Niðurstöður

  • Hið íslenska bókmenntafélag

Dýrabær

Dýrabær eftir George Orwell má teljast ein af máttugustu skáldsögum 20. aldar. Þykir hún eitt besta dæmi bókmenntasögunnar um ádeilu sem heppnast, að vera á yfirborðinu auðskilið ævintýri sem allir geta lesið sér til ánægju, en felur jafnframt í sér hvassa gagnrýni með tilvísun í stjórnmál samtíma síns og stóratburði í mannkynssögunni. Þorsteinn Gylfason ritar formála.

Handan góðs og ills

Nietzsche er líkast til sá heimspekingur sem frægastur er utan raða fræðimanna, hann er í senn dáður og alræmdur. Handan góðs og ills er eitt af höfuðverkum Nietzsches og að mörgu leyti besti inngangurinn að heimspeki hans. Þessari vönduðu þýðingu fylgir ítarlegur inngangur Arthúrs Björgvins Bollasonar þar sem lífshlaup höfundarins og meginstef heimspeki hans eru rakin.

Hvað er lífið?

Erwin Schrödinger var einn merkasti eðlisfræðingur tuttugustu aldar. Hann hlaut nóbelsverðlaun fyrir framlag sitt til skammtafræðinnar árið 1933. En Schrödinger var einnig annt um að máta skilning eðlisfræðinnar á lifandi efni og í Hvað er lífið? fjallar hann um erfðafræði á forsendum eðlis- og efnafræði. Bókin er enn í dag meðal þekktustu rita um eðli lífsins.

Hæstiréttur í hundrað ár

Saga

Stofnun Hæstaréttar var mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar enda fengu Íslendingar þá í hendur æðsta dómsvald í eigin málum. Í þessu riti er aldarsaga réttarins rakin. Oft hefur gustað um Hæstarétt og jafnvel verið vegið að sjálfstæði hans en í annan tíma hefur rétturinn notið virðingar og friðhelgi. Þetta er viðburðarík saga sem varpar ljósi á íslenskt samfélag ...

Höndlað við Pollinn

Saga verslunar og viðskipta á Akureyri frá öndverðu til 2000

Í þessari fróðlegu og læsilegu bók rekur Jón Þ. Þór sögu verslunar á Akureyri frá öndverðu til þúsaldarmótanna 2000. Hér segir frá fjölda fyrirtækja og körlum og konum sem mótuðu viðskiptaumhverfið og settu svip á mannlífið í bænum í áranna rás. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda og auk þess teikningum og máluðum myndum eftir Kristin G. Jóhannsson listmálara.

Í bragar túni

Óskar Halldórsson var lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Þessi bók hefur að geyma safn ritgerða hans um bókmenntir, einkum um íslenskar fornsögur og ljóðagerð á 19. og 20. öld. Þar á meðal er þekktasta framlag hans til rannsókna á fornbókmenntum, Uppruni og þema Hrafnkels sögu. Bókin er gefin út í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Óskars.

Íslenskar bókmenntir

Saga og samhengi

Íslenskar bókmenntir: saga og samhengi er tveggja binda verk um sögu íslenskra bókmennta frá upphafi Íslandsbyggðar til vorra daga. Þar er sagan rakin á knappan hátt í samhengi við strauma og stefnur hvers tíma og er sú umfjöllun grundvölluð á rannsóknum seinustu áratuga. Verkið er ætlað háskólastúdentum, kennurum og áhugamönnum um íslenskar bókmenntir.

Raunveruleiki hugans er ævintýri

Um valdar sögur Vigdísar Grímsdóttur, einkenni þeirra og viðtökur

Bókin fjallar um valdar sögur Vigdísar Grímsdóttur, einkenni þeirra og viðtökur í ljósi hugrænnar bókmenntafræði. Rætt er um ímyndunarafl persóna, einkaheima, ímyndaða vini, samlíðan og valdabaráttu. Þá er fjallað um tilfinningaviðbrögð lesenda andspænis persónum og aðstæðum í skáldskap Vigdísar.

Skírnir - Tímarit HÍB

Vor og haust 2021

Fjölbreytt og vandað efni, m.a. um íslenskt mál, bókmenntir, náttúru og sögu, heimspeki, myndlist, stjórnmál og ýmis fræði í sögu og samtíð. Skírnir er elsta menningartímarit á Norðurlöndum og kemur út tvisvar á ári. Nýir áskrifendur velkomnir: sími: 588-9060.

Vísindafyrir­lestrar handa almenningi

Hermann von Helmholtz er einn merkasti vísindamaður síðari alda – áhrifa hans gætir enn í fjölmörgum greinum. Það er að hluta ástæða þess að nafn hans er nú minna þekkt en margra yngri kollega hans – hann lagði grunninn sem aðrir nýttu sér. Í Vísindafyrirlestrum er að finna nokkrar lykilgreinar Helmholtz sem gefa frábæra innsýn í hraða framþróun raunvísinda á seinni hl...