Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Dótarímur

  • Höfundur Þórarinn Eldjárn
  • Myndhöfundur Þórarinn Már Baldursson
Forsíða kápu bókarinnar

Nýr rímnaflokkur handa börnum á öllum aldri. Rímurnar eru tíu talsins, hver og ein snýst um tiltekið dót eða leikföng. Þar gengur á ýmsu og flest reynist dótið frekar misheppnað. Allt þar til kemur að níundu rímu sem fjallar um bækur. Í beinu framhaldi kemur tíunda og síðasta ríman en þar birtist loks besta dót sem við eigum.