Sagnfræði, trúarbrögð og ættvísi

Bjóluætt

Bjóluætt er rakin til hjónanna Filippusar Þorsteinssonar (1799-1855), bónda í Bjólu í Ásahreppi í Rangárvallasýslu og eiginkvenna hans, Guðbjargar Jónsdóttur (1805-1838) og Sigríðar Jónsdóttur (1814-1893). Frá þeim er kominn gríðarstór ættbogi sem teygir sig út um allan heim, en sameinast þó í þessu mikla riti, sem prýtt er fjölda mynda.

Bustarfell: saga jarðar og ættar

Í bók þessari birtast í fyrsta sinn á prenti tvö handrit sem varðveitt eru á Bustarfelli og segja sögu þessa merka höfuðbóls og ættarinnar sem þar hefur búið frá 1532. Handrit Einars Jónssonar prests á Hofi fjallar um sögu jarðarinnar og ættir Árna Brandssonar og Úlfheiðar Þorsteinsdóttur sem hófu búskap á jörðinni það ár, afkomendur þeirra og á...

Smárit Sögufélags Kópavogs og Héraðsskjalasafns Kópavogs VI Högna Sigurðardóttir. Sundlaugin sem ekki varð

Högna Sigurðardóttir arkitekt gerði tvær tillögur að Sundlaug Kópavogs. Upphafleg tillaga hennar frá 1962 var aðeins byggð að hluta. Hún er sett í listrænt samhengi við stefnur og strauma í byggingarlist. Sýnt er fram á að hvor tillaga um sig hafi verið einstæð og þær ólíkar öðru sem gert hafði verið hér á landi.

Ingólfur Arnarson

Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi

Í þessari bók eru teknar til rannsóknar tvær mikilvægar fullyrðingar í Íslandssögunni. Önnur er sú að Ingólfur Arnarson hafi sest að í Kvosinni í Reykjavík og þar sé höfuðból hans að finna. Hin er sú að Flóki Vilgerðarson eigi höfundarréttinn að nafni Íslands. Niðurstaða bókarhöfundar er sú að hvorug þessara fullyrðinga standist gagnrýna skoðun.

Í mynd Gyðjunnar

Saga hennar í skáldskap, náttúru og trú

Við hittum fyrir Gyðjuna á steinöld; hún tengist náttúrunni og birtist t.d. sem Fuglagyðja og Tunglgyðja. Fyrstu samfélög bænda dýrkuðu hana og ummerki um Gyðjuna forsögulegu eru víða í Evrópu. Arftakar hennar eru gyðjur goðsagnaheimanna og María guðsmóðir. Á 19. öld birtist Tunglgyðjan aftur í skáldskap og lífi ljóðskálda allt fram á okkar dag.

Keltar

– áhrif á íslenska tungu og menningu

Boðið er upp á nýja sýn á Íslandssöguna, á það sem hefur að miklu leyti verið hulið; hina stóru hlutdeild Kelta í íslenskri menningarsögu. Nýleg erfðaefnisgreining sýnir að meira en helmingur íslenskra landnámskvenna var Keltar. Hér er fjallað um það keltneska í tungu okkar og í örnefnum á Íslandi – og minjar sem eru eldri en norrænt landnám.

Skipin sem hurfu

Hér er fjallað um skip sem hurfu á öldinni sem leið. Í sumum tilvikum er vitað á hvaða hátt þau fórust og jafnvel var fylgst með síðustu andartökum skipverja. Í öðrum tilvikum var enginn til frásagnar og aðeins hægt að geta sér til um hver afdrif þeirra urðu – skýringar komu stundum mörgum árum síðar. Mikil dulúð fylgdi hvarfi sumra skipanna ...

Örlagaskipið Artic

Íslenskir sjómenn í ólgusjó seinni heimsstyrjaldarinnar

Saga íslensku skonnortunnar Arctic er stórbrotin saga örlaga, njósna, misréttis og misþyrminga. Útsendarar Þjóðverja beittu skipverja hótunum til að fá þá til njósna en Bretar komust á snoðir um verkefni áhafnarinnar, sem lenti eftir það í fangabúðum. Bókin byggir m.a. á breskum leyniskjölum sem nýlega voru gerð opinber.