Barnabækur - Fræði- og handbækur 0-18 ára

Hér má finna nýjar íslenskar fræðibækur fyrir börn og ungmenni um fornleifar og fótbolta, spendýr og stjörnufræði, gamanmál og goðafræði og margt fleira.

Síða 1 af 2

Allt um fótboltaheiminn

Búðu þig undir að fara í langa og spennandi fótboltaferð um rúm og tíma. Þú munt heimsækja allar heimsálfur fótboltans, skoða stærstu leikvangana, mæta á bestu leiki sögunnar, sjá frægustu mörkin, dást að stærstu stjörnunum og þú átt eftir að lesa margar ótrúlegar sögur frá öllum heimshornum. Góða skemmtun! 

Gerum samning

Gerum samning lýsir fjögurra skrefa ferli til að búa til og innleiða árangursríka samninga sem breyta hegðun á jákvæðan hátt. Fallega myndskreyttar sögur, sem þú getur lesið með barninu þínu, sýna hvernig fjölskyldur nota samninga til að það gangi betur í hversdeginum, til dæmis með háttatíma, systkinasamvinnu og samskipti innan fjölsky...

Hetjurnar á HM 2026

Bestu leikmenn heims undirbúa sig fyrir stærsta sviðið! HM karla 2026 verður stærra og glæsilegra en nokkru sinni fyrr. Hundruð frábærra fótboltamanna munu leggja sig alla fram fyrir land sitt og þjóð – en hverjir munu skara fram úr? Verður Haaland markakóngur? Verður Mbappé besti maður mótsins? Verður Lamine Yamal alheimsstjarna? Verður Messi með?

Leyndardómar Valþjófs­staða­hurðar­innar

Skemmtileg þrautabók um Valþjófsstaðahurðina og þær fjölmörgu sögur sem tengjast henni, svo sem myndasöguna sem skreytir hana, sögu timbursins og handverksins og fólksins sem umgekkst hana. Hurðin var í kirkjunni á Valþjófsstað í Fljótsdal í yfir 600 ár og hægt er að sjá eftirlíkingu af henni þar.

Liverpool

Nýr þjálfari, nýtt lið, nýir sigrar!

Eftir skemmtileg ár undir stjórn Klopps héldu flestir að nýr þjálfari þyrfti tíma til að setja mark sitt á liðið. Það var öðru nær. Arne Slot er strax kominn með frábært meistaralið. Snillingar eins og Salah og Van Dijk hafa aldrei verið betri og nú eru komnir nýir menn eins og Rios Ngumoha, Alexander Isak og Wirtz sem gera liðið enn sterkara.