Útgefandi: Forlagið - Mál og menning

Síða 1 af 4

Spæjarastofa Lalla og Maju Afmælisráðgátan

Í afmælisveislu Múhameðs Karat fer rafmagnið skyndilega af matsalnum og í niðamyrkrinu hverfur demantshálsfesti Barböru konu hans! Sem betur fer eru spæjararnir Lalli og Maja í veislunni – en hér er á ferð skúrkur sem svífst einskis. Spennandi ráðgáta með litmyndum á hverri opnu. Frábær bók fyrir þau sem vilja byrja að lesa sjálf.

Alfa

Hröð og viðburðarík spennusaga úr nálægri framtíð. Heimurinn er breyttur, að mörgu leyti til batnaðar. Gervigreindin Alfa stýrir samfélaginu og leysir úr öllum málum en sjö manna teymi sér um að allt gangi smurt. En ekki vilja allir lúta stjórn og þegar einn uppreisnarseggurinn lætur lífið við undarlegar aðstæður verður ljóst að eitthvað býr undir.

Birtingur og símabannið mikla

Foreldrar Birtings eru í uppeldisátaki og ætla að taka af honum símann í sumar. Svo segja þau bara glottandi að hann geti keypt sér síma sjálfur ef þetta er svona hræðilegt (sem það er)! Birtingur safnar dósum, selur dót og lýgur smá … og platar smá … en svo er hann nappaður! Af bekkjarsystrum sínum, Aldísi og Birtu … og þá fyrst fer allt í rugl!

Bíll og bakpoki

16 gönguleiðir sem enda þar sem þær hófust – við bílinn

Útivistarfólk fagnar jafnan nýjum gönguleiðum um fjölbreytta náttúru landsins. Bókin Bíll og bakpoki birtist hér uppfærð og nýjum gönguleiðum hefur verið bætt við. Farið er um gróið land, auðnir fjarri almannaleiðum, eyðibyggðir og leyndar perlur í grennd við þéttbýli. Allar leiðirnar enda á sama stað og þær hófust – við bíl...

Blái pardusinn: hljóðbók

Dramatísk gamansaga um hlustun og athygli, sagnfræði og skáldskap. Streymisveita hefur gefið út hljóðbók sem er innblásin af ævintýrum íslenskrar konu í Evrópu í síðari heimsstyrjöld. Hér segir frá þremur hlustendum og baráttu þeirra við að halda þræði í frásögninni sem fer um víðan völl svo erfitt er að henda reiður á hvað er skáldað og hvað ekki.

Ég tæki með mér eldinn

Leïla Slimani lýkur þríleik sínum á glæsilegan hátt. Mía og Ines, þriðja kynslóð Belhaj-fjölskyldunnar, vilja haga lífi sínu eftir eigin höfði. Faðir þeirra vinnur hörðum höndum að uppbyggingu innviða í Marokkó en þær fara til Frakklands til að stunda nám. Þar þurfa þær að finna sér stað, tileinka sér nýjar reglur og horfast í augu við fordóma.

Ferðabíó herra Saitos

Heillandi og óvenjuleg saga sem segir frá Litu sem er barnung þegar móðir hennar flýr með hana frá Argentínu. Mæðgurnar enda á afskekktri kanadískri eyju en smám saman kynnast þær fámennu en litríku samfélaginu þar og Lita eignast vinkonu í fyrsta skipti. En þegar herra Saito mætir með ferðabíóið sitt opnast nýr ævintýraheimur fyrir Litu.

Félagsland

Fyrsta ljóðabók Völu Hauks sem hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2024. Rauður þráður í bókinni eru félagsheimili landsins fyrr og nú, hlutverk þeirra, andblær og ásýnd. Vala yrkir beinskeytt ljóð um lífið í landinu, samfélag og menningu, litbrigði náttúrunnar og hugans, strjála byggð og samvistir við aðra, með léttleika og óvanalega sýn í farteskinu.

Þín eigin saga 12 Gleðileg jól

Það er desember og þú ert í jólaskapi. Þig langar að renna þér á snjóþotu svo þú arkar upp í fjall. Í stórum helli sitja þrettán furðulegir kallar við varðeld og í myrkrinu glóa risastór kattaraugu. Þú ræður hvað gerist næst! Í tólftu bókinni í þessum vinsæla bókaflokki spinnur Ævar Þór þráð úr bók sinni Þín eigin þjóðsaga.

Spæjarastofa Lalla og Maju Hjólaráðgátan

Sumir þátttakendur í hjólreiðakeppni Víkurbæjar hegða sér afar grunsamlega. Má beita öllum brögðum til að komast fyrst í mark? Það er eins gott að spæjararnir Lalli og Maja eru á staðnum því að lögreglustjórinn skilur ekki neitt í neinu! Bráðfyndin og spennandi ráðgáta með litmyndum á hverri opnu.