Ævisögur og endurminningar

Hljóðin í nóttinni

Minningasaga

Þessi minningasaga Bjargar Guðrúnar Gísladóttur var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014. Eymd og niðurlæging í Höfðaborginni í Reykjavík og sársaukafullt uppgjör við margt af því ljótasta sem lífið hefur upp á að bjóða. Björg var fyrst til að greina frá því hvernig Skeggi Ásbjarnarson níddist á börnum sem áttu undir högg að sækja.

Yfir farinn veg með Bobby Fischer

Í þessum einstæðu endurminningum birtist lifandi og áhrifamikil mynd af skáksnillingnum Bobby Fischer, allt frá barnæsku hans í Brooklyn til banalegunnar á Íslandi. Lesandinn fær óvænta innsýn í líf og persónuleika Fischers sem lengi hefur verið heiminum ráðgáta. Hér er í fyrsta sinn brugðið upp heildstæðri mynd af manninum á bak við goðsögnina.