Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Áfangastaðir – í stuttu máli

Ritröð í félagsvísindum

  • Höfundar Gunnar Þór Jóhannesson og Katrín Anna Lund
  • Ritstjóri Ólafur Rastrick
Forsíða bókarinnar

Hér er sjónum beint að áfangastöðum ferðamanna og hvernig þeir mótast. Viðfangsefnið er tekið til gagnrýninnar skoðunar og rýnt í kvikt samband menningar og náttúru við tilurð ferðamannastaða. Bókin á erindi við alla sem sinna ferðaþjónustu og skipulagi ferðamála og sýnir hvernig hægt er að hugsa um samband ferðaþjónustu og samfélaga með nýjum hætti.