Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Til hnífs og skeiðar

Greinasafn um íslenska matarmenningu

  • Ritstjórar Brynhildur Ingvarsdóttir og Örn D. Jónsson
Forsíða bókarinnar

Bókin hefur víða skírskotun, til almennings, áhugafólks um mat og matarmenningu jafnt sem fræðimanna. Fjallað er um færni, fjölbreytni og hugvit og hvernig íslensk matargerð og hérlendar aðstæður hafa skapað verðmæti sem koma sífellt á óvart, vekja athygli, jafnvel undrun eins og vöxtur og velgengni skyrsins er áberandi dæmi um.