Höfundur: Ívar Gissurarson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Draugaslóðir á Íslandi Símon Jón Jóhannsson Nýhöfn Íslendingar hafa lengi trúað á drauga. Sumar draugasögur eru hroðalegar og enda jafnvel með blóðsúthellingum en aðrar eru saklausari. Þeir sem deyja með voveiflegum hætti eða ósáttir er hættar við að ganga aftur og ást og hatur er því algengur hvati í draugasögum. Í bókinni eru um 100 draugasögur úr öllum landshlutum. Þeim fylgja myndir og kort.
Óskar var einmana um jólin Holly Webb Nýhöfn Hanna er ánægð með Óskar, hvolpinn sem hún eignaðist nýlega, og vildi helst alltaf vera hjá honum. Það getur Hanna hins vegar ekki vegna skólans og æfinga fyrir jólaleikritið þar. Á meðan Hanna er í burtu þá leiðist Óskari alveg óskaplega mikið – hann getur bara ekki skilið af hverju Hanna getur ekki verið meira hjá honum.