Niðurstöður

  • Bjartur

107 Reykjavík

"Þessi bók er eiginlega þerapía-maður emjar af hlátri ... Fyndnasta bók ársins." SER, Hringbraut "Hreint út sagt frábær paródía ... ekki hægt annað en hlæja upphátt." SS, Vikan "Tíðarandabók par exellence" Þorgeir Tryggvason, Kiljan "Öskurhló oft." Kamilla Einarsdóttir

Allir fuglar fljúga í ljósið

Björt er ráfari, fer á milli staða í Reykjavík, fylgist með fólki og skráir hjá sér athuganir sínar. Hún leigir herbergi í hrörlegu húsnæði með öðru fólki. En svo fær hún bréf og smám saman flettist ofan af dramatískri ævi hennar. Auður Jónsdóttir er einn vinsælasti rithöfundur landsins.

Blindgöng

Sonja og Daniel ákveða að stokka upp líf sitt og festa kaup á vínbúgarði í Tékklandi – í héraði sem eitt sinn var kallað Súdetaland. Þau finna göng undir honum – og í þeim gamalt lík af ungum dreng. Þar með er rifið ofan af gömlu sári sem á rætur að rekja til Þýskalands nasismans.

Dulmál Kathar­inu

Katharina Haugen hvarf fyrir 24 árum. Hið eina sem hún skildi eftir sig var eiginmaðurinn Martin og undarleg talnaruna á blaðsnifsi Nú er önnur kona horfin. Og líka eiginmaður Katharinu. William Wisting verður að finna Martin, en er hann að reyna að bjarga kærum vini eða kaldrifjuðum morðingja?

Dýrasinfónían

Tónlist og textar í bundnu máli um dýr og hljóðfæri eftir hinn heimsþekkta metsöluhöfund og fyrrum tónlistarkennara Dan Brown, höfund Da Vinci-lykilsins.

Fegurðin ein

Síðasta sýningin á söngleiknum um Fríðu og Dýrið. Anna dansari er í stuði í lokapartíinu – þar til bæði kærastinn og viðhaldið mæta. Hún tekur því fagnandi óvenjulegu verkefni fyrir auglýsingastofu: að fara til Tenerife og finna fallegt en venjulegt fólk í auglýsingar. Grátbrosleg samtímasaga.

Glerflísakliður

Glerflísakliður er önnur ljóðabók Ragnheiðar Lárusdóttur, en fyrir fyrstu bók sína, 1900 og eitthvað, hlaut hún Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2020.

Harry Potter og fanginn frá Azkaban

myndskreytt útgáfa

Stórglæsileg myndskreytt útgáfa af þriðju bókinni í ritröðinni um Harry Potter, stútfull af töfrum úr pensli Jims Kay, handhafa Kate Greenaway-verðlaunanna. "Stórfenglegt" Telegraph

Harry Potter og fanginn frá Azkaban

Hættulegasti fangi allra tíma, Sirius Black, gamall félagi Voldemorts, hefur sloppið úr hinu rammgerða fangelsi Azkaban – og virðist vera að leita uppi Harry Potter. Harry og vinir hans mega því búast við hinu versta nú þegar þau hefja þriðja árið sitt í Hogwarts-skólanum.

Harry Potter og Fönix­reglan

Þegar vitsugur ráðast á Harry og Dudley í sumarfríinu gerir hann sér grein fyrir því að Voldemort og fylgdarlið hans mun svífast einskis til að ná völdum og knésetja hann. Í Hogwarts er allt í uppnámi vegna yfirvofandi endurkomu Voldemorts og Harry, Hermione og Ron þurfa að taka til sinna ráða.

Istanbúl, Istanbúl

Undir yfirborði hinnar töfrum slungnu borgar, í klefa fjörutíu, hírast fjórir fangar. Þar skiptast neminn Demirtay, læknirinn, rakarinn Kamo og Küheylan frændi á sögum um borgina fyrir ofan til að drepa tíma og hughreysta hver annan. Heillandi saga um mátt ímyndunaraflsins andspænis mótlætinu.

Í svartnættinu miðju skín ljós

ljóðaviðtöl

"Síðustu mánuði hef ég átt samræður við fjölda ólíkra einstaklinga, áhugavert fólk sem hefur treyst mér fyrir sögum sínum, frásögnum sem hreyfðu við hverri taug. Í þessari bók hef ég reynt að gera þessum einstöku sögum skil í ljóðaformi. Hvert ljóð er merkt manneskjunni sem á frásögnina."

Jóðl

Hér er komið úrval kvæða og ljóða eftir Braga Valdimar sem þjóðinni er að góðu kunnur fyrir snjalla texta sína. Hér eru gamankvæði, ástarkvæði, lífsspeki og kvæði af öllu tagi.

Jólasvínið

Jack á sér uppáhaldsleikfang - lítið tuskusvín. Svínið hefur fylgt honum alla tíð, í gegnum súrt og sætt. Þangað til aðfangadagskvöld eitt að hið hræðilega gerist: svínið týnist. Jólasvínið er fyrsta skáldsaga J.K. Rowling fyrir börn og unglinga eftir að hún lauk við Harry Potter.

Klettur

ljóð úr sprungum

Klettur – ljóð úr sprungum er óvenjuleg ljóðabók. Ólafur Sveinn Jóhannesson missti ungur að árum foreldra sína og sem elsta barn þeirra tók hann að sér uppeldi yngri systkina. Hér yrkir hann um sína einstöku lífsreynslu af einlægni og íhugun sem er áhrifamikil og lifir lengi með lesandanum.

Kolbeinsey

Maður nokkur ákveður að heimsækja æskuvin sinn, sem hefur verið lagður inn á geðdeild sökum þunglyndis. Þeir skipuleggja strok og leggja á flótta. Í kjölfarið hefst æsilegur eltingarleikur um landið þvert og endilangt. Bergsveinn Birgisson er einn virtasti og vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar.

Kynslóð

Hin tvítuga Maríanna vinnur í Skálanum, skemmtir sér með kærastanum Andra og aðstoðar ömmu sína og afa við bústörfin. Svo birtist nýr strákur með kunnuglegan svip í þorpinu ... Stórskemmtileg og djúpvitur skáldsaga um fólk á ýmiss konar vegamótum þar sem ekki er allt sem sýnist.

Laus blöð

ljóð og textar

Hér má finna tækifæriskvæði, heilræðavísur, minnismiða, ættjarðarljóð, eggjanakvæði, heimsendatexta, jólalög, ádeilukveðskap, ljóð úr fyrri lífum, ástarsöngva, saknaðarljóð, ferðabálka, athuganir, vögguvísur, erfiljóð, grafskriftir, heimspekileg kvæði, gamankvæði í nokkrum tilbrigðum auk lausavísna.