Gilgames­kviða

Þetta ævaforna söguljóð um hetjukonunginn Gilgames er eitt elsta bókmenntaverk sem varðveist hefur. Höfuðstefið er mannlegar tilfinningar; einmanaleiki, vinátta, missir, hefnd, ótti við dauðann og leit að ódauðleikanum. Stefán Steinsson þýddi kviðuna og ritar ítarlegan eftirmála og skýringar.