Lénið Ísland

Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra á 16. og 17. öld

Á 16. og 17. öld var Ísland lén í Danmörku og var rekstur þess og stjórnsýsla sambærileg við önnur lén innan danska ríkisins. En hverjir voru lénsmenn konungs á Íslandi og hvernig mótaðist stjórnsýslan? Hér birtist ný sýn á sögu þessa tímabils og stöðu Íslands innan danska ríkisins. Bókin er grundvallarrit um þetta áður lítt rannsakaða tímabil í sögu Íslands.