Veröld ný og góð

Í Lundúnum framtíðarinnar ríkir friður. Yfirvöldin hafa skapað hið fullkomna samfélag. Með erfðatækni, heilaþvotti og Soma-töflunum hefur verið séð til þess að allir séu hamingjusamir. Allir tilheyra öllum og yfirvöldin fylgjast með öllu og öllum – alls staðar. Bernard Marx virðist vera eini maðurinn sem býr yfir þrá til að brjótast úr þessum hamingjuviðjum ...