Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Fegurðin ein

  • Höfundur Guðmundur Steingrímsson
Forsíða bókarinnar

Síðasta sýningin á söngleiknum um Fríðu og Dýrið. Anna dansari er í stuði í lokapartíinu – þar til bæði kærastinn og viðhaldið mæta. Hún tekur því fagnandi óvenjulegu verkefni fyrir auglýsingastofu: að fara til Tenerife og finna fallegt en venjulegt fólk í auglýsingar.

Grátbrosleg samtímasaga.

Síðasta sýningin á söngleiknum um Fríðu og Dýrið. Anna dansari er í stuði í lokapartíinu – þar til bæði kærastinn og viðhaldið eru mættir. Hún tekur því fagnandi óvenjulegu verkefni fyrir auglýsingastofu: að fara til Tenerife og finna fallegt fólk – en samt venjulegt fólk – til að birtast í auglýsingum um sólarlandaferðir. Enda kærkomið að losna frá flóknum kærastamálum og sóla sig aðeins í leiðinni. En hvað er fallegt? Verkefnið reynist snúnara en hún hugði og stutta vinnu- og hvíldarferðin vindur heldur betur upp á sig.

Fegurðin ein er þriðja skáldsaga Guðmundar Steingrímssonar. Fyndin, grátbrosleg og íhugul saga úr samtímanum.