Útgefandi: Bjartur

Aftenging

Fimm gamlir vinir ákveða að kúpla sig út úr amstri hversdagsins og bregða sér um helgi út í eyjuna Grið. Ferðin tekur hins vegar óvænta stefnu þegar fréttir um mikinn gagnaleka fara að berast í gegnum stopult netsamband. Hvöss en glettin saga úr samtímanum.

Andrými

kviksögur

Sögur þessarar bókar kallar höfundur kviksögur. Þær eru gjarnan óvæntar og skrítnar, sumar sannar og aðrar augljóslega lognar. Sögurnar spretta úr kviku tilverunnar, staða mannsins í heiminum er hér sínálægt viðfangsefni, en eru annars síkvikar í eðli sínu og efni.

Bók vikunnar

Húni er nýkominn til borgarinnar úr afskekktri sveit, fullur efasemda um nútímann. Til að flækja tilfinningalíf hans enn frekar kynnist hann Júlíu sem honum þykir bæði óútreiknanleg og heillandi. Hér spretta fram sérstæðar persónur í kunnuglegu umhverfi – og seiðmögnuð stemmning ljær sögunni leyndardómsfullan blæ.

Fíasól og litla ljónaránið

Einu sinni var Fíasól á flandri og um það var skrifuð bók. En auðvitað var það ekki sagan öll. Mikilvægum staðreyndum var leynt. Ekkert var sagt frá fáránlegum leiðangri í skemmtigarð þar sem skuggalegt fólk og framandi dýr komu við sögu. Fíasól og fjölskyldan ætluðu að þegja yfir ævintýrinu en nú er kominn tími til að leysa frá skjóðunni.

Obbuló í Kósímó Gjafirnar

Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Hér er svarað mikilvægum jólaspurningum eins og: Hvað át afi? Hver tók allt sem týndist? Má pota í pakka og klípa þá? Hvað var í risarisastóra pakkanum?

Grænmetisætan

Hin suður-kóreska Han Kang hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2024 fyrir „ákafan ljóðrænan prósa sem tekur á sögulegum áföllum og afhjúpar viðkvæmni mannlífsins.“ Áður hafði hún m.a. hlotið Man Booker-verðlaunin árið 2016 fyrir Grænmetisætuna sem farið hefur sannkallaða sigurför um heiminn.

Þegar hún hló

Umdeild fjölmiðlakona finnst myrt úti á Granda eftir að hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoni. Þrátt fyrir mannfjöldann eru engin vitni að atburðinum og morðið virðist óvenju fagmannlega útfært. Hin unga lögreglukona, Sigurdís, er kölluð til liðs við rannsóknina, en um leið dregur til tíðinda í máli er tengist dauða föður hennar.