Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Stórfenglegasta undrið

  • Höfundur Ashley Spires

Dag einn fær stúlka nokkur frábæra hugmynd - hún ætlar sér að skapa STÓRFENGLEGASTA UNDRIÐ! Hún er með skýra hugmynd um hvernig það á að virka og líta út, þetta verður ekkert mál! Verkefnið reynist þó flóknara en hún bjóst við í fyrstu. Snjöll, einlæg og skondin bók sem sýnir lesendanum gleðina sem fylgir bæði þrautseigju og sköpunargáfu. (4-8 ára)