Niðurstöður
- Barnabækur - Fræðibækur og handbækur
Spæjarastofa Lalla og Maju
Lærðu að reikna
Fjörlegar þrautabækur fyrir fróðleiksfúsa krakka sem vilja æfa sig að skrifa og reikna með aðstoð Lalla og Maju, spæjurunum frægu úr Ráðgátubókunum. Leystu þrautirnar, teiknaðu, litaðu og límdu límmiða. Bækurnar henta sérlega vel í aftursæti, á stofugólf, sundlaugabakka og undir sæng.
Spæjarastofa Lalla og Maju
Lærðu að skrifa
Fjörlegar þrautabækur fyrir fróðleiksfúsa krakka sem vilja æfa sig að skrifa og reikna með aðstoð Lalla og Maju, spæjurunum frægu úr Ráðgátubókunum. Leystu þrautirnar, teiknaðu, litaðu og límdu límmiða. Bækurnar henta sérlega vel í aftursæti, á stofugólf, sundlaugabakka og undir sæng.
Reykjavík barnanna
Hér er stiklað á stóru um sögu Reykjavíkur, frá því áður en fyrstu íbúarnir tóku sér þar bólfestu og þar til hún varð sú fjölbreytta og líflega borg sem við þekkjum. Höfundarnir hlutu mikið lof fyrir Íslandsbók barnanna en hér beina þær kastljósinu að höfuðborg allra landsmanna, í bók sem er í senn fróðleiksnáma og listaverk fyrir alla fjölskylduna. Bókin hlaut Fjöruve...
Vísindalæsi
Umhverfið
Mannkynið hefur breytt umhverfinu meira en nokkur önnur dýrategund. Hér segir af fólki sem gerði stórar uppgötvanir sem leiddu til lausna í umhverfismálum og bættu lífið á Jörðinni. Skemmtileg og hvetjandi léttlestrarbók í nýjum bókaflokki sem eflir vísindalæsi forvitinna krakka frá sex ára aldri. Bókin er prýdd fjölmörgum fjörlegum litmyndum.