Barnabækur - Fræði- og handbækur

Dýrin

sem eru ægileg en líka hlægileg, fyndin og furðuleg, skondin og skemmtileg en fyrst og fremst forvitnileg!

Þau eru ægileg, hlægileg, furðuleg og forvitnileg! Dýrin, eftir feðginin Veru Illugadóttur og Illuga Jökulsson. Bók stútfull af myndum, fróðleik og skemmtilegum sögum af dýrunum. Bráðskemmtileg, illvíg og ófrýnileg. Baneitruð, krúttleg, örsmá og risastór. Útdauð, ómissandi, ótrúleg og sprenghlægileg!

Dýrin okkar

Fræðandi afþreyingarbók

Þessi dýrmæta pláneta er heimili milljóna dýra. Loftslagsbreytingar, mengun og aðrar aðgerðir mannanna hafa áhrif á dýraríkið, en það er enn von! Í bókinni finnur þú verkefni, staðreyndir, teiknimyndasögu og límmiða, auk hvetjandi hugmynda um hvernig þú getur gert gagn heima hjá þér. Hjálpaðu okkur að bjarga dýrunum. Sameinuð skiptum við máli.

Jörðin okkar

Fræðandi afþreyingarbók

Þessi dýrmæta pláneta er heimili okkar. Loftslagsbreytingar, mengun og aðrar aðgerðir mannanna hafa áhrif á jörðina, en það er enn von! Í bókinni finnur þú verkefni, staðreyndir, teiknimyndasögu og límmiða, auk hvetjandi hugmynda um hvernig þú getur gert gagn heima hjá þér. Hjálpaðu okkur að bjarga jörðinni. Sameinuð getum við skipt sköpum.

Líkaminn

Fimm fræðandi gegnsæjar blaðsíður

Hefurðu einhvern tímann velt fyrir þér öllu því stórkostlega sem mannslíkaminn getur gert? Kíktu inn í mannslíkamann á frábærum gegnsæjum blaðsíðum! Lærðu um hin ólíku kerfi sem vinna saman til að halda þér á lífi og uppgötvaðu hvað beinagrindin, vöðvarnir, líffærin og skynjunin gera. Líkaminn er stórkostlegur, því skaltu búa þig undir ferðalag.

Spæjarastofa Lalla og Maju Lærðu að reikna

Fjörlegar þrautabækur fyrir fróðleiksfúsa 5–7 ára krakka sem vilja æfa sig að skrifa tölurnar og taka fyrstu skrefin í reikningi með aðstoð Lalla og Maju, spæjaranna frægu úr Ráðgátubókunum. Leystu þrautirnar, teiknaðu, litaðu og límdu límmiða. Bækurnar henta sérlega vel í aftursæti, á stofugólf, eldhúsborð og undir sæng.

Spæjarastofa Lalla og Maju Lærðu að skrifa

Fjörlegar þrautabækur fyrir fróðleiksfúsa 5–7 ára krakka sem vilja æfa sig að skrifa stafina og stafsetja einföld orð með aðstoð Lalla og Maju, spæjaranna frægu úr Ráðgátubókunum. Leystu þrautirnar, teiknaðu, litaðu og límdu límmiða. Bækurnar henta sérlega vel í aftursæti, á stofugólf, eldhúsborð og undir sæng.

Mannslíkaminn

Ævintýraferð um undraheima mannslíkamans. Mannslíkaminn er glæsileg bók þar sem lesendur kynnast ólíkum hlutum líkamans með því að lyfta upp alls kyns flipum. Á skýran og skemmtilegan hátt leiðir bókin okkur í gegnum vöðvana, taugarnar, æðakerfið, beinagrindina, meltingarkerfið, heilann, meðgönguna … Bók handa forvitnu fólki á öllum aldri.