Niðurstöður

  • Einar Leif Nielsen

Silfurfossar

Kári er nýliði í lögreglunni á Hvolsvelli árið 2067. Tæknilegar framfarir hafa gert starfið tilbreytingarlítið og dauflegt. Allt breytist þegar Kári gengur óvænt inn á vettvang morðs á býlinu Silfurfossum og engin stafræn fótspor finnast. Kári og hin reynda Árný komast saman að því að ekki er allt sem sýnist, hvorki hjá heimilisfólki né hjá vélmennunum sem á býlinu starfa.