Lífsbiblían

50 lífslyklar, sögur og leyndarmál

Lífsbiblían byggist á geysivinsælum LIFE Masterclass-fyrirlestrum Öldu Karenar sem hefur slegið í gegn sem fyrirlesari bæði hérlendis og í Bandaríkjunum. Í félagi við Silju Björk Björnsdóttur hefur hún tekið saman 50 lífslykla sem hafa hjálpað henni að ná jafnvægi, skapa hamingju og gert henni kleift að fylgja eftir öllum draumum sínum.