Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hittumst á Horninu

Forsíða bókarinnar

Hér er stiklað á stóru í sögu Hafnarstrætis 15, eins af elstu húsum Reykjavíkur, en að stærstum hluta fjallað í máli og myndum um matar- og menningarhúsið Hornið, fyrstu pizzeríuna á Íslandi. Þar hafa Jakob H. Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir staðið veitingavaktina ásamt fjölskyldu sinni í 42 ár og skapað líka ótal myndlistar- og tónlistarmönnum vettvang til að sýna, spila og syngja.