Útgefandi: Ugla

1984

NÍTJÁN HUNDRUÐ ÁTTATÍU OG FJÖGUR – Ný útgáfa

Í þessari áhrifaríku bók bregður George Orwell upp ógnvænlegri mynd af alræðisríki þar sem „Stóri bróðir“ hefur nær algera stjórn á lífi fólks, hugsunum þess og minni. Í ömurlegri og þrúgandi tilveru fremur Winston Smith þá dauðasynd að reyna að skapa sér sjálfstæða vitund. Honum tekst um skeið að halda dagbók og njóta forboðinnar ástar ...

Eldhiti

Vegna hins góða orðspors sem fer af Hjaltlandseyjum ákveður ensk fjölskylda að flytja þangað með það fyrir augum að skapa betri aðstæður til að ala upp einhverfan son sinn. En þegar lík ungrar barnfóstru drengsins finnst hangandi í hlöðunni við heimilið fara á flug sögusagnir um að barnfóstran og heimilisfaðirinn hafi átt í ástarsambandi.

Grimmlyndi

Gamalt mál rifjast upp þegar lík ungrar konu finnst í skóginum. Það ber öll merki raðmorðingjans Toms Kerr. En Kerr hefur setið fjögur ár í fangelsi og getur alls ekki verið verið morðinginn. Allt bendir til að „Hinn“ hafi verið að verki en það var nafnið sem blöðin gáfu félaga Kerrs sem aldrei fannst ...

Handfylli moldar

Eftir sjö ára hjónaband hefur hin fagra lafði Brenda fengið nóg af lífinu á Hetton Abbey, gotneska sveitasetrinu sem er stolt og yndi eiginmanns hennar, Tonys. Hún fer að halda við hinn grunnhyggna John Beaver, yfirgefur Tony og hverfur á vit samkvæmislífsins í London. Óvænt örlög bíða söguhetjanna í þessari óviðjafnanlegu skáldsögu sem er ...

Hernaðarlistin

„Þeir sem eru snjallir í hernaði buga her óvinarins án orrustu.“ Þetta litla kver eftir kínverska hershöfðingjann Sun Tzu hefur allt frá því á fimmtu öld fyrir Krist verið áhrifmikill leiðarvísir um herkænsku. Frægir herforingjar hafa lofsungið ritið og sagt að það hafi verið þeim innblástur í hernaðaraðgerðum.

Hlaupavargur

Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 Ulf Norrstig, skógarvörður á eftirlaunum, er sögumaðurinn í þessu magnaða skáldverki Kerstin Ekman sem gerist í skógum nyrðra Helsingjalands í Svíþjóð. Eftir fundinn með varginum fer hann að skoða hug sinn til veiða, dýranna og skógarins. Gömul minni kallast fram í huga hans.

Logarnir

Eftir örvæntingarfullt símtal frá æskuvinkonu sinni, Katju, neyðist Vega til að snúa heim til litla þorpsins Silverbro sem hún yfirgaf fyrir tíu árum. Katja og Vega voru óaðskiljanlegar í æsku en átakanlegur atburður varð til þess að leiðir skildi. Eftir örvæntingarfullt símtal frá æskuvinkonu sinni, Katju, neyðist Vega til að snúa heim ...

Myrkramaðurinn

57 ára gömul kona finnst myrt í Stovner fyrir utan Ósló. Lögregluforinginn Cato Isaksen og samstarfskona hans, Marian Dahle, sjá um rannsókn málsins. Konan sem var myrt virðist hafa verið einfari og þjáðst af þunglyndi. Eina manneskjan sem hún hafði samband við var kona á hjúkrunarheimili í nágrenninu.