Útgefandi: Ugla

Síða 1 af 4

Atburðurinn

"Árum saman hefur þessi atburður fylgt mér eins og skugginn. Þegar ég les um fóstureyðingu í skáldsögu fyllist ég ósjálfrátt geðshræringu, rétt eins og orðin umhverfist á samri stund í ofsafengna tilfinningu." Nóbelsverðlaunaskáldið Annie Ernaux er ein mikilvægasta rödd samtímabókmennta í Frakklandi.

Atvik á ferð um ævina

Menningarfrömuðurinn Njörður P. Njarðvík hefur oft verið hvattur til að skrifa ævisögu sína, enda komið víða við á fjölbreyttri og áhugaverðri ævi. En hann hefur ævinlega vikist undan slíkum hvatningum. Það hefur þó hvarflað að honum að gaman gæti verið að skrifa um ýmislegt minnisstætt sem hefur haft áhrif á hann – bæði til góðs og ills.

Barnæska

Ona býr með foreldrum sínum í Amsterdam þegar Þjóðverjar hertaka Holland í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari. Fjölskyldan er í óða önn að undirbúa flutning til Palestínu þegar hún er skyndilega vakin upp um miðja nótt, flutt nauðug í lest og að lokum í fangabúðirnar í Bergen-Belsen. Gyrðir Elíasson íslenskaði.

Einn, tveir, þrír, fjór

Bítlarnir í tímanna rás

Heillandi og bráðskemmtileg ævisaga Bítlanna. Í þessari mögnuðu metsölubók er sögð saga strákanna frá Liverpool og brugðið upp lifandi myndum af öllu því undarlega fólki sem tengdust þeim, svo sem Fred Lennon, Yoko Ono, Maharishi, Mímí frænku, Magic Alex, Phil Spector og lögreglufulltrúanum Norman Pilcher sem reyndi að gera þeim allt til miska.

Ekki er allt sem sýnist

Carl og Helene þráðu að komast i langt frí til að endurnýja sambandið. Þau fundu á netsíðum draumahús í Kaliforníu og höfðu húsaskipti við par sem vildi dvelja sumarlangt í einbýlishúsinu þeirra í sænska skerjagarðinum. En þegar þau koma til Kaliforníu bregður þeim í brún. Þetta var ekki húsið sem þau höfðu hrifist af á netinu.

Eyja

Jeppe Kørner er í leyfi á eyjunni Borgundarhólmi og Anette Werner er því einni falið að stýra rannsókninni á sundurlimuðu líki sem fannst í tösku grafinni í jörð á leikvelli í miðbænum. Rit­höfundurinn Esther de Laurenti kemur við sögu og brátt kemur Jeppe líka til skjalanna og við tekur rannsókn á ískyggilegu leyndarmáli sem á rætur í fortíðinni.

Flugur og fleiri verk

Ljóðbókin Flugur eftir Jón Thoroddsen kom út árið 1922. Mun hún vera fyrsta bókin á Íslandi sem eingöngu hafði að geyma prósaljóð. Hún er endurútgefin í tilefni af hundrað ára ártíð höfundar. Í þessa útgáfu hefur auk þess verið safnað öðrum ljóðum og textum Jóns. Guðmundur Andri Thorsson ritar eftirmála.

Fyrsti bjórsopinn

og fleiri smálegar lífsnautnir

Þessi litla perla franska rithöfundarins Philippes Delerm, fagurlega myndskreytt, sló hressilega í gegn þegar hún kom út í Frakklandi og hefur selst í meira en milljón eintökum þar í landi. Bókin hlaut frönsku Grandgousier-bókmenntaverðlaunin en þau eru veitt fyrir bækur sem lofa glaðlyndi og lífsins lystisemdir. Sannkallaður óður til Frakklands.