Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Halldór H. Jónsson arkitekt

Halldór H. Jónsson arkitekt er í senn kunnur sem höfundur þjóðþekktra bygginga og einn helsti áhrifamaður í íslensku athafnalífi á 20. öld. Samhliða rekstri eigin teiknistofu varð hann snemma eftirsóttur til forystustarfa í atvinnurekstri og var á seinni árum gjarnan nefndur „stjórnarformaður Íslands“ vegna setu sinnar í stjórnum stórfyrirtækja.

Húsameistari í hálfa öld

Einar I. Erlendsson og verk hans

Glæsileg samantekt um ævi og verk Einars I. Erlendssonar arkitekts en fáir íslenskir arkitektar hafa átt lengri og viðburðaríkari starfsævi. Enginn skráði þá merku sögu á meðan Einars naut við en sjálfur gaf hann sig lítt að því að ræða eða skrifa um eigin störf. Nú hefur loks verið ráðin nokkur bót á með þessu yfirlitsriti Björns G. Björnssonar.

Íslenskar bókmenntir

Saga og samhengi

Íslenskar bókmenntir: saga og samhengi er tveggja binda verk um sögu íslenskra bókmennta frá upphafi Íslandsbyggðar til vorra daga. Þar er sagan rakin á knappan hátt í samhengi við strauma og stefnur hvers tíma og er sú umfjöllun grundvölluð á rannsóknum seinustu áratuga.

Lærdómsrit Bókmenntafélagsins Kommúnistaávarpið

Kommúnistaávarpið kom fyrst út á íslenzku árið 1924. Þessi þýðing var gerð 1949 og er nú birt með ítarlegum skýringum, upprunalegum inngangi Sverris Kristjánssonar sagnfræðings og nýjum eftir Pál Björnsson. Fullyrt er að saga mannsins sé í raun saga sífelldrar stéttabaráttu á milli kúgara og hinna kúguðu, á milli arðræninga og hinna arðrændu.

Rætur Völuspár

Völuspá er mikilfenglegasta kvæði norrænna miðalda og í þessari bók eru átta greinar frá málþinginu „Völuspá — Norrænn dómsdagur“. Fjallað er um rannsóknir á miðaldatextum með áherslu á nýjar rannsóknir á Völuspá og tengsl kvæðisins við myndræna túlkun miðalda svo og frásagnir er fjalla um endalok heimsins, dómsdag, nýjan himin og nýja jörð.

Um skáldskaparmenntina

Um skáldskaparmenntina er safn ritgerða eftir Árna Sigurjónsson um bókmenntafræði og mælskufræði. Þær varpa m.a. ljósi á verk Halldórs Laxness, Níelsar skálda, og að ferðafrásögnum Íslendinga um Sovétríkin á árunum milli heimsstyrjalda. Þá eru grunnhugtök mælskufræði kynnt en sú grein skipaði veglegan sess í skólum Vesturlanda í margar aldir.