Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Mjálmar

  • Höfundar Eva Baldursdóttir, Eyþór Andri Sváfnisson og Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
  • Myndir Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
Forsíða bókarinnar

Tvíburarnir Mjálmar og Dagmar eru 5 ára. Þau eiga kött sem heitir Mjálmar sem er með skrautlegan þyrluhatt sem hann notar til þess að fljúga. Með honum lenda þau í mörgum ævintýrum.

Þau fara í kafbát, skoða skóga, hitta matarskrímsli og hjálpa leikföngum að eignast nýtt heimili.

Mjálmar er skapaður til þess að útskýra umhverfismál fyrir ungum börnum á einfaldan og aðgengilegan hátt í gegnum líflegar og skemmtilegar sögur.