Ótrúlegt en satt

Saga Akureyrar í öðruvísi ljósi

Sagnfræðingurinn Jón Hjaltason kemur víða við í þessari fróðlegu og afar skemmtilegu bók. Hið óvenjulega í sögu Akureyrar er í sviðsljósinu, það sem síður er talað um og verður út undan. Mikill fjöldi ljósmynda bregður skærri birtu á kaupstaðinn við Pollinn. Margar þeirra hafa aldrei birst á prenti og segja sögu sem við höfum aldrei séð fyrr en nú.