Útgefandi: Forlagið - Vaka-Helgafell

Brostin jörð

Ung urðu Beth og Gabriel ástfangin og áttu saman dásamlegt sumar. Áratug síðar býr Beth enn í sveitinni, gift góðum manni, þegar æskuástin snýr aftur. Óútkljáð fortíðin varpar dimmum skugga og eldfim leyndarmál knýja Beth til að taka erfiðar ákvarðanir. Hjartnæm, grípandi og spennuþrungin saga þar sem sterkar tilfinningar ýta fólki út á ystu nöf.

Hafsjór af lykkjum

Prjón hannað út frá hömlum sjóarapeysum

Klassísk og falleg prjónabók með flíkum fyrir karla, konur og börn. Fjölmargar stílhreinar og tímalausar uppskriftir, flestar að peysum en einnig að ýmsum öðrum flíkum og fylgihlutum, til dæmis vesti, húfu, sjali og barnateppi, sem koma sér vel bæði á sjó og í landi. Flíkurnar eru í senn praktískar, hlýjar og fallegar.

Heklað á minnstu börnin

Fjölbreyttar og fallegar uppskriftir að hekluðum flíkum fyrir börn á aldrinum 0-24 mánaða en í bókinni eru einnig uppskriftir að ýmsu öðru fyrir barnið og barnaherbergið. Flíkurnar eru einfaldar og látlausar og áhersla er lögð á sem minnstan frágang. Hér geta bæði byrjendur í hekli og reyndir heklarar fundið eitthvað við sitt hæfi.

Horfin athygli

Hvers vegna er svona erfitt að einbeita sér - og hvað er til ráða?

Það er staðreynd að börn og fullorðnir eiga æ erfiðara með einbeitingu: að lesa, læra og fást við flókin verkefni. En hver er ástæðan og hvað er til ráða? Hér er rýnt í þá ótal ólíku þætti í umhverfinu sem ræna okkur getu til djúprar og sjálfstæðrar hugsunar, með uggvekjandi afleiðingum. Einstaklega áhugaverð og læsileg metsölubók um brýnt málefni.

Dr. Ruth Galloway #2 Janusarsteinninn

Önnur bókin í metsöluflokki um fornleifafræðinginn dr. Ruth Galloway sem aðstoðar lögregluna í Norfolk á Englandi við rannsóknir glæpamála. Ómótstæðilega blanda af ráðgátum, húmor og spennu. Gömul barnsbeinagrind finnst undir þröskuldi á gömlu glæsihýsi sem verið er að rífa. Er hugsanlega um að ræða fórn tengda gömlum helgisiðum?

Létt og loftsteikt í Air fryer

Hollir, gómsætir og fljótlegir réttir

Spennandi matreiðslubók eftir breskan metsöluhöfund með 80 girnilegum uppskriftum að loftsteiktum réttum fyrir sanna sælkera. Hentar byrjendum jafnt sem reyndum, kjötætum, grænmetisætum og grænkerum. Það er fljótlegt og hollt að elda í Air Fryer sem er ótvíræður kostur fyrir önnum kafið fólk og þá sem vilja fækka hitaeiningum.

Ótrúlega skynugar skepnur

Hnyttin og heillandi saga sem hefur farið sigurför um heiminn. Tova Sullivan, starfsmaður á Sædýrasafni í Norður-Kaliforníu, kynnist geðvonda kolkrabbanum Marcellusi, sem er vinsælasti sýningargripur safnsins. Dularfullt hvarf Erics, sonar Tovu, hátt í þrjátíu árum fyrr hvílir þungt á henni en Marcellus reynist luma á upplýsingum um málið.

Sólskinsdagar og sjávargola

Jodie Jackson er viss um að eiginmaðurinn haldi fram hjá. Það er því kærkomið þegar henni býðst að dvelja í húsbát á Wight-eyju til að hugsa sinn gang. Lífið á eyjunni er litríkara en Jodie hafði séð fyrir sér en með tímanum eignast hún dýrmæta vini og kynnist bæði ástinni og nýjum hliðum á sjálfri sér. En þá bankar fortíðin upp á.