Afi minn stríðsfanginn
Skömmu eftir að Bretar hernámu Ísland í síðari heimsstyrjöldinni handtóku þeir alla Þjóðverja sem búsettir voru á landinu, skipti þá engu hvort þeir voru hliðhollir málsstað nasista eður ei. Karl Hirst vélsmiður, afi Elínar Hirst, var einn þessara manna og beið hans eins og hinna vist í fangabúðum í Englandi.