Bestu kleinur í heimi

Íslenskar kleinuuppskriftir og skemmtilegur fróðleikur um kleinur

Þær gleymast seint kleinurnar sem urðu til í eldhúsinu heima. Ingunn Þráinsdóttir hefur lengi safnað kleinuuppskriftum um allt land, og þær er nú að finna í þessari fallega myndskreyttu bók. Í bókinni eru 57 kleinuuppskriftir, gott sýnishorn af heimagerðum íslenskum kleinum. Auk uppskriftanna er í bókinni skemmtilegur fróðleikur um kleinur.