Abstraktmálverkið
Helgimynd íslenskrar menningar á 20. öld?
Í bókinni er gerð óvenjuleg tilraun til að flétta saman guðfræðilegar og listfræðilegar greiningaraðferðir og beita þeim í listsögulegu samhengi.
Helgimynd íslenskrar menningar á 20. öld?
Í bókinni er gerð óvenjuleg tilraun til að flétta saman guðfræðilegar og listfræðilegar greiningaraðferðir og beita þeim í listsögulegu samhengi.
Ástin er í meðförum bell hooks ekki aðeins óræð tilfinning sem kviknar og leikur lausum hala innra með okkur heldur uppspretta gilda sem ráða mannlegum samskiptum. Ástin er persónuleg en hún er líka stórpólitísk. Hún birtist í umhyggju, virðingu, heilindum og helgun og er óhugsandi án virkrar þátttöku og fullrar ábyrgðar.
Saga einstaks myndlistarmanns sem ruddi brautir í íslenskri höggmyndalist en hvarf að mestu úr sviðsljósinu. Verk hans og ljósmyndir af glötuðum höggmyndum varpa ljósi á óvenjulegan listamann og tímann sem hann lifði.
Frá Guðmundi Magnússyni til Jóns Trausta
Í þessari bók fjalla átta fræðimenn og rithöfundar um fjölbreytt höfundarverk Guðmundar Magnússonar, ljóð, leikrit, skáldsögur og ritgerðir og varpa ljósi á uppruna hans, umhverfi og æviferil.
Kjördæmaskipan og aðferðir við úthlutun sæta
Kosningafræðarinn veitir heildaryfirlit yfir aðferðir við úthlutun sæta að loknum kosningum, svo sem í sveitarstjórnum eða á þjóðþingum en einnig í persónukjöri. Jafnframt er fjallað um ýmiss konar fyrirkomulag kjördæmaskipanar.
Fyrir handan liti og form
Glæsilegt rit sem sameinar list og náttúru. Kristján Steingrímur umbreytir jarðvegi í lit og leiðir lesandann inn í nýja sýn á íslenskt landslag og sköpun. Fjölmargar litmyndir gera bókina að sjónarspili og einstæðri upplifun.
Milljón punda seðillinn eftir Mark Twain er snjöll og beitt ádeila á samfélag þar sem virðing og sjálfsmynd ráðast af auði og ásýnd.
Í þessu fyrra bindi sögu sjávarútvegs Íslendinga síðustu 50 árin, allt frá útfærslu landhelginnar í 200 sjómílur árið 1975, er fjallað um starfsumhverfi og stjórnsýslu sjávarútvegsins. Jafnframt er rætt um stofnanir sjávarútvegs, hafréttarmál og alþjóðlega samninga og kjara- og verðlagsmál. Lykilverk um sögu og þróun sjávarútvegsins.
eins og hún birtist í Heimskringlu
Sigurður Líndal lýsir hér hvernig átök tveggja hugmynda um lög birtast í Heimskringlu Snorra Sturlusonar: hinnar fornu germönsku hugmyndar um að þau myndist við sammæli á þingum, og nýrri hugmyndar um að þau séu fyrirmæli konunga af Guðs náð.