Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Flýgur tvítug fiskisaga

Fiskidagurinn mikli 2001-2020

Forsíða bókarinnar

Fjallað er um Fiskidaginn mikla, þá merkilegu og sérstæðu mannlífssamkomu á Dalvík, frá upphafi þar til veirufárið hjó skarð í gleðina. Ljósi er varpað á aðdragandann, gangverkið og það sem gerist framan við tjöldin og að tjaldabaki. Höfundur er brottfluttur Svarfdælingur og upplifði Fiskidagsfjörið sextán sinnum. Hann hefur því ríka reynslu af gestrisni heimafólks í Dalvíkurbyggð til að miðla af í bók.