Aðskotadýr
Það er sumar í Osló. Lilja og Betzy eru meðal kvenna sem fela sig fyrir ofbeldisfullum eiginmönnum á jarðaberjarbúgarði. Kona á sjötugasaldri rekur athvarfið af hugsjón. Hún gerir allt til að hjálpa. Eða hvað?
Það er sumar í Osló. Lilja og Betzy eru meðal kvenna sem fela sig fyrir ofbeldisfullum eiginmönnum á jarðaberjarbúgarði. Kona á sjötugasaldri rekur athvarfið af hugsjón. Hún gerir allt til að hjálpa. Eða hvað?
Á aðeins einum degi missti Stella allt sem henni var kærast – unnustann, heimili sitt og starfið. Eftir að hafa drekkt sorgum sínum um kvöldið, grátið sáran og hrellt sinn fyrrverandi á netinu rennur upp fyrir henni að hún verði að yfirgefa Stokkhólm. En hvert á hún að fara?
Maður nokkur leggur blómsveig á yfirgefna strönd á Ölandi. Stuttu síðar deyr hann við grunsamlegar aðstæður. Þegar lögregluforinginn Tilda lyftir upp blómsveignum koma í ljós jarðneskar leifar manns sem síðast sást á lífi með frænda Tildu, gamla skútuskipstjóranum Gerlof Davidsson.
Múmínsnáðinn er dapur í bragði. Snúður, besti vinur hans, er farinn. Hann er aldrei í Múmíndal á veturna. Múmínsnáðinn er alltaf leiður þegar Snúður fer. En sem betur fer á hann fleiri vini ... Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson.
Það er vetrarleyfistími í Åre og bærinn iðar af mannlífi. Dag einn finnst illa útleikið lík fyrir utan bæinn. Fórnarlambið, fullorðinn karlmaður sem þekktur var á árum áður sem mikill skíðakappi, virðist ekki eiga sér neina óvini. Lögregluteymið Hanna og Daniel rannsaka málið. Inn í það blandast trúarhópur við norsku landamærin.
Það er farið að rigna! Tilvalið að fara út og hoppa í pollunum – en hvar er Depill? Lyftu flipunum og láttu koma þér skemmtilega á óvart ...
Í gær var Snowfield í Kaliforníu aðlaðandi lítill bær þar sem bæjarbúar nutu lífsins í gullinni síðdegissól. Í dag ráða martraðir þar ríkjum. Ævagamalt ógnarafl hefur numið á brott næstum alla íbúa bæjarins og skilið lík annarra eftir, afkáralega afskræmd. Hvaða von eiga þeir örfáu sem enn lifa? Mögnuð háspennusaga.
Líkfundur raskar friðsældinni í Dalbæ, litlu samfélagi í Norðymbralandi. Áður en langt um líður finnst annað lík. Það eina sem fórnarlömbin virðast eiga sameiginlegt er ástríða fyrir fiðrildum. Þegar Vera Stanhope fer að að rannsaka málið kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist í Dalbæ.
Á brennheitum ágústdegi finnst lítill drengur látinn í bíl. Þegar Malin Fors kemur á staðinn situr móðir hans í forsælu undir tré með son sinn í fanginu. Örvæntingarfull óp hennar hafa breyst í angurværan ekka.
Ástin var ekki ofarlega í huga Mimi þegar hún fór að heimsækja pabba sinn í litlu þorpi í Cotswolds á Englandi. Og það var ekkert rómantískt við fyrstu fundi hennar og Cal sem hún hitti í þorpinu. En Mimi gat ekki annað en heillast af honum. Fjórum árum síðar liggja leiðir þeirra saman á ný í London.
Árið 1850 hélt Boone Heim á vit gullæðisins í Kaliforníu eftir að hafa skilið við konu sína og komist margsinnis í kast við lögin. Frændi hans einn ætlaði að slást í för með honum en þegar sá skarst úr leik á síðustu stundu missti Heim stjórn á sér og drap hann. Hann var í kjölfarið lagður inn á geðveikrahæli. Honum tókst að sleppa út af hælinu.
Leiðarvísir til andlegrar uppljómunar. Engin bók af andlegum toga hefur vakið jafn mikla athygli á undanförnum árum. Höfundurinn glímdi lengi við kvíða og þunglyndi þar til dag einn að hann varð fyrir djúpstæðri reynslu sem færði honum frið og ævarandi sálarró. Síðan hefur hann miðlað þessari reynslu til fólks um víða veröld.
Á dimmum vetrardögum á Hjaltlandi veldur úrhellisrigning geysimikilli aurskriðu. Við greftrun gamls vinar verður Jimmy Perez vitni að því þegar leðjan og móríkt vatnið hrífa með sér gamalt smábýli. Í rústunum finnur Perez lík dökkhærðrar konu í rauðum silkikjól.
Er maðurinn sjálfum sér verstur? Lætur allt undan í óstöðvandi græðgi mannsins, ótta hans og fávísi, sem brýst greinilega fram í innbyrðis átökum manna, í hryðjuverkum og stríði, í ofbeldi og kúgun, sem einnig setur mark sitt á persónuleg samskipti og sambönd? Hér er að finna vegvísi ekki aðeins að betri lifnaðarháttum heldur að betri heimi.
Thorkild Aske snýr aftur til Stafangurs eftir að lík lögreglumannsins Simons Bergeland finnst þar grafið í fjöru. Hann á ekki góðar minningar frá Stafangri. Þar fór líf hans fjandans til og hann missti vinnuna.
Í heimsstyrjöldinni síðari er hópi manna haldið föngnum í þýskum fangabúðum. Dag einn fá fangarnir að vita að þrír þeirra verði teknir af lífi. Í hópnum er franskur lögfræðingur sem leggur á ráðin um að komast undan aftöku. Honum tekst það. En brátt kemur í ljós að hann muni þurfa að súpa seyðið af ráðabrugginu það sem eftir er ævinnar.
Í þessari litlu bók segir Annie Ernaux í fáum orðum eftirminnilega sögu af sambandi sínu við mann sem var þrjátíu árum yngri en hún. Meðan á sambandinu stóð fannst henni sem hún væri aftur orðin unglingsstelpan sem olli hneykslun endur fyrir löngu.
Fagran apríldag í Kaupmannahöfn hverfur fimmtán ára drengur sporlaust. Í fyrstu lítur út fyrir að hann hafi hlaupist að heiman. Brátt kemur þó í ljós að eitthvað ískyggilegt býr að baki. Var drengnum rænt eða svipti hann sig lífi? Eina vísbendingin sem lögreglan hefur um hvar hann geti verið er óljós tilvitnun úr skáldsögu.