Stórfenglegasta undrið

Dag einn fær stúlka nokkur frábæra hugmynd - hún ætlar sér að skapa STÓRFENGLEGASTA UNDRIÐ! Hún er með skýra hugmynd um hvernig það á að virka og líta út, þetta verður ekkert mál! Verkefnið reynist þó flóknara en hún bjóst við í fyrstu. Snjöll, einlæg og skondin bók sem sýnir lesendanum gleðina sem fylgir bæði þrautseigju og sköpunargáfu. (4-8 ára)