleikakort sérstaklega hönnuð með börn í huga.

Gagn og gaman I-II

Gagn og gaman var nær einráð við lestrarkennslu yngstu barna í hálfa öld. Bókin byggðist á hljóðaðferð við lestrarkennslu sem með þessari bók var innleidd í íslenskum skólum. Bækur þessar voru ófáanlegar um áratugi en hafa nú verið endurútgefnar, fyrst hvor í sínu lagi en nú í ár saman í einni skemmtilegri kilju.

Gleðiskruddan

dagbók fyrir börn og ungmenni sem eflir sjálfsþekkingu og eykur vellíðan

Gleðiskruddan er dagbók fyrir börn á aldrinum 6-15 ára sem byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Það er mikilvægt fyrir börn og ungmenni að hafa tækifæri til að efla sjálfsþekkingu sína sem hjálpar þeim um leið að takast á við verkefni og áskoranir daglegs lífs. Dagbókin telur 100 daga þar sem jákvæða inngripið þrír góðir hlutir er í forgrunni. Dögunum er skipt ...

Hvað veistu um tölvuleiki?

Hversu vel þekkirðu vinsælustu tölvuleikina? Í þessari bók er að finna fjölbreyttar spurningar fyrir alla tölvuleikjaspilara. Ungir spilarar eru á heimavelli þegar spurt er um nýjustu leikina en eldri spilarar fyllast fortíðarþrá þegar þeir rifja upp leiki sem umvöfðu æsku þeirra. Hvað er betra en að taka sér stutta pásu frá tölvuspilun og spreyta sig á þessum skemmtilegu spurn...

Hver er ég? Styrkleikar

Ása sem er 8 ára stelpa langar að læra um styrkleika. Mamma hennar kennir henni sniðugan leik með kórónur í ólíkum litum. Bókin er fyrir 6-12 ára börn til að læra að þekkja sig betur og finna styrkleikana sína. Höfundur er félags, náms- og starfsráðgjafi með MA diplómu í jákvæðri sálfræði. Dóttir hennar teiknaði myndirnar.

Íslandsbók barnanna

Falleg og fræðandi bók um flest það sem einkennir eldfjallaeyjuna okkar. Hér er fjallað í máli og myndum um fjörur og fjallstinda, sumarsól og vetrarmyrkur, náttúru og borgarlíf, sjávarþorp og sveitir – vetur, sumar, vor og haust. Bókin hlaut fjölda verðlauna þegar hún kom fyrst út og er nú loksins fáanleg að nýju.

Leikskólalögin okkar 2

Þessi skemmtilega tónbók geymir tuttugu sívinsæl sönglög sem óma dátt á leikskólum landsins og veita börnum gleði alla daga. Hún fylgir eftir Leikskólalögunum okkar, sem kom út fyrir nokkru og naut gríðarlegra vinsælda. Tónbækurnar okkar er yndislegur bókaflokkur eftir Jón Ólafsson sem slegið hefur rækilega í gegn á undanförnum árum.

Lærðu að skipu­leggja og gera áætlanir

Ef þú ert fær í að skipuleggja og gera áætlanir gengur allt betur í lífinu. Og vittu til – þessi færni hjálpar þér líka við að ná markmiðum þínum! Bókin er full af dæmum, verkefnum og ýmsu skemmtilegu og getur hjálpað þér að skapa góðar venjur, skipuleggja dótið þitt, hafa stjórn á tíma, útbúa áminningar fyrir þig, búa til rútínur, koma hlutum í verk, skipuleggja verkefni og ma...

Glóandi límmiðar

Mannslíkaminn

Uppgötvaðu stórkostlegar staðreyndir um hin undraverðu dýr jarðarinnar og skoðum úr hverju við erum gerð! Hvernig starfar líkaminn? Glóandi límmiðar og fjöldi heillandi staðreynda um mannslíkamann og dýraríkið!

Reykjavík barnanna

Hér er stiklað á stóru um sögu Reykjavíkur, frá því áður en fyrstu íbúarnir tóku sér þar bólfestu og þar til hún varð sú fjölbreytta og líflega borg sem við þekkjum. Höfundarnir hlutu mikið lof fyrir Íslandsbók barnanna en hér beina þær kastljósinu að höfuðborg allra landsmanna, í bók sem er í senn listaverk og fróðleiksnáma fyrir alla fjölskylduna.

Skemmti­­kraftur­inn

Töfrabrögð, sirkusbrellur og grín

Hefur þig alltaf langað til að kunna töfrabrögð eða sirkuslistir? Áttu mörg systkini og finnst þú fá of litla athygli? Þá er þetta bókin fyrir þig! Lærðu 26 brögð og brellur sem slá í gegn, eins og að láta blýant hverfa, búa til ógeðslegt prumpuhljóð eða höggva gulrót í tvennt með peningaseðli. Bók sem færir ungum sem öldnum endalausa gleði og fjör.