Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Útgáfa á aldarafmæli höfundar

Stóraborg

Staður mannlífs og menningar

Í tilefni af aldarafmæli Þórðar Tómassonar í Skógum kemur út einstök bók hans um bæinn Stóruborg undir Eyjafjöllum. Höfundur dregur fram nær aldarlangt samband sitt við staðinn og það hvernig landbrot sjávar og rannsóknir fræðimanna á því sem þar kemur í ljós opnar okkur sýn á Íslandssöguna. Stóraborg er 30. bók höfundar sem jafnhliða fræðistörfum byggði upp eitt vinsælasta forngripasafn landsins.