Aðskotadýr
Það er sumar í Osló. Lilja og Betzy eru meðal kvenna sem fela sig fyrir ofbeldisfullum eiginmönnum á jarðaberjarbúgarði. Kona á sjötugasaldri rekur athvarfið af hugsjón. Hún gerir allt til að hjálpa. Eða hvað?
Það er sumar í Osló. Lilja og Betzy eru meðal kvenna sem fela sig fyrir ofbeldisfullum eiginmönnum á jarðaberjarbúgarði. Kona á sjötugasaldri rekur athvarfið af hugsjón. Hún gerir allt til að hjálpa. Eða hvað?
Frægur áhrifavaldur finnst látinn á einu af fínustu hótelum Stokkhólms. Var um að ræða kaldrifjað morð eða afleiðingar kynlífsleiks sem hafði gengið of langt? Fyrrverandi samstarfskona Fabians Risk, Malin Rehnberg, sér um rannsókn málsins en nýráðinn yfirmaður hennar beitir hana þrýstingi að einbeita sér heldur að yfirstandandi manssalsrannsókn.
Á aðeins einum degi missti Stella allt sem henni var kærast – unnustann, heimili sitt og starfið. Eftir að hafa drekkt sorgum sínum um kvöldið, grátið sáran og hrellt sinn fyrrverandi á netinu rennur upp fyrir henni að hún verði að yfirgefa Stokkhólm. En hvert á hún að fara?
Maður nokkur leggur blómsveig á yfirgefna strönd á Ölandi. Stuttu síðar deyr hann við grunsamlegar aðstæður. Þegar lögregluforinginn Tilda lyftir upp blómsveignum koma í ljós jarðneskar leifar manns sem síðast sást á lífi með frænda Tildu, gamla skútuskipstjóranum Gerlof Davidsson.
Múmínsnáðinn er dapur í bragði. Snúður, besti vinur hans, er farinn. Hann er aldrei í Múmíndal á veturna. Múmínsnáðinn er alltaf leiður þegar Snúður fer. En sem betur fer á hann fleiri vini ... Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.
Mitt í hrikalegum vorflóðum, sem verða til þess að lýst er yfir neyðarástandi í héraðinu, kemur faðir að máli við lögregluforingjann Armand Gamache. Dóttir mannsins hefur horfið með dularfullum hætti. Gamache hefur öðru að sinna en samúð hans með manninum verður til þess að hann fer að huga að málinu.
Ungfrú Jean Brodie er enginn venjulegur kennari. Hún er ástríðufull, sjálfstæð, innblásin af rómantík og ber ekki minnstu virðingu fyrir ýmsum venjum og siðum sem skólastjórnin vill halda í heiðri. Hún laðar að sér dygga fylgjendur meðal nemenda í Marcia Blaine-stúlknaskólanum í Edinborg og þær fá brátt viðurnefnið Brodie-klíkan.
Verið svo væn að verða græn! Sjötta bókin í hinni frábæru seríu um Bold-fjölskylduna. Enn á ný reynir Bold-fjölskyldan að bjarga dýrum í vanda – en núna líka plánetunni Jörð.
Í þessari einstöku skáldsögu ræða saman Marco Polo og kínverski keisarinn Kublai Khan. Ítalski landkönnuðurinn lýsir fyrir gestgjafa sínum með töfrandi hætti hverri borginni af annarri í ríki keisarans – en smám saman kemur í ljós að hann er í raun aðeins að lýsa einni borg, hinni undursamlegu heimabyggð hans sjálfs, Feneyjum.
Í þessari mögnuðu bók segir goðsögnin Bruce Springsteen, The Boss, sögu sína og hljómsveitar sinnar, E Street Band, með sama kraftinum, hispursleysinu, einlægninni og húmornum sem einkennir hans frægustu lög.
Rithöfundurinn Peter Piper er sannfærður um eigin snilli en gengur illa að fá gefna út sína fyrstu bók. Dag einn fær hann tilboð sem hann getur ekki hafnað. Honum býðst gegn ríflegri greiðslu og loforði um útgáfu eigin verka að gerast staðgengill höfundar, sem vill ekki láta nafn síns getið, að svæsinni skáldsögu sem slær í gegn á heimsvísu.
Það er vetrarleyfistími í Åre og bærinn iðar af mannlífi. Dag einn finnst illa útleikið lík fyrir utan bæinn. Fórnarlambið, fullorðinn karlmaður sem þekktur var á árum áður sem mikill skíðakappi, virðist ekki eiga sér neina óvini. Lögregluteymið Hanna og Daniel rannsaka málið. Inn í það blandast trúarhópur við norsku landamærin.
Eftirlætis flipabækur barnanna! Það er kominn tími til að skreyta jólatréð! Kíktu á bak við flipana og þú kemst í sannkallað hátíðarskap.
Ávaxtastundin er að hefjast ... En hvar er Depill? Lyftu flipunum og gáðu hvað þú sérð! Í þessari skemmtilegu bók bregður hvolpurinn fjörugi sér á leik í leikskólanum.
Það er farið að rigna! Tilvalið að fara út og hoppa í pollunum – en hvar er Depill? Lyftu flipunum og láttu koma þér skemmtilega á óvart ... Hundurinn Depill er vinur allra barna enda erfitt að finna fjörugri og skemmtilegri hvolp.
Þegar einkaspæjarinn C. Card er ráðinn til að ræna líki úr líkhúsi neyðist hann til að láta af dagdraumunum, finna kúlur í byssuna sína og hefjast handa svo aðrir skjóti honum ekki ref fyrir rass. Í þessari drepfyndnu skopstælingu á harðsoðna reyfarastílnum verða ævintýri hins subbulega og vitgranna C. Card að sannri lestrardásemd ...
Í gær var Snowfield í Kaliforníu aðlaðandi lítill bær þar sem bæjarbúar nutu lífsins í gullinni síðdegissól. Í dag ráða martraðir þar ríkjum. Ævagamalt ógnarafl hefur numið á brott næstum alla íbúa bæjarins og skilið lík annarra eftir, afkáralega afskræmd. Hvaða von eiga þeir örfáu sem enn lifa? Mögnuð háspennusaga.
Vorið 1999 var lögreglan kölluð að gömlum og yfirgefnum banka í bænum Snowtown i Ástralíu í tengslum við rannsókn á dularfullum mannshvörfum. Í hvelfingu bankans reyndust vera sex tunnur fylltar sýru með líkamsleifum átta einstaklinga.Fýlan í hvelfingunni var svo megn að lögreglumennirnir þurftu öndunarbúnað til að athafna sig.