Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Skurðpunktar

Heimsóknir til staða á Íslandi þar sem lengdar- og breiddarbaugar skerast

  • Höfundur Emil Hannes Valgeirsson
Forsíða bókarinnar

Um Ísland liggja ellefu lengdarbaugar og þrír breiddarbaugar sem skerast á 23 stöðum innan strandlengjunnar. Í bókinni heimsækir höfundur alla þessa skurðpunkta í máli og myndum en þeir gefa vissan þverskurð af landinu og náttúrufari þess. Staðirnir fá hér sinn sess sem fulltrúar hinnar almennu náttúru, sem ávallt er merkileg á sinn hátt.