Útgefandi: Ugla

1984

NÍTJÁN HUNDRUÐ ÁTTATÍU OG FJÖGUR – Ný útgáfa

Í þessari áhrifaríku bók bregður George Orwell upp ógnvænlegri mynd af alræðisríki þar sem „Stóri bróðir“ hefur nær algera stjórn á lífi fólks, hugsunum þess og minni. Í ömurlegri og þrúgandi tilveru fremur Winston Smith þá dauðasynd að reyna að skapa sér sjálfstæða vitund. Honum tekst um skeið að halda dagbók og njóta forboðinnar ástar ...

Allt önnur saga

Frægur áhrifavaldur finnst látinn á einu af fínustu hótelum Stokkhólms. Var um að ræða kaldrifjað morð eða afleiðingar kynlífsleiks sem hafði gengið of langt? Fyrrverandi samstarfskona Fabians Risk, Malin Rehnberg, sér um rannsókn málsins en nýráðinn yfirmaður hennar beitir hana þrýstingi að einbeita sér heldur að yfirstandandi manssalsrannsókn.

Beinaslóð

Maður nokkur leggur blómsveig á yfirgefna strönd á Ölandi. Stuttu síðar deyr hann við grunsamlegar aðstæður. Þegar lögregluforinginn Tilda lyftir upp blómsveignum koma í ljós jarðneskar leifar manns sem síðast sást á lífi með frænda Tildu, gamla skútuskipstjóranum Gerlof Davidsson.

Betri maður

Mitt í hrikalegum vorflóðum, sem verða til þess að lýst er yfir neyðarástandi í héraðinu, kemur faðir að máli við lögregluforingjann Armand Gamache. Dóttir mannsins hefur horfið með dularfullum hætti. Gamache hefur öðru að sinna en samúð hans með manninum verður til þess að hann fer að huga að málinu.

Blómaskeið ungfrú Jean Brodie

Ungfrú Jean Brodie er enginn venjulegur kennari. Hún er ástríðufull, sjálfstæð, innblásin af rómantík og ber ekki minnstu virðingu fyrir ýmsum venjum og siðum sem skólastjórnin vill halda í heiðri. Hún laðar að sér dygga fylgjendur meðal nemenda í Marcia Blaine-stúlknaskólanum í Edinborg og þær fá brátt viðurnefnið Brodie-klíkan.

Bókafárið mikla

Rithöfundurinn Peter Piper er sannfærður um eigin snilli en gengur illa að fá gefna út sína fyrstu bók. Dag einn fær hann tilboð sem hann getur ekki hafnað. Honum býðst gegn ríflegri greiðslu og loforði um útgáfu eigin verka að gerast staðgengill höfundar, sem vill ekki láta nafn síns getið, að svæsinni skáldsögu sem slær í gegn á heimsvísu.

Daladrungi

Það er vetrarleyfistími í Åre og bærinn iðar af mannlífi. Dag einn finnst illa útleikið lík fyrir utan bæinn. Fórnarlambið, fullorðinn karlmaður sem þekktur var á árum áður sem mikill skíðakappi, virðist ekki eiga sér neina óvini. Lögregluteymið Hanna og Daniel rannsaka málið. Inn í það blandast trúarhópur við norsku landamærin.

Draumur um Babýlon

Einkaspæjarasaga frá 1942

Þegar einkaspæjarinn C. Card er ráðinn til að ræna líki úr líkhúsi neyðist hann til að láta af dagdraumunum, finna kúlur í byssuna sína og hefjast handa svo aðrir skjóti honum ekki ref fyrir rass. Í þessari drepfyndnu skopstælingu á harðsoðna reyfarastílnum verða ævintýri hins subbulega og vitgranna C. Card að sannri lestrardásemd ...