Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Þetta verður langt líf

  • Höfundur Stine Stregen
  • Þýðandi Einar Steinn Valgarðsson
Forsíða bókarinnar

Danska listakonan Stine Stregen er þekkt í heimalandi sínu fyrir næmt auga, lipran penna og leiftrandi kímnigáfu. Í þessari myndasögubók varpar hún upp svipmyndum úr lífi unglingsstúlku, þar sem hún lýsir sorgum, gleði, áhyggjum og flækjum unglingsáranna. Allt frá hormónunum, félagsþrýstingnum og samfélagsmiðlunum til samskiptanna við eldri kynslóðina. Bráðskemmtileg bók fyrir alla núverandi og fyrrverandi unglinga.