Niðurstöður

  • Forlagið - Vaka-Helgafell

Drekar, drama og meira í þeim dúr

Flissandi fyndin en hádramatísk saga um vinkonurnar Millu, Rakel og Lilju sem ramba á dularfullan, vængjalausan dreka í lagerhúsnæði í Smáralind. Eins og þær eigi ekki nóg með sínar rómantísku flækjur og endalaust foreldradrama. Sjálfstætt framhald Vampírur, vesen og annað tilfallandi sem fékk Íslensku barnabókaverðlaunin 2020.

Handbók gull­graf­ar­ans

Milla og Guðjón G. Georgsson komast yfir áratuga gamalt fjár­sjóðs­kort. Við leitina að fjársjóðnum átta þau sig fljótlega á því að einhver fylgist með þeim. Fyrsta bókin um krakkana í Álftabæ, Rannsóknin á leyndar­dómum Eyðihússins, hlaut Íslensku barna­bókaverð­launin og önnur bókin, Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf, hlaut Barna...

Prjónafjelagið

Heim­ferðar­sett

Í Heimferðarsettum eru prjónauppskriftir að peysum, húfum, samfellum og öðru fallegu og fínlegu fyrir yngstu börnin. Uppskriftirnar eru fyrir börn frá fæðingu og upp í sex mánaða aldur.

Ilmreyr

Móðurminning

Ilmreyr er kveðja frá dóttur til móður en um leið óður til formæðra og -feðra sem háðu lífsstríð sitt við úthafsölduna vestur á fjörðum. Í bókinni vefast sjálfsævisöguleg efnistök saman við sagnfræði, þjóðfræði, skáldskap og skemmtun. Hér segir frá samspili kynja og kynslóða, bernskubrekum, hversdagslífi, ævintýrum, ástum og mögnuðum örlögum.

Lára og Ljónsi

Lára lærir á hljóðfæri / Lára bakar

Tvær nýjar sögur um töfrana í hversdegi Láru og bangsans Ljónsa. Lára hefur yndi af tónlist og langar til að læra á hljóðfæri. En hvaða hljóðfæri verður fyrir valinu? Dag einn kemur Lára fjölskyldunni á óvart og býr til spari-morgunmat. Litríkar og fallegar bækur sem krakkar hrífast af.

Prjónafjelagið

Leikskólaföt 1

Úrval prjónauppskrifta að fallegum flíkum fyrir börn á leikskólaaldri. Fjölbreytt verkefni fyrir bæði byrjendur og lengra komna prjónara.

Lífsbiblían

50 lífslyklar, sögur og leyndarmál

Lífsbiblían byggist á geysivinsælum LIFE Masterclass-fyrirlestrum Öldu Karenar sem hefur slegið í gegn sem fyrirlesari bæði hérlendis og í Bandaríkjunum. Í félagi við Silju Björk Björnsdóttur hefur hún tekið saman 50 lífslykla sem hafa hjálpað henni að ná jafnvægi, skapa hamingju og gert henni kleift að fylgja eftir öllum draumum sínum.

Ljósberi

Fjögur ungmenni rannsaka dularfullan dauða læri­meistara síns. Þeim er öllum gefin skyggnigáfa en eru mislangt á veg komin í að beita henni. Fljótlega blasir við að ekkert af því sem þau þóttust vita um lífið, alheiminn og eðli tilverunnar er eins og þau héldu. Mögnuð fantasía um djöfla og galdra­meistara sem sigraði í samkeppninni um Íslensku barna­bóka­verð&sh...

Ljúflingar

– prjónað fyrir útivistina

Yfir 40 prjónauppskriftir að fallegum og sígildum flíkum á alla fjölskylduna. Fjölbreyttar uppskriftir að útivistarfatnaði fyrir allar árstíðir, hvort sem leiðin liggur upp til fjalla, í siglingu, á skíði eða ströndina.

Lopa­peysu­bókin

– handverk, saga og hönnun

Í Lopa­peysu­bókin – handverk, saga og hönnun er kennt á einfaldan hátt að prjóna lopapeysu og uppskriftir eru fyrir börn frá sex mánaða aldri og upp í stærðir fyrir fullorðna. Í bókinni er margs konar fróðleikur um prjónaskap, lopa og frágang á íslensku lopa­peys­unni. Einnig fáanleg á ensku.

miSter einSam

Sammi er kominn í stutt vetrarfrí til Íslands og fer ásamt vinum sínum í afskekktan glæsibústað fjölskyldunnar. Þegar eitt þeirra hverfur út í vetrarmyrkrið og undarleg atvik skjóta hinum skelk í bringu rennur upp fyrir Samma að hann getur ekki flúið vandamál fortíðarinnar. Hörkuspennandi ungmennabók eftir verðlaunahöfundinn Ragnheiði Eyjólfsdóttur.

Náðu tökum á þyngdinni

– með hugrænni atferlismeðferð

Hugarfarið er gleymda vopnið í baráttunni við þyngdina en jafnframt það öflugasta. Með hugrænni atferlismeðferð má rjúfa vítahring megrunar og stjórnleysis með því að tileinka sér hugarfar og venjur sem markast af skilningi á þörfum líkamans.

Furðufjall

Norna­seiður

Íma dauðöfundar systur sína sem fær að nema galdur hjá nornunum á meðan hún sjálf passar sækýrnar. Andreas lærir járnsmíðar af pabba sínum en dreymir um að verða riddari og vinna hetjudáðir. En brátt verða óvæntir og skelfilegir atburðir sem setja tilveru þeirra í uppnám. Fyrsta bókin í spennandi bókaflokki eftir verðlaunahöfund.

Prjóna­biblían

Einstök íslensk upp­fletti­bók um prjón­tækni og um leið hug­mynda­banki fyrir munstur­gerð og prjóna­hönnun, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Eitt hundrað út­prjóns­munstur eru í bókinni og ítarlega farið yfir öll grunnatriði í prjóni. Fjölmargar skýringar­myndir og ljósmyndir prýða bókina. Þetta er ómissandi grund­vallar­ri...

Prjónastund

Í Prjónastund eru uppskriftir að 32 flíkum; hnepptum og heilum kvenpeysum, sjölum, sokkum og vettlingum. Hér eru bæði einfaldar og fljótprjónaðar peysur en líka flóknari flíkur fyrir vana prjónara.

Sigur­verkið

Söguleg skáldsaga sem gerist syðst á Vest­fjörðum og í Kaup­manna­höfn á 18. öld; margslungin frásögnin lýsir á áhrifaríkan hátt beiskum örlögum alþýðufólks og valdinu sem það er undirselt. Sagna­meist­ar­inn Arnaldur fetar hér nýja slóð, því bókin er að hluta byggð á raun­veru­legum atburðum og persónum sem stíga fram á sviðið í einstaklega trú&...

Sterk

Birta býr í óvistlegri kjallaraholu með ókunnugu fólki. Það kýs hún þó heldur en heimabæinn sem hún flúði eftir að hafa komið út sem trans við litlar vinsældir fjölskyldu og vina. En svo hverfur konan í næsta herbergi sporlaust, og síðan önnur. Birta getur ekki annað en rannsakað málið. Hröð og spennandi saga sem hlaut Bókmenntaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2021.

Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa

Öll fjölskyldan kemst í jólaskap! Skemmtileg bók með tónspilara sem inniheldur uppáhaldsjólalög Láru og Ljónsa, sungin af Birgittu Haukdal. Krakkar geta bæði hlustað á lögin með söng Birgittu og spreytt sig á að syngja þau sjálf með undirspili. Bókin er skreytt litríkum og fallegum myndum sem gaman er að skoða.