Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Silfurfossar

  • Höfundur Einar Leif Nielsen
  • Lesari Unnsteinn Manuel Stefánsson

Kári er nýliði í lögreglunni á Hvolsvelli árið 2067. Tæknilegar framfarir hafa gert starfið tilbreytingarlítið og dauflegt. Allt breytist þegar Kári gengur óvænt inn á vettvang morðs á býlinu Silfurfossum og engin stafræn fótspor finnast. Kári og hin reynda Árný komast saman að því að ekki er allt sem sýnist, hvorki hjá heimilisfólki né hjá vélmennunum sem á býlinu starfa.

Árið 2067 taka glæparannsóknir skamman tíma vegna tæknilegra framfara. Kári er nýliði í lögreglunni á Hvolsvelli og starfið er fremur tilbreytingarsnautt. Það breytist þegar hann gengur óvænt inn á vettvang morðs á býlinu Silfurfossum. Morðingjanum virðist hafa tekist að afmá stafræn fótspor sín. Hin gamalreynda Árný verður bandamaður Kára í rannsókninni og saman komast þau að því að ekki er allt sem sýnist, hvorki hjá heimilisfólki né hjá vélmennunum sem á býlinu starfa. Válynd veður loka þau af á Silfurfossum og Kári og Árný lenda í kapphlaupi í tímann við að leysa málið.