Niðurstöður

  • Forlagið - Mál og menning

Alls konar íslenska

Hundrað þættir um íslenskt mál á 21. öld

Í Alls konar íslensku eru umfjöllunarefnin allt frá eldheitum málvillum yfir í áskoranir 21. aldarinnar um viðmið í málrækt, samfélags- og tæknibreytingar og kynjamál og kynhlutleysi í máli. Meginþræðirnir felast þó í gildi tungumálsins í menningunni og að umræða um málfar og tungumálið einkennist af jákvæðni og umburðarlyndi.

Bara móðir

Lífið á Barrey gengur sinn vanagang hjá Ingrid og öðrum eyjarskeggjum en dag einn eignast Kaja dóttir hennar nýjan leikfélaga þegar Matthías litli kemur en stuttu síðar hverfur faðir hans á dularfullan hátt. Bara móðir gerist á eftirstríðsárunum í Noregi þegar dimmur skuggi stríðsins er enn merkjanlegur. Þetta er fjórða bókin í sagnaflo...

Spæjarastofa Lalla og Maju

Dýraráðgátan

Ráðgátubækurnar henta vel fyrir krakka sem vilja æfa lesturinn því letrið er stórt og setningarnar stuttar. Það ríkir neyðarástand í gæludýrabúð Víkurbæjar. Dýrin eru óútskýranlega slöpp en spæjararnir og dýravinirnir Lalli og Maja trúa því varla að einhver sé að eitra fyrir þeim. Hér þarf að spæja undir hverjum steini! Ríkulega myndskreytt mets...

Ef þetta er maður

Primo Levi var ítalskur gyðingur sem lenti í Auschwitz en lifði af til að segja sögu sína. Þegar rússneskir hermenn frelsuðu hann og aðra fanga var hann nær dauða en lífi eftir tæplega ársdvöl. Frásögn hans af þessari vist er hófstillt og blátt áfram og lýsir ólýsanlegri grimmd og harðræði en jafnframt mannlegri reisn og samkennd, þrátt fyrir allt.

Greppibarnið

Greppiklóin er ekki búin að gleyma músinni ógurlegu sem gabbaði hana eitt sinn og því harðbannar hún Greppibarninu að fara inn í skóginn. En Greppibarnið óttast ekki neitt og eina dimma vetrarnótt læðist það frá mömmu sinni. Börn á öllum aldri fagna endurútgáfu Greppibarnsins, sérstaklega þau sem bæði eru hugdjörf og heimakær.

Hanni Granni dansari

Hanni granni dansari er sjötta bókin í sagnaflokknum vinsæla um Stellu og fjölskyldu hennar: mömmu klikk, pabba prófessor, ömmu best og ömmu Köben, bræðurna Sigga og Palla, og nýfæddu tvíburana, auk vinanna og Þórs, sem stundum er kærasti Stellu og stundum ekki. Nú fær Hanni granni loksins sína sögu og óhætt er að segja að níski nágrann...

Hálendishandbókin

Ekið um óbyggðir Íslands

Ómissandi ferðafelagi allra þeirra sem ferðast um halendið kemur nu ut i nyjum buningi. Bokin geymir sem fyrr leiðsogn um flestar helstu halendisleiðir, auk vegvísa um ymsar fafarnar sloðir i eyði- og obyggðum landsins. Bent er a ahugaverða staði, urmul natturuperla utan alfaraleiða og ævintyralegar gonguleiðir.

Inngangur að efnafræði

Ástir og efnafræði, sjónvarpsþættir um matargerð, kenningar um sjálfskviknun lífs og vaknandi kvenfrelsi á sjöunda áratug síðustu aldar – allt blandast þetta saman í óviðjafnanlega blöndu í þessari hröðu, spennandi, fyndnu og hjartnæmu sögu af efnafræðisénínu og sjónvarpskokknum Elizabeth Zott.

Kalmann

Kalmann Óðinsson, sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn, gengur um með kúrekahatt og Mauser-skammbyssu sem amerískur afi hans komst yfir í Kóreustríðinu. Kalmann er sérstæður, einfaldur og klókur í senn. En svo hverfur valdamesti maður þorpsins sem virðist flæktur í vafasamt athæfi og allt fyllist af lögreglu og fjölmiðlamönnum.

Kuggur

Kátt er í Köben

Kuggur, Málfríður og mamma Málfríðar eru alltaf jafn hress og kát, og bækurnar um þau hafa nú glatt íslensk börn í 35 ár. Hér kemur glæný bók um ævintýri mæðgnanna og Kuggs í Kaupmannahöfn og ný útgáfa af sögunni um það þegar Málfríður stofnar sitt eigið fyrirtæki og ætlar að leysa hvers manns vanda með aðstoð ýmiss konar skordýra.

Spæjarastofa Lalla og Maju

Lærðu að reikna

Fjörlegar þrautabækur fyrir fróðleiksfúsa krakka sem vilja æfa sig að skrifa og reikna með aðstoð Lalla og Maju, spæjurunum frægu úr Ráðgátubókunum. Leystu þrautirnar, teiknaðu, litaðu og límdu límmiða. Bækurnar henta sérlega vel í aftursæti, á stofugólf, sundlaugabakka og undir sæng.

Spæjarastofa Lalla og Maju

Lærðu að skrifa

Fjörlegar þrautabækur fyrir fróðleiksfúsa krakka sem vilja æfa sig að skrifa og reikna með aðstoð Lalla og Maju, spæjurunum frægu úr Ráðgátubókunum. Leystu þrautirnar, teiknaðu, litaðu og límdu límmiða. Bækurnar henta sérlega vel í aftursæti, á stofugólf, sundlaugabakka og undir sæng.

Merking

Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til samkenndarprófsins, byltingarkenndrar tækni sem spáð getur fyrir um andfélagslega hegðun; annar helmingurinn vill öruggara samfélag, hinn réttlátara. Framundan er þjóðaratkvæðagreiðsla um málið sem snertir líf persónanna með ólíkum hætti. Merking er fyrsta skáldsaga eins eftirtektarverðasta höfundar landsins,...

Morðið í Öskjuhlíð

Þrettánda bókin um Stellu Blómkvist gerist árið 1995 þegar hún er nýútskrifuð og fæst við dularfullt hvarf rannsóknarblaðamanns sem snýst upp í snúna morðgátu sem teygir anga sína víða og við sögu koma valdamiklir aðilar sem svífast einskis. Stella er söm við sig, kjaftfor og úrræðagóð og berst fyrir lítilmagnann vopnuð innsæi og spakmælum mömmu.

Skepna í eigin skinni

Sterk og heillandi ljóðabók þar sem eftirminnilegar náttúru- og borgarmyndir fanga athyglina en undir niðri býr annar og sárari veruleiki. Hér er ort um tímann og söguna, lífið og dauðann, í djúpum og myndríkum ljóðum; andrúmsloftið er grípandi og textinn blæbrigðaríkur og tær. Hrafnhildur er þekkt fyrir leikrit sín en þetta er fyrsta ljóðabók h...

Kuggur

Skordýraþjónusta Málfríðar

Kuggur, Málfríður og mamma Málfríðar eru alltaf jafn hress og kát, og bækurnar um þau hafa nú glatt íslensk börn í 35 ár. Hér kemur glæný bók um ævintýri mæðgnanna og Kuggs í Kaupmannahöfn og ný útgáfa af sögunni um það þegar Málfríður stofnar sitt eigið fyrirtæki og ætlar að leysa hvers manns vanda með aðstoð ýmiss konar skordýra.

Spurt og svarað: Aðferðafræði spurningakannana

Spurningakannanir eru mikilvægt rannsoknartæki sem beitt er i nanast ollum þeim greinum sem fjalla um manninn a einn eða annan hátt. Meginstoðir þeirra — þ.e. spurningalistar og urtakið sem svarar þeim — er aðalviðfangsefni bokarinnar, sem er bæði ætluð þeim sem nota spurningakannanir jafnt sem þeim sem bua þær til.

Sæskrímsli

Þér er boðið um borð í kafbát en hvert viltu sigla og hvað langar þig að rannsaka? Í þessari bók ræður þú hvað gerist, en mundu bara að ef sagan endar illa má alltaf reyna aftur því það eru mörg mismunandi sögulok. Bækur Ævars Þórs þar sem lesandinn ræður ferðinni njóta mikilla vinsælda. Hér er komin stutt og litrík saga sem byggist á bókinni