Banvæn mistök í íslenska heilbrigðis­kerfinu

Hvernig lifir móðir slíkan missi?

Bók Auðbjargar byggir á sjúkraskrám og dagbókum en í henni er rætt um fagleg og ófagleg viðbrögð við alvarlegum mistökum í meðferð sjúklinga, en einnig hvernig móðir getur lifað af missi og mætt viðbrögðum kerfisins. Saga Jóels Gauts (1999–2001) á erindi við alla þá sem tengjast heilbrigðiskerfinu, starfsfólk þess, sjúklinga og aðstandendur.