Útgefandi: Forlagið - Mál og menning

Bóksalinn í Kabúl

Vorið 2002, skömmu eftir að talíbanar misstu völd í Afganistan, dvaldi norska blaðakonan Åsne Seierstad um skeið hjá fjölskyldu í Kabúl og skrifaði í kjölfarið þessa mögnuðu frásögn af landi í rústum og fólki sem togast á milli rótgróinna hefða og nýrra hugmynda í leit sinni að frelsi og betra lífi. Bókin fór sigurför um heiminn og er orðin sígild.

Ég vil líka eignast systkin

Pétur langar í lítið systkini. Aldrei þessu vant þarf hann ekki að rella lengi. En þegar Lena litla fæðist er Pétur ekki alveg viss lengur. Hann hefði kannski frekar átt að biðja um þríhjól. Yndisleg saga sem hefur skemmt og yljað stækkandi fjölskyldum í áratugi. Einstakar myndir Ilon Wikland gæða frásögnina töfrum.

Spæjarastofa Lalla og Maju Kappreiðaráðgátan

Allir krakkar þekkja Ráðgátubækurnar! Sjálfstæðar sögur sem henta vel fyrir spæjara sem vilja æfa lesturinn því að letrið er stórt, setningarnar eru stuttar og það eru skemmtilegar litmyndir á hverri síðu. Einn af öðrum detta hestarnir á kappreiðavelli Víkurbæjar úr leik og Lalli og Maja átta sig fljótt á að það er maðkur í mysunni.

Kerlingarfjöll

og fleiri náttúruperlur við hjartarætur Íslands

Vegna náttúrufegurðar og fjölbreytileika eru Kerlingarfjöll einhver áhugaverðasti staður landsins. Hér er bent á fjölda ferðamöguleika, fjallgöngur, skíðaleiðir, hjólaleiðir og lengri ferðaleiðir um Kerlingarfjallasvæðið og nágrenni þess. Auk glöggra leiðarlýsinga geymir bókin fjölda heilræða og ábendingar auk sagna og fróðleiks af ýmsu tagi.

Sumarblóm og heimsins grjót

Grípandi örlagasaga um ást og vináttu, flókin fjölskyldubönd og aðferðir fólks til að bjarga sér á fyrri hluta 20. aldar. Þegar Sóley stendur ein uppi með nýfætt barn þarf hún að gangast undir samkomulag sem færir henni bæði frelsi og fjötra. Áföllin dynja yfir en seiglan fleytir henni langt. Fyrsta skáldsaga höfundar, innblásin af sönnum atburðum.

Þín eigin saga Veiðiferðin

Þrumuguðinn Þór og jötunninn Hymir eru á leið í lífshættulega bátsferð. Þeir ætla að róa út á haf til að veiða sjálfan Miðgarðsorminn og ÞÚ ræður hvað gerist! Bækur Ævars Þórs þar sem lesandinn ræður ferðinni njóta mikilla vinsælda. Hér er komin stutt og litrík saga sem byggist á bókinni Þín eigin goðsaga og hentar byrjendum í lestri.