Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ný menning í öldrunarþjónustu

  • Höfundur Sigrún Huld Þorgrímsdóttir

Hér er greint frá nýjum straumum innan öldrunarþjónustu. Aldraðir víða um lönd gera kröfur um að fá að njóta valfrelsis og sjálfræðis þrátt fyrir að þurfa á þjónustu að halda. Þróun öldrunarmála er hér rakin og sagt frá skrefum í þessa átt bæði í Bandaríkjunum og N-Evrópu. Sagt er frá þróun öldrunarmála á Íslandi og framtíðin skoðuð.