Fimm leiðir til að komast óhultur gegnum dimman skóg um nótt

ljóðaúrval

Roger McGough er eitt þekktasta núlifandi skáld Breta og hefur á rúmlega 50 ára ferli sent frá sér tugi ljóðabóka auk annarrra skáldverka. Upphaf ferils hans má rekja til útgáfu The Mersey Sound, ljóðaúrvals þriggja ungskálda sem kenndu sig ýmist við heimabæinn Liverpool eða fljótið Mersey sem rennur í gegnum borgina.
Ljóðin í þessu úrvali spanna að nokkru leyti allan feril skáldsins.