Ævisögur og endurminningar

Guð er raunverulegur

Ævintýralegar lífsreynslusögur og lykilatriði

Þessi bók lýsir því hvernig lífið umbreytist í magnþrungið ævintýri leyfi maður sér að trúa án þess að efast. Aðeins með Guði hefur sagan sem hér er sögð getað raungerst og sýnir að sannleikurinn getur verið langtum ótrúlegri en ímyndaður skáldskapur. Lýst er ævintýralegu lífshlaupi þar sem endurminningarnar eru eins og besti spennutryllir á köflum

Hnífur

Hugleiðingar í kjölfar morðtilraunar

Árið 2022 réðst grímuklæddur maður með hníf á Salman Rushdie og veitti honum lífshættulega áverka. Hér segir Rushdie í fyrsta sinn frá þessum skelfilegu atburðum og langri leiðinni til bata. Þetta er meistaraleg og afar opinská frásögn eins fremsta rithöfundar okkar tíma, hjartnæm lesning um lífið og ástina og styrkinn til að rísa upp að nýju.

Mennska

Bjarni ólst upp við algeran skort á hinsegin fyrirmyndum og neikvætt umtal um homma. Hvaða áhrif hefur það á mann að gangast ekki við hluta af sjálfum sér? Bók sem talar til allra þeirra sem hafa glímt við skömm og reynt að skila henni, þeirra sem finnst erfitt að taka sér pláss og óttast viðbrögð annarra. Aðgengileg og hrífandi (skyldu)lesning.