Ég brotna 100% niður

Niðurbrot og endurreisn, ásýnd og innihald, appelsínur og plastpokar – allt verður þetta Eydísi Blöndal að yrkisefni í skörpum myndum og snjöllum hugleiðingum. Hún hefur áður sent frá sér ljóðabækurnar Tíst og bast og Án tillits sem báðar vöktu mikla athygli og fyrir þá síðari hlaut hún tilnefningu til Maístjörnunnar.