Niðurstöður

  • Elmar Sæmundsson

Arktúrus

Í slagtogi með tvíeykinu Krag og Náttfara lendir Grímur á plánetunni Raun sem hringsólar í kringum tvístirnið Arktúrus. Fljótlega kemur í ljós að ferðin býr yfir kynngimögnuðum tilgangi sem endar á ógleymanlegri opinberun. Arktúrus er brautryðjendaverk sem snertir á dýpstu rökum tilverunnar og telst ein merkasta neðanjarðarskáldsaga tuttugustu aldarinnar.

Haf Tímans

Í byrjun 21. aldar leggur fjögurra manna áhöfn Ares af stað í fyrstu mönnuðu geimferðina til Mars. Á rauða hnettinum tekur við þeim óþekktur heimur, fullur af furðum og óvæntum uppgötvunum, ásamt Marsbúanum Tweel sem leiðbeinir ferðalöngunum í gegnum hættur og sögu plánetunnar. Haf Tímans er sígild vísindaskáldsaga frá meistaranum Stanley G. Weinbaum.