Niðurstöður

  • Forlagið - Vaka-Helgafell

Fær í flestan sjó

Synt í íslenskri náttúru

Kristín hafði stundað sjósund í nokkur ár þegar hún ákvað, í tilefni af sextugsafmæli sínu, að synda á sextíu nýjum stöðum á landinu. Afraksturinn af ferðalögum hennar og eiginmanns hennar er þessi dásamlega fallega ferðabók sem fléttar saman stemningu, fróðleik og hagnýtar leiðbeiningar um heila 83 sundstaði um allt land.

Gælur, fælur og þvælur

Langar þig að lesa um höfuðfatahöfuðpaur, kaffikellingu og ólíkindatól? Þá er þetta bók handa þér! Barnaljóðabækur Þórarins og Sigrúnar Eldjárn hafa glatt íslenska lesendur í meira en þrjá áratugi og margir eiga sitt eftirlætiskvæði úr þeim ríkulega vísnabrunni. Í Gælur, fælur og þvælur yrkir Þórarinn sextán skemmtileg kvæði undir ýmsum...

Iceland – Photographer‘s Paradise

Úrval glæsilegra Íslandsmynda eftir nokkra innlenda og erlenda ljósmyndara sem sýna landið í fjölbreytilegu ljósi á öllum tímum árs. Einstök handbók fyrir alla náttúruunnendur.

Meinvarp

Séra Hildur Eir er prestur í Akureyrarkirkju og lýsir hér af einlægni, næmni og húmor glímu sinni við krabbamein og tilfinningunum sem fylgja þeim átökum: Sársauka og sorg en líka gleði, trú, von og sátt.

Natríumklóríð

Níunda bók Jussi Adler-Olsens um Deild Q í dönsku lögreglunni en bókaflokkurinn um hana hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim undanfarin ár. Hálfgerð tilviljun veldur því að gömul mál sem höfðu verið flokkuð sem sjálfsvíg eða óhöpp koma til rannsóknar að nýju og fyrr en varir byrjar óhuggulegt mynstur að taka á sig mynd.