Útgefandi: Bjartur
Gráar býflugur
Sergej Sergejítsj er fyrrverandi öryggisvörður um fimmtugt sem einbeitir sér nú að því að rækta býflugur. Hann býr í Úkraínu þar sem harðar deilur, ofbeldi og áróður hafa geisað árum saman.
Málleysingjarnir
Ný og endurskoðuð útgáfa
Málleysingjarnir, fyrsta skáldsaga Pedros Gunnlaugs Garcia, er óvenjulegt skáldverk í íslenskum bókmenntum og var afar vel tekið þegar hún kom fyrst út árið 2019. Hún kemur hér í nýrri og endurskoðaðri útgáfu. Pedro Gunnlaugur Garcia hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2022 fyrir skáldsögu sína Lungu.
Prestsetrið
saga um glæp
Prestsetrið eftir Ármann Jakobsson er bráðskemmtileg og spennandi saga, en þetta er sjötta bók hans um lögregluteymi Kristínar og Bjarna, en hver þeirra er sjálfstæð. Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á Tíbrá úr sömu seríu.
Smámunir sem þessir
Árið er 1985 í litlu þorpi á Írlandi. Jólin nálgast og þar með mesti annatími Bills Furlong, kolakaupmanns og fjölskyldu hans. Snemma morguns, þegar Bill er að afhenda kol í klaustrið við bæinn, gerir hann uppgötvun sem neyðir hann til þess að horfast í augu við eigin fortíð og hina flóknu þögn allra í bænum – þar sem lífið stjórnast af kirkjunni.
Taugatrjágróður
Aðalheiður Halldórsdóttir hefur í áratugi dansað með Íslenska dansflokknum og komið að ótal leikhúsuppfærslum sem dansari, leikkona, danshöfundur og höfundur sviðshreyfinga í leikverki. Hún stígur nú sín fyrstu dansspor inn á svið skáldskaparins.