Útgefandi: Forlagið - Vaka-Helgafell

Á eigin vegum

Sigþrúður er ekkja og vinnur fyrir sér með blaðburði. Hún er ein, fólkið hennar er horfið á braut, en djúpt í sálinni búa draumar um annað líf, annað land. Þessi vinsæla saga kom fyrst út 2006. Fyrir hana fékk Kristín Steinsdóttir Fjöruverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Nú hefur leikgerð sögunnar verið sett á svið.

Fær í flestan sjó

Synt í íslenskri náttúru

Kristín hafði stundað sjósund í nokkur ár þegar hún ákvað, í tilefni af sextugsafmæli sínu, að synda á sextíu nýjum stöðum á landinu. Afraksturinn af ferðalögum hennar og eiginmanns hennar er þessi dásamlega fallega ferðabók sem fléttar saman stemningu, fróðleik og hagnýtar leiðbeiningar um heila 83 sundstaði um allt land.

Jón Oddur og Jón Bjarni – allar sögurnar

Tvíburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni eru í meira lagi uppátektasamir. Þeim dettur ýmislegt sniðugt í hug en fá oftast skammir fyrir – jafnvel þegar þeir ætla bara að gleðja fólk, berjast gegn óréttlæti eða segja sannleikann! Sögurnar um þá bræður hafa nú glatt lesendur í nærri fimmtíu ár. Hér koma þær allar út í vandaðri stórbók.

Kyrrþey

Vægðarlaus glæpasaga um þrúgandi þögn og heitar tilfinningar. Í fórum látins manns finnur ekkja hans lúna skammbyssu sem reynist vera morðvopn úr gömlu og óupplýstu máli. Forvitnin grípur Konráð, fyrrverandi lögreglumann, vegna sams konar vopns sem faðir hans átti og leiðir hann á vit fortíðar. Og úr djúpi tímans birtist fleira en hann óraði fyrir.

Lifað með öldinni

Jóhannes Nordal lifði 20. öldina, öld umskipta og öfga, þegar grunnur var lagður að nútímasamfélagi. Á þessum blöðum vaknar sú öld, með horfnu mannlífi og afdrifaríkum atburðum sem enn móta líf okkar. Þar var Jóhannes iðulega virkur þátttakandi og lýsir mörgu sem gerðist bak við tjöldin og ýmsum af helstu áhrifamönnum aldarinnar.