Ævisögur og endurminningar

Afi minn stríðsfanginn

Skömmu eftir að Bretar hernámu Ísland í síðari heimsstyrjöldinni handtóku þeir alla Þjóðverja sem búsettir voru á landinu, skipti þá engu hvort þeir voru hliðhollir málsstað nasista eður ei. Karl Hirst vélsmiður, afi Elínar Hirst, var einn þessara manna og beið hans eins og hinna vist í fangabúðum í Englandi.

Björn Pálsson

Flugmaður og þjóðsagnapersóna

Björn Pálsson var frumkvöðull í sjúkraflugi á Íslandi. Hann vann marga hetjudáðina og var kallaður "bjargvættur landsbyggðarinnar" en hann var oft eina lífsvon sjúkra og slasaðra úti á landi. Hann fór í loftið þótt veðurútlitið væri allt annað en gott til flugs, svo ekki sé nú minnst á lendingarstaðina sem sumir voru varla meira en "lófastærð".

Hljóðin í nóttinni

Minningasaga

Þessi minningasaga Bjargar Guðrúnar Gísladóttur var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014. Eymd og niðurlæging í Höfðaborginni í Reykjavík og sársaukafullt uppgjör við margt af því ljótasta sem lífið hefur upp á að bjóða. Björg var fyrst til að greina frá því hvernig Skeggi Ásbjarnarson níddist á börnum sem áttu undir högg að sækja.

Hlutskipti

Saga þriggja kynslóða

Árið 1969 varð það hlutskipti systkinanna í Sænska húsinu að horfa á föður sinn leiddan saklausan í lögreglufylgd út af heimili sínu. Móðirin yfirgaf heimilið skömmu síðar. Hún fór burt með ástmanni sínum eina vornóttina og tók aðeins þrjú yngstu börnin með sér. Fjórum börnum var ráðstafað af barnaverndarnefnd Selfosshrepps. Bókarhöfundur komst um

Höfuðdagur

Sendibréf til móður minnar á 100 ára afmælisdegi hennar

Hvað bíður ungs barns sem misst hefur báða foreldra sína? Hvernig varð líf móður minnar eftir að hún varð niðursetningur? Var fólkið gott við hana? Hvernig leið henni á nýjum stað? Hvað varð af hinum systkinunum? Hér bregður höfundur sér aftur í barnæsku móður sinnar á Stokkseyri og svarar þessum spurningum og mörgum fleiri.

Yfir farinn veg með Bobby Fischer

Í þessum einstæðu endurminningum birtist lifandi og áhrifamikil mynd af skáksnillingnum Bobby Fischer, allt frá barnæsku hans í Brooklyn til banalegunnar á Íslandi. Lesandinn fær óvænta innsýn í líf og persónuleika Fischers sem lengi hefur verið heiminum ráðgáta. Hér er í fyrsta sinn brugðið upp heildstæðri mynd af manninum á bak við goðsögnina.