Stóra bókin um sjálfs­vorkunn

Eftir sambandsslit hrökklast Hallgrímur heim úr leiklistar­námi í erlendri stórborg til að fara á geðdeild. Heimurinn hefur snúist á hvolf og gömul fjöl­skyldu­leyndarmál elta hann hvert fótmál. Áhrifa­mikil saga um ungan mann sem bisar við að koma lífi sínu á réttan kjöl. Fyrsta skáldsaga Ingólfs Eiríkssonar sem þegar hefur hlotið frábærar viðtökur gagn­rýnenda.