Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Fáskrúðsfjarðarsaga I-III

Þættir úr sögu byggðar til ársins 2003

  • Höfundur Smári Geirsson
Forsíða bókarinnar

Í Fáskrúðsfjarðarsögu er fjallað um fjölmarga efnisþætti, s.s. þróun byggðarinnar, málefni hreppa, sjávarútveg, landbúnað, verslun, starfsemi mikilvægra stofnana og félags- og menningarmál. Þetta er þriggja binda verk og eru margir Fáskrúðsfirðingar, fyrr og nú kallaðir fram á sjónarsviðið. Fjölmargar myndir prýða bækurnar.

Fáskrúðsfjörður er nyrstur sunnaverðra Austfjarða, 17 kílómetrar á lengd og tignarlegum fjöllum girtur. Mannlífið við fjörðinn á sér merka sögu og reyndar náði Fáskrúðsfjarðarhreppur yfir á suðurströnd Reyðarfjarðar frá fyrstu tíð. Fáskrúðsfjarðarsaga I-III er mikilvægur þáttur í sögu Austurlands og landsins alls.