Niðurstöður

  • Sigurlín Sveinbjarnardóttir

Mjólkurfræðinga­félag Íslands

Í þessari bók er greint frá starfi Mjólkurfræðingafélags Íslands á árunum 1990-2020, sagt frá kjarabaráttu og rakið hverjir setið hafa í stjórn félagsins á þessum þremur áratugum. Loks hefur bókin að geyma stéttartal liðlega tvö hundruð mjólkurfræðinga, allt frá upphafi þeirrar starfsgreinar á Íslandi til vordaga 2021.

Sjálfsskaði

Í kæfandi sumarhita kemur til átaka milli lögreglunnar og ungra innflytjenda í Árósum. Í sama mund finnst lík af nakinni konu á bak við gám. Í ljós kemur að konan hafði dáið úr blóðmissi í kjölfar keisaraskurðar. Blaðakonan Dicte sogast inn í rannsókn málsins með lögreglumanninum Wagner. Á sama tíma magnast spennan í átökum lögreglunnar og innflytjenda.