Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hjálp!

  • Höfundur Fritz Már Jörgensson
Forsíða bókarinnar

Á fallegum sumardegi finnst lík af nakinni konu í sorpgeymslu við safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Reykjavík. Henni hafði verið misþyrmt með hrottafengnum hætti. Brátt vakna grunsemdir um að fleiri konur kunni að vera í hættu. Jónas og félagar hans hjá sérdeild rannsóknarlögreglunnar keppast við að leysa málið. En það tengir anga sína í óvæntar áttir ...