Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Arktúrus

Í slagtogi með tvíeykinu Krag og Náttfara lendir Grímur á plánetunni Raun sem hringsólar í kringum tvístirnið Arktúrus. Fljótlega kemur í ljós að ferðin býr yfir kynngimögnuðum tilgangi sem endar á ógleymanlegri opinberun. Arktúrus er brautryðjendaverk sem snertir á dýpstu rökum tilverunnar og telst ein merkasta neðanjarðarskáldsaga tuttugustu aldarinnar.