Höfundur: Haukur Ingvarsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu Orðspor Williams Faulkners í íslensku menningarlífi 1930-1960 Haukur Ingvarsson Sögufélag Í miðju kalda stríðinu heimsótti bandaríska Nóbelsskáldið William Faulkner Ísland og heillaði landsmenn. Hér er fjallað um bandarísku bylgjuna í íslensku menningarlífi um miðbik 20. aldar. Áhrifa hennar gætti þvert á flokkslínur en á bak við tjöldin hélt bandaríska leyniþjónustan um þræði. Bókin á erindi til alls áhugafólks um bókmenntir og sögu.
Menn sem elska menn Haukur Ingvarsson Forlagið - Mál og menning Einlæg og margræð, fyndin og átakanleg ljóð um karlmennsku og tilfinningar. Höfundur skoðar efnið í sögulegu og persónulegu ljósi, veltir fyrir sér vináttu og ást, hvernig tilfinningar mótast af hinu innra og ytra. Bókin skiptist í þrjá heildstæða bálka en er bundin saman af þemum, myndmáli og rödd sem talar bæði til lesandans og við hann.