Hús og híbýli á Hvammstanga

Húsaskrá 1898-1972

Hvammstangi er þéttbýlisstaður sem byggðist upp á fyrri hluta 20. aldar sem aðalverslunar- og þjónustustaður fyrir Vestur-Húnavatnssýslu. Í bókinni rekur Þórður Skúlason þróun byggðar á Hvammstanga frá 1898 til 1972, sögu um 180 húsa á Hvammstanga -húsa sem enn standa og einnig þeirra sem hafa horfið af sjónarsviðinu í tímans rás. Sagan er krydduð með kátlegum mannlýsingum og fróðlegum lýsingum á mannlífi fyrri tíðar á Hvammstanga. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda af húsum og umhverfi, bæði gömlum og nýjum.