Ævisögur

Álfadalur

Sönn saga um kynferðisofbeldi, þöggun og afleiðingar þess

Höfundur rekur hér sögu móður sinnar, Sigurbjargar Oddsdóttur frá Álfadal á Ingjaldssandi. Þetta er saga harðrar lífsbaráttu, hroðalegrar grimmdar og lamandi meðvirkni svo lesandann rekur í rogastans. En það er líka saga af ótrúlegri þrautseigju og viljastyrk konu sem tekst að lifa innihaldsríku lífi þrátt fyrir hörmuleg áföll.

Á vori lífsins

Minningar

Guðfinna Ragnarsdóttir fæddist í hinu fræga Tobbukoti við Skólavörðustíg og ól bernskuár sín þar en fluttist fjögurra ára gömul í Laugarneshverfið sem þá var í örum vexti. Hún lýsir með lifandi hætti æskuárum sínum á Hofteigi, fjörmiklum ungdómsárum í menntaskóla og bregður upp eftirminnilegum myndum af mannlífi á Íslandi upp úr miðri síðustu öld.

Bakkadrottningin Eugenía Nielsen

Daglegt líf og menning á Eyrarbakka

Hér segir frá kaupmannskonunni Eugeníu Nielsen (1850–1916) sem gerði Húsið sögufræga á Eyrarbakka að miðstöð félags- og menningarlífs á Suðurlandi á síðari hluta nítjándu aldar og fyrstu árum þeirrar tuttugustu.Lýst er fjölbreyttu mannlífi alþýðufólks í plássinu, heimsóknum listafólks og margvíslegum framfara- og líknarmálum sem Eugenía stóð fyrir.

Bréfin hennar mömmu

Á fyrri hluta síðustu aldar voru berklar ein helsta dánarorsök Íslendinga. Svanhildur Hjartar, móðir Ólafs Ragnars, var ein þeirra sem veiktust. Ólafur Ragnar opnar hér bréfasafn fjölskyldunnar þar sem birtist á opinskáan og nístandi hátt persónuleg saga sem lætur engan ósnortinn, um leið og ljósi er varpað á erfiðan þátt í þjóðarsögunni.

Elspa

Saga konu

Hér rekur Elspa Sigríður Salberg Olsen harmsögulega ævi sína og upprisu til nýs lífs. Elspa, sem fæddist á Akureyri skömmu fyrir miðja síðustu öld og fékk bágborið veganesti út í lífið. Hún ólst upp við sára fátækt, alkóhólisma, ofbeldi og kynferðislega misnotkun og fór að mestu á mis við formlega menntun. Bók sem vakið hefur mikla athygli.

Endurminningar

Bókin veitir fágæta innsýn í líf alþýðukonu sem ólst upp í Reykjavík á seinni hluta 19. aldar. Hér er að finna frásagnir af sögulegum atburðum, svo sem þjóðhátíðinni 1874, þjófnaðinum í Laugarnesstofu og samtímalýsingu á Katanesdýrinu. Í þessari útgáfu er fylgt handriti Guðrúnar en við fyrri útgáfu voru fáein atriði í handriti talin óviðeigandi.

Flug í ókyrru lofti

Þetta er sagan af því hvernig tókst að skapa nýtt Icelandair og breyta einu versta flugfélagi Evrópu í eitt það besta. Pétur J. Eiríksson sem stóð í hringiðunni í 28 ár segir hér opinskátt og hreinskilið frá því sem gerðist að tjaldabaki og gefur óvenjulega innsýn í rekstur Flugleiða, FL Group og síðan Icelandair Group.

Hundrað óhöpp Hemingways

Glæpasagnadrottningin Lilja Sigurðardóttir fetar hér nýjar slóðir og leiðir hlustendur í gegnum ævi rithöfundarins Ernests Hemingways, allt frá æsku hans sem lítil stúlka til harmrænna endaloka hans. Örn Árnason túlkar Hemingway af sinni alkunnu snilld, og á leiðinni er staldrað við fjölmörg ævintýraleg óhöpp skáldsins.

Lifað með öldinni

Jóhannes Nordal lifði 20. öldina, öld umskipta og öfga, þegar grunnur var lagður að nútímasamfélagi. Á þessum blöðum vaknar sú öld, með horfnu mannlífi og afdrifaríkum atburðum sem enn móta líf okkar. Þar var Jóhannes iðulega virkur þátttakandi og lýsir mörgu sem gerðist bak við tjöldin og ýmsum af helstu áhrifamönnum aldarinnar.

Mennirnir með bleika þríhyrninginn

Frásögn homma af vist sinni í fangabúðum nasista á árunum 1939-1945

Vitnisburðir um líf samkynhneigðra í fangabúðum nasista sem hefur haft ómæld áhrif víða um heim. Þetta er frásögn af mannlegri grimmd og niðurlægingu en líka mögnuð saga um mannlegt þrek og þolgæði, skráð af brennandi þörf til að miðla reynslu sem heimurinn vildi lengi ekkert vita af. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ritar ítarlegan eftirmála.

Pater Jón Sveinsson – Nonni

Auðmjúkur prestur, rithöfundur, kennari, fyrirlesari, tónlistarmaður, heimsborgari, Pater Jón Sveinsson lifði alla ævi í heimi bernskunnar þrátt fyrir að vera einn víðförlasti og þekktasti Íslendingur síns tíma. – Ævisaga Nonna kemur nú út í nýrri útgáfu en bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin þegar hún kom fyrst út árið 2012.