Niðurstöður

  • Bjartur

10 dagar

(í helvíti)

Miðaldra endurskoðandi vaknar upp við vondan draum í fangaklefa á þriðjudagsmorgni. Hvernig lenti hann þarna inni? Hvað gerði hann? Framdi hann glæp? Drap hann kannski einhvern? Allt er í þoku. Fyrsta skáldsaga Magnúsar Lyngdal Magnússonar er fyndin og áleitin saga um sjálfsskoðun og krísu.

Dauðinn og mörgæsin

Sögusviðið er Úkraína eftir fall Sovétríkjanna. Viktor, lánlaus og hæglátur rithöfundur, býr í lítilli blokkaríbúð ásamt þunglyndri mörgæs sem hann hefur tekið í fóstur af fjárvana dýragarði Kiev. Dag nokkurn ræður dagblað hann til að skrifa minningargreinar og skyndilega virðist veröldin brosa við Viktori.

Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu

Skáldsaga eftir Olgu Tokarczuk sem hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels 2018.

Hin óhæfu

Bækur Hjorths & Rosenfeldts um Sebastian Bergman hafa farið sannkallaða sigurför um heiminn. Hin óhæfu er fimmta bókin í röðinni.

Neðanjarðarjárnbrautin

Cora er þræll á bómullarökrunum í Georgíuríki. Þrælafélagar hennar frá Afríku hafa útskúfað henni og sem nýorðin fullþroska kona veit hún að hennar bíða stærri og meiri raunir. Þegar Caesar, þræll sem er nýkominn á plantekruna frá Virginíu, hvetur hana til að flýja með sér í Neðanjarðarjárnbrautina þá grípur hún tækifærið.

Nætursöngvarinn

Hanna Duncker snýr aftur á æskuslóðirnar á eyjunni Öland – þar sem faðir hennar var dæmdur fyrir morð.

Reimleikar

Fimmta glæpasaga Ármanns Jakobssonar um rannsóknarlögreglurnar Kristínu, Bjarna og þeirra lið.

Sannleiksverkið

Frumleg og áhrifamikil saga með litríkum persónum og fyrir hana hlaut Clare Pooley RNA-verðlaunin fyrir bestu frumraun í skáldsagnagerð. Bókin varð auk þess metsölubók og hefur komið út í 30 löndum.

Sólrún: saga um ferðalag

,,Ég velti því oft fyrir mér hvort laufin verði þess vör þegar þau byrja að fölna. Hvort litabreytingin komi aftan að þeim. Verða þau hissa þegar þau falla niður eða eru þau þá þegar horfin sjálfum sér?“

Svar við bréfi Helgu

Ný kápa á sívinsælli bók sem nú hefur verið kvikmynduð.

Upplausn

Á fallegum sumardegi er Charlotte, móðir tveggja ungra barna, á leið úr ræktinni í skólann þar sem hún vinnur í friðsælum smábæ á eyjunni Fjóni. Nokkrum mínútum síðar er hún horfin sporlaust á þessari stuttu leið. Sara Blædel er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur Dana og Mads Peder Nordbo vakti mikla athygli með bók sinni Flúraða konan.

Vængjalaus

Sumarið er 1996. Baldur er rúmlega tvítugur, Auður ellefu árum eldri. Af tilviljun liggja leiðir þeirra saman norður á Akureyri, einn dag og eina nótt, og fundur þeirra á eftir að hafa mikil áhrif á líf beggja.