Útgefandi: Forlagið - Mál og menning

Mennska

Bjarni ólst upp við algeran skort á hinsegin fyrirmyndum og neikvætt umtal um homma. Hvaða áhrif hefur það á mann að gangast ekki við hluta af sjálfum sér? Bók sem talar til allra þeirra sem hafa glímt við skömm og reynt að skila henni, þeirra sem finnst erfitt að taka sér pláss og óttast viðbrögð annarra. Aðgengileg og hrífandi (skyldu)lesning.

Ráðgátumyndasögur

Frábær bók í sumarfríið fyrir spæjara á aldrinum 5-11 ára! Lalli og Maja hjálpa lögreglustjóranum í Víkurbæ að leysa dularfullar ráðgátur. Hér birtast Lalli og Maja í fyrsta sinn á myndasöguformi. Fjórar nýjar ráðgátur auk fjölmargra þrauta og frétta af fólkinu í Víkurbæ, bæði þeim sem fremja glæpina og spæjurunum sem leysa ráðgáturnar.