Útgefandi: Bjartur

Fóstur

Lítil stúlka er send í fóstur til ókunnugs fólks og veit ekki hvenær hún fer aftur heim. Þótt hún þekki ekki fólkið upplifir hún hlýju og umhyggju sem hún hefur ekki áður kynnst og smám saman blómstrar hún í þeirra umsjá. En eitthvað er ósagt á snyrtilega sveitabænum og stúlkan lærir að oft fara sorg og sæla hönd í hönd.

Skuggaliljan

Tíminn er naumur. Morðingi gengur laus og barn er horfið. Þegar Jenny Ahlström kemur heim úr helgarferð er eiginmann hennar og barnungan son hvergi að finna. Lögreglukonan Hanna Duncker óttast það versta. Ef drengurinn er enn á lífi þarna úti, verður hann það varla mikið lengur. "Frábær glæpasaga." New York Times Book Review

Snerting

Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var söluhæsta bókin fyrir jólin 2020 og hlaut einróma lof, auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sagan er nú endurútgefin í tilefni af því að Baltasar Kormákur hefur gert kvikmynd eftir henni.