Niðurstöður

  • Hið íslenska bókmenntafélag

Lærdómdsrit Bókmenntafélagsins

Af sifjafræði siðferðisins

Af sifjafræði siðferðisins er eitt þeirra rita Nietzsches þar sem hugsun hans er skýrust og beittust. Ritið er skrifað um sama leyti og Handan góðs og ills, sem komið hefur út í röð Lærdómsrita, og hverfist að mörgu leyti um sömu spurningar en tekur á þeim á beinskeyttari hátt.

Feiknstafir

Ráðgátan um Grím Thomsen

Grímur Thomsen (1820–1896) var skáld, bókmenntafræðingur, heimspekingur, embættismaður og stjórnmálamaður. En hver var þessi maður sem mörgum hefur reynst ráðgáta? Hópur hugvísindafólks rannsakaði Grím og samtíma hans í tilefni af tveggja alda afmæli hans. Þessi bók varpar nýju ljósi á einn þekktasta fulltrúa 19. aldarinnar á Íslandi.

Halldór H. Jónsson arkitekt

Halldór H. Jónsson arkitekt er í senn kunnur sem höfundur þjóðþekktra bygginga og einn helsti áhrifamaður í íslensku athafnalífi á 20. öld. Samhliða rekstri eigin teiknistofu varð hann snemma eftirsóttur til forystustarfa í atvinnurekstri og var á seinni árum gjarnan nefndur „stjórnarformaður Íslands“ vegna setu sinnar í stjórnum stórfyrirtækja.

Húsameistari í hálfa öld

Einar I. Erlendsson og verk hans

Glæsileg samantekt um ævi og verk Einars I. Erlendssonar arkitekts en fáir íslenskir arkitektar hafa átt lengri og viðburðaríkari starfsævi. Enginn skráði þá merku sögu á meðan Einars naut við en sjálfur gaf hann sig lítt að því að ræða eða skrifa um eigin störf. Nú hefur loks verið ráðin nokkur bót á með þessu yfirlitsriti Björns G. Björnssonar.

Íslenskar bókmenntir

Saga og samhengi

Íslenskar bókmenntir: saga og samhengi er tveggja binda verk um sögu íslenskra bókmennta frá upphafi Íslandsbyggðar til vorra daga. Þar er sagan rakin á knappan hátt í samhengi við strauma og stefnur hvers tíma og er sú umfjöllun grundvölluð á rannsóknum seinustu áratuga.

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins

Kommúnistaávarpið

Kommúnistaávarpið kom fyrst út á íslenzku árið 1924. Þessi þýðing var gerð 1949 og er nú birt með ítarlegum skýringum, upprunalegum inngangi Sverris Kristjánssonar sagnfræðings og nýjum eftir Pál Björnsson. Fullyrt er að saga mannsins sé í raun saga sífelldrar stéttabaráttu á milli kúgara og hinna kúguðu, á milli arðræninga og hinna arðrændu.

Rætur Völuspár

Völuspá er mikilfenglegasta kvæði norrænna miðalda og í þessari bók eru átta greinar frá málþinginu „Völuspá — Norrænn dómsdagur“. Fjallað er um rannsóknir á miðaldatextum með áherslu á nýjar rannsóknir á Völuspá og tengsl kvæðisins við myndræna túlkun miðalda svo og frásagnir er fjalla um endalok heimsins, dómsdag, nýjan himin og nýja jörð.

Skírnir - Tímarit HÍB

Vor og haust 2022

Fjölbreytt og vandað efni, m.a. um íslenskt mál, bókmenntir, náttúru og sögu, heimspeki, myndlist, stjórnmál og ýmis fræði í sögu og samtíð. Skírnir er elsta menningartímarit á Norðurlöndum og kemur út tvisvar á ári. Nýir áskrifendur velkomnir: sími: 588-9060.

Um skáldskaparmenntina

Um skáldskaparmenntina er safn ritgerða eftir Árna Sigurjónsson um bókmenntafræði og mælskufræði. Þær varpa m.a. ljósi á verk Halldórs Laxness, Níelsar skálda, og að ferðafrásögnum Íslendinga um Sovétríkin á árunum milli heimsstyrjalda. Þá eru grunnhugtök mælskufræði kynnt en sú grein skipaði veglegan sess í skólum Vesturlanda í margar aldir.

Þingvellir í íslenskri myndlist

Þingvellir eru hjartastaður þjóðarinnar. Þar eru fegurðin og sagan við hvert fótmál. Í þessari glæsilegu bók er ítarlegt yfirlit um íslenska myndlist tengda Þingvöllum og þróun hennar í tímans rás. Við gerð hennar hefur verið unnið mikið starf við söfnun, skráningu og ljósmyndun listaverka en myndir af 269 verkum eftir 104 listamenn eru í bókinni.

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins

Þroskasaga Haís Íbn Jaqzan

Saga Haís er frumleg tilraun til að svara spurningunni um hvernig mannskepnan sé í eðli sínu. Hún gerir ráð fyrir að til sé hinn náttúrlegi maður, með öllu ósnortinn af samfélaginu. Ritið sem verður til í Andalúsíu á tólftu öld sameinar aristótelísk-nýplatónskri heimspeki íslamskri dulhyggju, súfisma.

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins

Öld gensins

Skilningur okkar á erfðum eru nátengdur hugmyndinni um genið. Alla tuttugustu öld var genið í miðpunkti erfðarannsókna og staða þess virtist enn styrkjast þegar lýst var byggingu DNA kjarnsýrusameindarinnar. En því fer þó fjarri að staða gensins sé trygg eða augljós.