Niðurstöður

  • Viola Ardone

Barnalestin

Amerigo er sjö ára og býr í sárri fátækt með móður sinni í Napólí. Heimsstyrjöldinni er nýlokið og allt er í rúst. Fjölmörg börn úr borginni eru send til vetrardvalar norður í landi, þar sem ástandið er skárra. Sum snúa aldrei aftur. Ljúfsár og heillandi saga byggð á sönnum atburðum, um harða lífsbaráttu, fjölskyldubönd og neyðina sem markar fólki bás og örlög.