Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Stafavísur

Lestrarnám í ljóði og söng

  • Ritstjórar Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Steinunn Torfadóttir
  • Myndhöfundur Dagmar Agnarsdóttir
Forsíða bókarinnar

Þessi bók er ætluð leikskólabörnum og yngstu nemendum í grunnskóla. Hún er gerð til að örva lestraráhuga barna og létta þeim fyrstu skrefin á brautinni til bóknáms. Hér er ný vísa um hvern staf og vísunum fylgja myndir og nótur ásamt gítarhljómum. Alls komu 34 hagyrðingar að vísnagerðinni og eru þær ortar undir fjölmörgum bragarháttum.