Ævisögur og endurminningar

Síða 1 af 3

Atvik á ferð um ævina

Menningarfrömuðurinn Njörður P. Njarðvík hefur oft verið hvattur til að skrifa ævisögu sína, enda komið víða við á fjölbreyttri og áhugaverðri ævi. En hann hefur ævinlega vikist undan slíkum hvatningum. Það hefur þó hvarflað að honum að gaman gæti verið að skrifa um ýmislegt minnisstætt sem hefur haft áhrif á hann – bæði til góðs og ills.

Einn, tveir, þrír, fjór

Bítlarnir í tímanna rás

Heillandi og bráðskemmtileg ævisaga Bítlanna. Í þessari mögnuðu metsölubók er sögð saga strákanna frá Liverpool og brugðið upp lifandi myndum af öllu því undarlega fólki sem tengdust þeim, svo sem Fred Lennon, Yoko Ono, Maharishi, Mímí frænku, Magic Alex, Phil Spector og lögreglufulltrúanum Norman Pilcher sem reyndi að gera þeim allt til miska.

Fífl sem ég var

Hver þekkir ekki föndurkennarann, leigubílstjórann, Silla, Geir (og Grana) og margar fleiri hetjur úr Spaugstofunni? Og ekki má gleyma Eyjólfi í Ytri-Hnjáskeljum, Danna í Líf-myndunum og fleiri slíkum. Leikandi allra þessara kunningja okkar, Karl Ágúst Úlfsson, rifjar hér upp sköpunarsöguna sem vissulega hefur ekki verið án átaka.

Frá Hamborg að Borgum

Um lífshlaup Margotar Gamm

Margot Gamm fluttist 17 ára gömul til Íslands frá Þýskalandi eftir að hafa lifað af hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar. Kornung giftist hún sér tuttugu árum eldri manni, Skírni Hákonarsyni, og gerðist bóndakona á gamalgrónu sveitaheimili. Þar ólu hjónin upp fimm börn. Hún varð ekkja 48 ára gömul, hætti þá búskap og tók að sinna kennslustörfum.

Hulda áfallasagan

Ég er úti á Granda í bílnum. Það gerðist eitthvað innra með mér. Ég horfi út um gluggann á bílstjórahurðinni. Þá sé ég mig sex ára litla stúlku í fyrsta skipti. Ég finn að ég hafði yfirgefið hana árið 1963 á Laugarási, sumardvalarstað fyrir börn á vegum Rauða kross Íslands þar sem ég varð fyrir ofbeldi.

Kona verður orðlaus

Lygilega sönn reynslusaga

Lygilega sönn reynslusaga um málóða konu sem varð „orðlaus“ bæði vegna krabbameins í barka, sem og samskipta við íslenska heilbrigðiskerfið. Bókin er raunsæ, en jafnframt ærslafull ádeila með skáldlegu ívafi. Opinská frásögn um einstaka seiglu í andstreyminu sem vekur lesanda til umhugsunar um hið dýrmæta fjöregg sem líf okkar allra er.

Lífsins ferðalag

Höfundur á að baki litríkan atvinnuferil hér á landi og erlendis. Hann var m.a. hótelstjóri á Hótel Sögu og Holiday Inn í Reykjavík og starfaði síðan lengi sem hótelráðgjafi víða erlendis, m.a. í Simbabve, Úkraínu og Rússlandi. Frásögn Wilhelms veitir fágæta innsýn í þróun hótelreksturs, veitingaþjónustu og ferðamennsku á Íslandi og erlendis.