Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Borðum betur

Fimm skref til langvarandi lífsstílsbreytinga.

Í þessari fróðlegu og handhægu bók leiðir Rafn Franklín heilsuráðgjafi og þjálfari lesendur á markvissan hátt í gegnum 5 skref sem umbreyta mataræðinu. Breytingarnar stuðla að langvarandi heilbrigði og hjálpa þeim sem vilja haldast í kjörþyngd.

Rafn miðlar sinni þekkingu á einstakan hátt í bókinni auk þess sem girnilegar og heilnæmar uppskriftir fylgja.