Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Veröld ný og góð

  • Höfundur Aldous Huxley
  • Þýðandi Kristján Oddsson
Forsíða bókarinnar

Í Lundúnum framtíðarinnar ríkir friður. Yfirvöldin hafa skapað hið fullkomna samfélag. Með erfðatækni, heilaþvotti og Soma-töflunum hefur verið séð til þess að allir séu hamingjusamir. Allir tilheyra öllum og yfirvöldin fylgjast með öllu og öllum – alls staðar. Bernard Marx virðist vera eini maðurinn sem býr yfir þrá til að brjótast úr þessum hamingjuviðjum ...