Á íslenskum skóm
Smásögur, greinar og ljóð
Á íslenskum skóm inniheldur úrval af þekktustu smásögum Halldórs Laxness, nokkrar greinar og ljóð. Af smásögum hans eru birtar sögurnar: Fugl á garðstaurnum, Jón í Brauðhúsum, Lilja, Ósigur ítalska loftflotans í Reykjavík 1933 og Ungfrúin góða og Húsið. Þessi útgáfa er með nútímastafsetningu og orðskýringum.