Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Stóra bókin um sjálfs­vorkunn

Eftir sambandsslit hrökklast Hallgrímur heim úr leiklistar­námi í erlendri stórborg til að fara á geðdeild. Heimurinn hefur snúist á hvolf og gömul fjöl­skyldu­leyndarmál elta hann hvert fótmál. Áhrifa­mikil saga um ungan mann sem bisar við að koma lífi sínu á réttan kjöl. Fyrsta skáldsaga Ingólfs Eiríkssonar sem þegar hefur hlotið frábærar viðtökur gagn­rýnenda.