Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hvað er lífið?

  • Höfundur Erwin Schrödinger
  • Þýðandi Guðmundur Eggertsson
Forsíða bókarinnar

Erwin Schrödinger var einn merkasti eðlisfræðingur tuttugustu aldar. Hann hlaut nóbelsverðlaun fyrir framlag sitt til skammtafræðinnar árið 1933. En Schrödinger var einnig annt um að máta skilning eðlisfræðinnar á lifandi efni og í Hvað er lífið? fjallar hann um erfðafræði á forsendum eðlis- og efnafræði. Bókin er enn í dag meðal þekktustu rita um eðli lífsins.