Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Alþýðuskáldin á Íslandi

Saga um átök

Í þessu metnaðarfulla fræðiriti er rakin baráttusaga alþýðuskáldanna á Íslandi frá því að skörp skil voru sett milli þeirra leiku og hinna lærðu sem töldu sig hafa öðlast betri smekk á ljóðlist. Lengi geisuðu mikil og oft heiftúðug átök um rímur en hjöðnuðu þegar mörg lærð skáld og menntamenn gerðu sér grein fyrir gildi þessarar skáldskapargreinar.

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Andkristur

Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche er og verður óþekktarormur evrópskrar heimspeki. Andkristur er eitt síðustu verka hans og sameinar marga helstu kosti hans (og galla) í eldskarpri greiningu sem kallast á við niðursallandi yfirlýsingar. Ritið gefur þó fyrst og fremst einstaka innsýn í gagnrýni hans á kristindóminn og evrópska siðmenningu.

Saga Landsvirkjunar

Orka í þágu þjóðar

Þessi bók segir hálfrar aldar sögu Landsvirkjunar auk sögu raforkunnar á Íslandi frá upphafi. Landsvirkjun er eitt umsvifamesta fyrirtæki Íslands í almannaeigu og hefur gegnt lykilhlutverki við að nýta orkuauðlindir landsins. Í bókinni er brugðið upp svipmyndum úr samtímaheimildum og efnið skýrt með fjölda ljósmynda, korta og skýringamynda.

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Skynsemin í sögunni

G.W.F. Hegel er einn af áhrifamestu heimspekingum allra tíma. Í riti hans Skynsemin í sögunni er dregin upp heildstæð mynd af hugsun hans um samfélag og sögu. Sú hugsun og ritið sjálft hefur haft, og hefur enn, djúp áhrif á samtíma okkar, ekki aðeins á sviði heimspekinnar heldur einnig á hvernig hugsað er og fjallað um stjórnmál.

Þættir úr sögu Kjósar

Í bókinni dregur höfundur upp svipmyndir af því samfélagi sem lengi var við lýði í Kjósarhreppi. Verkið skiptist í 15 þætti sem fjalla um ólík viðfangsefni en saman gefa þeir heillega mynd af sögu byggðarlagsins. Margar ljósmyndir prýða bókina, bæði eldri myndir með mikið sögulegt gildi og nýlegar litmyndir af bæjum og landslagi í Kjós.