Lærdómdsrit Bókmenntafélagsins Af sifjafræði siðferðisins
Af sifjafræði siðferðisins er eitt þeirra rita Nietzsches þar sem hugsun hans er skýrust og beittust. Ritið er skrifað um sama leyti og Handan góðs og ills, sem komið hefur út í röð Lærdómsrita, og hverfist að mörgu leyti um sömu spurningar en tekur á þeim á beinskeyttari hátt.