Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Allt um ástina

Ástin er í meðförum bell hooks ekki aðeins óræð tilfinning sem kviknar og leikur lausum hala innra með okkur heldur uppspretta gilda sem ráða mannlegum samskiptum. Ástin er persónuleg en hún er líka stórpólitísk. Hún birtist í umhyggju, virðingu, heilindum og helgun og er óhugsandi án virkrar þátttöku og fullrar ábyrgðar.

Sjávarútvegur Íslendinga 1975-2025

Í þessu fyrra bindi sögu sjávarútvegs Íslendinga síðustu 50 árin, allt frá útfærslu landhelginnar í 200 sjómílur árið 1975, er fjallað um starfsumhverfi og stjórnsýslu sjávarútvegsins. Jafnframt er rætt um stofnanir sjávarútvegs, hafréttarmál og alþjóðlega samninga og kjara- og verðlagsmál. Lykilverk um sögu og þróun sjávarútvegsins.