Útgefandi: Forlagið - Vaka-Helgafell

ADHD í stuttu máli

Lykillinn að skilningi og þroska

Aðgengileg og fróðleg bók sem fjallar ekki síst um þá kosti sem geta fylgt röskuninni og hvernig fólk með ADHD getur dafnað sem best í lífi og starfi. Hér útskýrir hinn heimsþekkti ADHD-sérfræðingur, metsöluhöfundur og TikTok-stjarna, dr. Edward M. Hallowell, vísindin að baki ADHD um leið og hann hrekur mýtur og leiðréttir misskilning.

Bakað með Láru og Ljónsa

Lára og Ljónsi elska að hjálpa til í eldhúsinu og skemmtilegast af öllu er auðvitað að prófa sig áfram við bakstur. Hér eru fjölmargar ljúffengar uppskriftir eftir Sylvíu Haukdal bakara sem henta krökkum á öllum aldri, bæði fyrir hátíðleg tækifæri og hversdaginn. Bókina prýða fallegar ljósmyndir auk fjölmargra litríkra teikninga af Láru og Ljónsa.

Dópamínríkið

Að finna jafnvægi á tímum ofgnóttar

Við lifum á tímum ofgnóttar, hvort sem um er að ræða vímuefni, mat, tölvuleiki, klám, samfélagsmiðla eða annað. Framboðið er ótakmarkað, örvunin viðstöðulaus og við getum látið allt eftir okkur. Hér er útskýrt hvers vegna unaðsleitin, áráttukennd neysla eða hegðun, leiðir óhjákvæmilega af sér vanlíðan og hvað sé til ráða.

Ég skal hjálpa þér

Saga Auriar

Auri Hinriksson fæddist á Srí Lanka en flutti fertug til Ísafjarðar. Hún á að baki merka ævi og er þekktust fyrir að hafa aðstoðað fólk ættleitt frá Srí Lanka við að finna líffræðilega foreldra sína og fjölskyldu. Saga Auriar er einstök frásögn af kjarkmikilli konu sem lætur ekki brjóta sig niður heldur rís upp og blómstrar mitt í mótlætinu.

Ferðalok

Skáld fellur í stiga um miðja nótt og fótbrotnar. Næstu daga liggur hann fársjúkur á spítala og rifjar upp sælar og sárar stundir – hugurinn leitar í fornar ástarraunir og meinleg örlög smalapilts heima í Öxnadal. Söguleg skáldsaga um misjöfn kjör og hverfula gæfu, spunnin út frá ævi þjóðskáldsins Jónasar. Magnað og óvænt verk frá meistara Arnaldi.

Fjórar vikur – fjögur ráð

Aðferð glúkósagyðjunnar til að jafna blóðsykurinn

Breyttu lífi þínu á aðeins fjórum vikum! Ný bók eftir höfund Blóðsykursbyltingarinnar sem sló í gegn 2023. Hún sýnir hvernig hægt er að hafa áhrif á blóðsykurinn til hins betra og bæta bæði líkamlega og andlega heilsu. Meira en hundrað auðveldar og girnilegar uppskriftir og ótal dæmi um hvernig best er að beita hollráðum Glúkósagyðjunnar.

Hildur

Snjóflóð fellur á sumarhúsabyggð við Ísafjörð og Hildur og félagar hennar í lögreglunni mæta á staðinn. Í rústunum finna þau mann sem hefur verið myrtur – í friðsælum bænum er eitthvað kynlegt á seyði. Satu Rämö er finnsk en hefur búið lengi á Íslandi. Spennusögur hennar um Hildi eru orðnar þrjár og hafa slegið rækilega í gegn í Finnlandi og víðar.

Hittu mig í Hellisgerði

Bráðskemmtileg og rómantísk vetrarsaga. Jólin hafa verið eyðilögð fyrir Snjólaugu. Barnsfaðir hennar ætlar að vera erlendis með dóttur þeirra í þrjár heilar vikur yfir hátíðarnar og Snjólaug sér fram á afar einmanalegt aðfangadagskvöld. En þá fær hún hugljómun: Hún ætlar að finna ástina í tæka tíð fyrir klukknahringinguna í Ríkisútvarpinu.

Kyrrþey

Vægðarlaus glæpasaga um þrúgandi þögn og heitar tilfinningar. Í fórum látins manns finnur ekkjan lúna skammbyssu sem reynist vera morðvopn úr gömlu og óupplýstu máli. Forvitnin grípur Konráð, fyrrverandi lögreglumann, vegna sams konar vopns sem faðir hans átti, og leiðir hann á vit fortíðar. Og úr djúpi tímans birtist fleira en hann óraði fyrir.

Leiðtoginn

Valdeflandi forysta

Ögrandi og nýstárleg bók um leiðtogafærni sem tekur lesandann með í persónulega og krefjandi vegferð þar sem hann öðlast djúpan sjálfsskilning. Á tímum hraða og örra breytinga er tilfinningagreind leiðtoganum mun mikilvægari en vitsmunagreind þar sem árangurinn endurspeglast ekki í því sem hann gerir – heldur öðru fremur í því hver hann er.