Niðurstöður

  • Saga, ættfræði og héraðslýsingar

Bréfin hennar Viktoríu

Saga systkinanna frá Gýgjarhóli í Biskupstungum

Bókin rekur sögu systkina sem ólust upp á Gýgjarhóli í Biskupstungum í byrjun 20. aldar. Tilviljun réði því að sendibréf sem fóru á milli systkinanna og vina þeirra hafa varðveist og er sagan rakin í gegnum þessi bréf, þótt einnig sé stuðst við fleiri heimildir. Áhugaverð heimild um sveitarbrag og áhugamál ungs fólks fyrir einni öld síðan.

Byggðasaga Skagafjarðar X

Komið er út lokabindi Byggðasögu Skagafjarðar sem jafnframt er hið tíunda í röðinni. Það fjallar um Hofsós og Hofsóshrepp, eyjarnar Drangey og Málmey ásamt kauptúnunum Grafarósi og Haganesvík. Í bókinni er fjöldi ljósmynda, korta og teikninga auk margra áhugaverðra innskotsgreina. Einstakt verk í byggðasöguritun á Íslandi.

Flóamannabók

Hraungerðishreppur fyrra og síðara bindi

Ábúendatal Hraungerðishrepps frá 1703 og saga hverrar fjölskyldu frá 1801 til 2020. Myndir af bændum, húsfreyjum og börnum þeirra, einnig af hverjum bæ. Eigendasaga jarða rakin ásamt örnefnaskrá og stöðu í dag. Sagt frá helstu félögum sveitarinnar, skóla, kirkjum og fleiru markverðu. Lifandi saga fólksins í sveitinni. Bókin fæst aðeins hjá útgefanda, sjá Útgefendaskrá. Heimsend...

How Iceland Changed the World

Saga Íslands frá landnámi til vorra daga, rakin af fádæma hógværð með áherslu á framlag okkar til mannkynssögunnar. Bandaríska forlagið Penguin Random House gaf verkið út síðastliðið vor við góðar undirtektir. The New York Times segir þessa Íslandssögu Egils Bjarnasonar „skemmtilega sérstaka.” Tilvalin gjöf fyrir erlenda vini.

Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú II

Höfundur rekur sögu löngu genginna fyrirkvenna, sögur sem faldar hafa verið í myrkviðum þöggunar og kynjamisréttis. Þrátt fyrir vakningu upplýsingaraldar var áfram fjallað um konur og líf þeirra eins og um væri að ræða meinlitla dýrategund sem deildi landi og kjörum með körlum. Frásögn Hildar gerir líf löngu genginna kvenna ljóslifandi fyrir lesendum.

Iceland in World War II

Extended version

Höfundur rekur stríðsárasögu Íslands en enginn einn atburður hefur haft eins mikil áhrif á sögu landsins og seinni heimsstyrjöldin. Fyrir stríð var þjóðin ein sú fátækasta í Evrópu en eftir það í hópi hinna ríkari. Bókin, sem er skrifuð á ensku, kom fyrst út 2019 og er sú útgáfa uppseld. Hér er á ferðinni önnur og aukin útgáfa.

Markús

Á flótta í 40 ár. Öðruvísi Íslandssaga

Jón Hjaltason sagnfræðingur notar ótrúlega sögu útlagans Markúsar Ívarssonar til að varpa ljósi á lífsaðstæður á 19. öld og tekst á við goðsagnir. Máttu fátækir giftast? Hvað með „falleraðar“ konur? Alræði bænda? Voru einstæðar mæður réttlausar? Fjallað er um tukthús og böðla, ótrúlegar skyldur presta, hór, legorð og faðernispróf 19. aldar.

Ótrúlegt en satt

Saga Akureyrar í öðruvísi ljósi

Sagnfræðingurinn Jón Hjaltason kemur víða við í þessari fróðlegu og afar skemmtilegu bók. Hið óvenjulega í sögu Akureyrar er í sviðsljósinu, það sem síður er talað um og verður út undan. Mikill fjöldi ljósmynda bregður skærri birtu á kaupstaðinn við Pollinn. Margar þeirra hafa aldrei birst á prenti og segja sögu sem við höfum aldrei séð fyrr en nú.

Skriðuhreppur hinn forni 1. og 2. b.

Bændur og búalið á 19. öld

Í þessu tveggja binda stórvirki segir skólameistarinn Bernharð Haraldsson 19. aldar sögu 64 bæja í Skriðuhreppnum forna í Öxnadal og Hörgárdal og byggir á frumheimildum, m.a. dómabókum, kirkju- og hreppsins bókum. Sagt er frá ábúendum, forfeðrum þeirra, formæðrum og afkomendum í gleði og sorg. Hér tvinnast með einstæðum hætti saman sagnfræði, ættfræði og héraðslýsing.

Þegar Kjósin ómaði af söng

Fjallað er um mannlíf í Kjósarhreppi á liðinni öld og öflugt söngstarf sem teygði sig út á Kjalarnes og suður í Mosfellssveit undir stjórn Odds Andréssonar á Neðra-Hálsi. Brugðið er ljósi á samfélagið sem sú söngmenning óx upp úr. Fjöldi frásagna og mynda eru í bókinni og geisladiskur með upptökum RÚV af söng Karlakórs Kjósverja og Karlakórs Kjósarsýslu.