Jón Sverrisson

Langferðamaður úr Meðallandi

Endurminningaþættir Jóns Sverrissonar, fyrrum yfirfiskimatsmanns í Vestmannaeyjum, voru fyrst birtir sem röð greina í Lesbók Morgunblaðsins árið 1960. Þetta efni vakti athygli, ekki síst ævintýralegar frásagnir af svaðilförum sögumanns og erfiðri lífsbaráttu gamla samfélagsins. Í þessari bók er ævi Jóns rakin en þessum þáttum hans er fléttað inn í frásögnina.