Hittumst á Horninu

Hér er stiklað á stóru í sögu Hafnarstrætis 15, eins af elstu húsum Reykjavíkur, en að stærstum hluta fjallað í máli og myndum um matar- og menningarhúsið Hornið, fyrstu pizzeríuna á Íslandi. Þar hafa Jakob H. Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir staðið veitingavaktina ásamt fjölskyldu sinni í 42 ár og skapað líka ótal myndlistar- og tónlistarmönnum vettvang til að sýna, spila og syngja.