Útgefandi: Ugla

Síða 1 af 2

Atvik

á ferð um ævina

Menningarfrömuðurinn Njörður P. Njarðvík hefur oft verið hvattur til að skrifa ævisögu sína, enda komið víða við á fjölbreyttri og áhugaverðri ævi. En hann hefur ævinlega vikist undan slíkum hvatningum. Það hefur þó hvarflað að honum að gaman gæti verið að skrifa um ýmislegt minnisstætt sem hefur haft áhrif á hann – bæði til góðs og ills.

Ekki er allt sem sýnist

Carl og Helene þráðu að komast i langt frí til að endurnýja sambandið. Þau fundu á netsíðum draumahús í Kaliforníu og höfðu húsaskipti við par sem vildi dvelja sumarlangt í einbýlishúsinu þeirra í sænska skerjagarðinum. En þegar þau koma til Kaliforníu bregður þeim í brún. Þetta var ekki húsið sem þau höfðu hrifist af á netinu.

Litla leynivíkin í Króatíu

Í notalegu hverfi í París – borg ástarinnar – er lítið kökuhús sem bíður eftir því að verða uppgötvað. Rómantík gæti alveg verið þar á matseðlinum … Nína Hadley ólst upp með fjórum eldri bræðrum. Þegar henni bauðst að flytjast til Parísar og hjálpa til á sætabrauðsnámskeiði var hún spennt að segja au revoir við hina ráðríku bræður sína.

Mýrarljós

Glæpahöfundur ársins í Svíþjóð 2024 Síðustu vikuna í janúar fer sex manna hópur í skemmtiferð til Åre þar sem ætlunin er að skíða og djamma. En eitthvað fer úrskeiðis í fjörinu og skyndilega eru þau bara fimm. Enginn þeirra getur skýrt hvað gerðist. Var þetta slys eða kaldrifjað morð? Ýmsar spurningar vakna og tortryggnin innan hópsins vex.