Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Raddir daganna

  • Höfundur Hannes Sigurðsson
Forsíða bókarinnar

Hannes byrjaði ungur að fást við ljóðagerð. Í fyrstu var kveðskapurinn aðallega lausavísur og gamanbragir en með árunum jókst fjölbreytnin uns eftir stóð þroskaður höfundur. Móðir jörð skipar hæstan sess í ljóðum hans, svo og mannleg náttúra og eðli lífs og tilveru sem hann setur gjarnan í spaugilegt samhengi. Hér er um fyrstu bók höfundar að ræða og hún er tuttugasta og fyrsta bókin í flokknum Austfirsk ljóðskáld.