Útgefandi: Bjartur

Ég færi þér fjöll

Manuel er kominn til Íslands þar sem hann hefur leigt herbergi hjá eldri hjónum. Á sama tíma er Sigyn á leið til Spánar. Ferðalög þeirra virðast í fyrstu ótengd og tilviljunum orpin – eða hvað? Eftir því sem sögunni vindur fram kemur í ljós að ekkert er sem sýnist og fortíðin lifnar við. Ný saga frá höfundi Karítas án titils.

Fóstur

Lítil stúlka er send í fóstur til ókunnugs fólks og veit ekki hvenær hún fer aftur heim. Þótt hún þekki ekki fólkið upplifir hún hlýju og umhyggju sem hún hefur ekki áður kynnst og smám saman blómstrar hún í þeirra umsjá. En eitthvað er ósagt á snyrtilega sveitabænum og stúlkan lærir að oft fara sorg og sæla hönd í hönd.

Í skugga trjánna

Í skugga trjánna er skáldævisaga í anda Skeggs Raspútíns sem kom fyrst út árið 2016 og hlaut frábærar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnenda. Guðrún Eva Mínervudóttir tekst hér á við veruleikann af einlægni og áræðni, svo úr verður áhrifamikil saga – full af húmor, hlýju og skáldlegri visku.

Lói: seigla og sigrar

Sól skín í heiði og lóur og aðrir farfuglar koma fljúgandi í stórum hópum á varpstöðvarnar. Það er þó ekki hættulaust því að fálkinn Skuggi er svangur eftir veturinn og situr fyrir þeim. Bækurnar um Lóa eru byggðar á íslensku kvikmyndinni Lói – þú flýgur aldrei einn sem hefur farið sigurför um heiminn.

Rondó

Egill Ólafsson, tónlistarmaður, leikari og skáld, yrkir hér um flesta þætti tilverunnar en ekki síst leikur hann með litbrigði orðanna og þenur hljóm þeirra. Síðasta ljóðabók Egils, Sjófuglinn, vakti mikla athygli og var tilnefnd til Maístjörnunnar, íslensku ljóðabókaverðlaunanna.

Skuggaliljan

Tíminn er naumur. Morðingi gengur laus og barn er horfið. Þegar Jenny Ahlström kemur heim úr helgarferð er eiginmann hennar og barnungan son hvergi að finna. Lögreglukonan Hanna Duncker óttast það versta. Ef drengurinn er enn á lífi þarna úti, verður hann það varla mikið lengur. "Frábær glæpasaga." New York Times Book Review

Snerting

Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var söluhæsta bókin fyrir jólin 2020 og hlaut einróma lof, auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sagan er nú endurútgefin í tilefni af því að Baltasar Kormákur hefur gert kvikmynd eftir henni.

Veður í æðum

Í þessari nýju og áhrifamiklu ljóðabók yrkir Ragnheiður Lárusdóttir um þá sáru reynslu að horfa á dóttur lenda í fjötrum fíknar – en líka um þá töfra tilverunnar sem umlykja okkur þrátt fyrir allt. Ljóðmál Ragnheiðar er beinskeytt og sterkt, eins og lesendur þekkja úr þremur fyrri bókum hennar – sem allar fylgja með í þessari bók.

Ævisaga

Ævisaga Geirs H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er stórmerkileg og sætir tíðindum. Geir var einn þekktasti stjórnmálamaður þjóðarinnar um áratuga skeið á tímum mikilla breytinga. Í opinskárri ævisögu sinni veitir hann einstaka innsýn í baksvið stjórnmálanna en skrifar jafnframt af einlægni um einkalíf sitt.