Sagnfræði og trúarbrögð

Hundrað og þrjú ráð

Gagnlegar ráðleggingar úr Biblíunni til að lifa góðu lífi

Lífsviska og hollráð í frásögum Biblíunnar og orðum Jesú eru sett fram með orðum hversdagsins í 103 köflum og hugleitt hvernig þau geta nýst nútímafólki. Ráð eins og „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því að þar eru uppsprettur lífsins“ (úr Orðskviðunum) og „Sólin má ekki setjast yfir reiði ykkar“ (úr Efesusbréfinu).

Kjarni kristinnar trúar

Bókin er aðgengileg umfjöllun um það sem kristið fólk trúir og ein hin vinsælasta sinnar tegundar. Hún er safn einstakra útvarpserinda sem flutt voru í síðari heimsstyrjöldinni. Höfundur setur fram kraftmikil rök til varnar kristinni trú á þann hátt sem höfðar til trúaðs fólks jafnt sem vantrúaðs.

Kyrrðarlyklar

Kyrrðarlyklar eru 86 spjöld sem veita stuðning við ástundun tveggja bænaaðferða sem eiga rætur í hugleiðsluhefð kristinnar trúar. Þær eru Kyrrðarbæn sem fer fram í þögn og Lectio Divina þar sem beðið er með ritningarvers að leiðarljósi. Regluleg ástundun hefur umbreytandi áhrif sem felur meðal annars í sér meiri sjálfsþekkingu og innri frið.

Reykjavík sem ekki varð

Saga bygginga í Reykjavík rakin sem í upphafi átti að reisa á öðrum stað eða í annarri mynd en flestir þekkja. Í þeirri Reykjavík sem ekki varð stendur Alþingishúsið í Bankastræti, Háskóli Íslands á Skólavörðuholti og Þjóðleikhúsið á Arnarhóli. Stórfróðleg og skemmtileg saga sem ríkulegt myndefni gerir ljóslifandi.

Saga Tímarit sögufélags LXI: 1 og 2 2023

Tímaritið Saga kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Efni þess tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Ritrýndar greinar og viðhorf mynda stærstu efnisþætti tímaritsins. Í Sögu birtast einnig ritdómar og ritfregnir um nýjar bækur er varða sögu, einkum Íslandssögu, og annað efni af sagnfræðilegum toga. Ómissandi öllu áhugafólki.

Ævintýrið um Marel

Sprotafyrirtækið 1983–1999

Saga Marel hófst árið 1983 þegar engin hefð var hér fyrir framleiðslu og útflutningi á hátæknivörum. Fyrirtækið óx á ævintýralegan hátt í hátæknirisa með fjölmennt starfslið og einstakt orðspor á alþjóðavettvangi. Þetta er stórfróðleg saga sem speglar vel þjóðlíf og tíðaranda og veitir innsýn í atvinnulíf og efnahagsþróun síðustu áratuga.